Íslensk bókatíðindi - 10.12.1983, Blaðsíða 8

Íslensk bókatíðindi - 10.12.1983, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER agatha christie SÓLIN VAR VITNI Höfundinn, Agöthu Christie, þarf varla að kynna, og þá ekki heldur aðalsöguhetjuna leynl- lögreglumanninn Hercule Poirot. í þetta sinn verður Poirot að beita allri skarp- skyggni sinni til aö leysa flókiö mál. Annað bindið í flokki bóka eftir Agöthu Christie. Þýöandi Magnús Rafnsson. Bókin er 216 bls. Útgefandi er Hagall. Verð kr. 385,-. eftir Ib H. Cavling, hinn vinsæla danska höfund, sem látinn er fyrir fáum ár- um. Saga ástar, örlaga, lífshættu og sigra. Bókin er 176 bls. Útgefandi er Hild- ur. Verð kr. 488,-. SYNIR ARABA- HÖFDINGJANS eftir E.H. Hull. Þessi bráö- skemmtilega saga er fram- hald af Arabahöföingjan- um eftir sama höfund. 181 bls. Útgefandi Sögusafn heimilanna Verð kr. 494,-. KI.SK-itAKtH SOHK SYSTIR MARÍV SYSTIR MARÍA eftir Else-Marie Nohr. Nunnan unga var hin eina, sem möguleika haföi á aö bjarga flugmanninum særða, sem svo óvænt hafnaöi í vörzlu systranna. En slíkt björgunarstarf var lífshættulegt. Yfir þeim, sem veitti óvinunum aö- stoð, vofði dauðadómur — og flugmaöurinn ungi var úr óvinahernum. Æsilega spennandi og fögur ástar- saga. 184 bls. Útgefandi Skuggsjá. Verö kr. 494,-. TILRÆÐIÐ eftir Paul-Henrik Trampe, Anders Hansen þýddi. Til- valin bók hverjum þeim sem kann að meta saka- málasögu sem er spenn- andi en þó sennileg, gagn- rýnin á þjóöfélagiö og bráðfyndin. 175 bls. Útgef- andi er Almenna bókafé- lagið. Verð kr. 271,70. TIM Hún sá hann fyrst viö byggingavinnu í Sydney. Upp frá þeirri stundu dróg- ust þau hvort að öðru af ómótstæðilegu afli, fyrst sem vinir, síðar sem annaö og miklu meira en þaö. Mary var komin yfir fer- tugt, menntuö kona sem naut velgengni í starfi og bjó ein. Tim var tuttugu og fimm ára glæsilegur eins og grískur guð en meö barnshuga. Bókin er 246 bls. Útgefandi er ísafoldar- þrentsmiðja hf. Verð kr. 540,-. TÖFRAR HVÍTA KASTALANS 16. bókin eftir Victoriu Holt Bækur hennar hafa átt feikilegum vinsældum aö fagna hér á landi, ekki síður en annars staðar. Bækur Victoriu Holt hafa oftar en einu sinni verið bækur mánaöarins í Eng- landi og Ameríku. Bókin er 208 bls. Útgefandi er Hild- ur. Verð kr. 488,-. ÆSKA OG ÁSTIR Endurútgáfa á einni af hinum vinsælu bókum norsku skáldkonunnar Margit Ravn. Þetta er 24. bókin eftir Margit Ravn, en sögur þessar virðast í engu hafa misst vinsældir sínar frá því þær komu fyrst út hér á landi fyrir um 30 ár- um. Bókin er 176 bls. Út- gefandi er Hildur. Verð kr. 395,-. ÆTTARSKÖMM eftir Charles Garvice Ein af allra vinsælustu sögum þessa dáða höfundar. 278 CHÁSííS ÖA8.V1CE KTTARSKÖMM bls. Útgefandi Sögusafn heimilanna. Verð kr. 494,-. VALDIMAR MUNKUR eftir Sylvanus Cobb. Þessi gamla góöa saga er alltaf jafnvinsæl. 156 bls. Útgef- andi Sögusafn heimilanna. Verö kr. 494,-. ALDNIR HAFA ORÐIÐ Eitt vinsælasta og stærsta ritsafn á íslandi. Skráð af Erlingi Davíðssyni. 12. bindi kemur nú út. Þessi segja frá: Baldvin Þ. Krist- jánsson, Erik Kondrup, Hrafn Sveinbjarnarson, Laufey Valrós T ryggva- dóttir, Sigríöur Pétursdótt- ir, Sigurður Helgason og Siguröur Jóhannesson. 326 bis.Útgefandi Skjald- borg. Verð kr. 697,-. ARNGRÍMUR MÁLARI Kristján Eldjárn. Saga Arngríms málara, heillandi dæmi um háa menningar- viöleitni og óslökkvandi fegurðarþrá við erfiðar ytri aðstæður. Bók Kristjáns Eldjárn fjallar ítarlega um ævi þessa fjölhæfa manns og er um leið vandað fræðirit um lítt þekktan kafla í íslenskri menningar- og myndlistarsögu. Óvenju fögur bók, prýdd fjölda litmynda af myndverkum Arngríms. Útgefandi er Ið- unn. Verö kr. 1447,40. Á BRAUÐI EINU SAMAN Halldór Björn Runólfsson hefur þýtt þessa óvenju- legu bók eftir Marokkó- manninn Mohamed Choukri. Þessi lýsing höf- undar á uppvexti sínum í skugga vændis og eitur- lyfja er áhrifamikil, spenn- andi og ógleymanleg. Út- gefandi er Svart á hvítu. 200 bls. Verð kr. 590,-. Á VINA FUNDI eftir Guðmund Daníels- son. Bráðlifandi samtöl við

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.