Íslensk bókatíðindi - 10.12.1983, Page 18

Íslensk bókatíðindi - 10.12.1983, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER mörk raunveru og ímynd- unar. Lesendur fagna hverju nýju verki þessa skarpskyggna og listfenga höfundar. Útgefandi er lö- unn. 67 bls. Verö kr. 463,15. LÆRIÐ AÐ KAFA Höfundar bókarinnar eru margir kennarar viö þekkt- asta köfunarskóla Svíþjóö- ar. íslensku þýöinguna annaöist Gunnar Karl Guö- jónsson. Bókin er kennslu- bók í köfun og fjallar um fræöilega og verklega hliö köfunarinnar. 168 bls. Út- gefandi Örn og Örlygur að frumkvæði Slysavarnafé- lags Islands. Verö kr. 889,20. MANNRÁN í el salva- DOR eftir Fausto Bucheli og J.R. Maxson. Þýöing: Jón- as Gíslason. Sönn frásögn manns sem var gísl hryðju- verkamanna í El Salvador í 47 daga. Sérstæö og spennandi reynslusaga. 280 bls. Verö kr. 592,-. Út- gefandi Bókaútgáfan Salt. MEÐ REISTAN MAKKA, 3. bindi. Sögur um hesta. Erlingur Davíðsson skráöi. Margir landskunnir hestamenn segja frá. Jón Helgason landbúnaöar- ráöherra ritar formálsorö. Bókarauki um Fjórð- ungsmót norðlenskra hestamanna á Melgerð- ismelum sl. sumar. Fjöldi mynda. 240 bls. Útgefandi Skjaldborg. Verö kr. 790,-. Mínútu stj@mun KennethBIanchaitl SjwncerJohnson VAM MÍNÚTU-ST JÓRNUN Mínútu-stjórnun er ný og árangursrík stjórnunaraö- ferö, sem fer sigurför um heiminn og hentar nánast hvar sem er. Efnið er sett fram í skáldsöguformi og sýnir á einfaldan hátt á hvaöa meginatriðum aö- ferðin byggist. Bók fyrir alla, sem stunda rekstur eða hafa meö höndum ein- hvers konar verkstjórn. Þýöing Grétar Oddsson. Stærö 100 bls. Útgefandi Vaka. Verö kr. 596,-. MYNDABÓK FJÖLVA UM ROKK Stórkostleg bók meö 570 litmyndum. Bók fyrir þá sem vilja vera með á nót- unum. Verö kr. 865,-. MÆLT mál Greinasafn Davíös Stef- ánssonar frá Fagraskógi. Greinar þessar eru rit- geröir um samtímamenn hans og ýmis málefni og ræöur Davíðs fluttar á mannamótum og á stórum <£>< ___________ OfrfítntfcrL' /íiíí ' Faenskog-t ö ö MÆI.T MÁt. stundum í Iffi skáldsins. Bókin er 226 bls. Útgef- andi er Helgafell. Verö kr. 840,-. NÆRMYNDIR Úrval úr hinum opinskáu og umtöluðu Nærmyndum Helgarpóstsins. Fimmtán þjóökunnum samtíðar- mönnum okkar eru gerð óvenjuleg skil, reynt að komast aö eölisþáttum, þeirra og kynnast hæfileik- um þeirra og verkum. Margir gefa þeim einkunnir og segja álit sitt á þeim. Stærö 184 bls. Útgefandi Vaka. Verö kr. 788,-. ÓÐURINN TIL SÖRU eftir Paula D’Arcy. Torfi Ólafsson íslenskaði. Hér er á ferðinni áhrifamikil og einstæð bók, dagbókar- þættir ungrar móöur, sem hún skrifar dóttur sinni. Þetta er bók sem verður öllum ógleymanleg. 132 bls. Útgefandi Víkurútgáf- an. Verö kr. 395,-. ÓLYMPÍULEIKAR AÐ FORNU OG NÝJU eftir dr. Ingimar Jónsson námsstjóra íþrótta- kennslu. Saga Ólympíu- leikanna er rakin og sagt frá minnisstæðum atvikum og afrekum. Sérstaklega er greint frá þátttöku íslend- inga. Mikill fjöldi mynda er í bókinni og skrá yfir sigur- vegara. Óskabók íþrótta- fólks. 232 bls. Útgefandi er Æskan. Verö kr. 790,40. ÓKUNN ÖFL er heimur handan skiln- ingarvita okkar, eftir Paul Bannister í þýöingu Ævars R. Kvarans. Samkvæmt ýmsum virtum lögmálum geta vissir hlutir ekki gerzt en gerast samt. Bók um furðuleg fyrirbæri sem eru aö gerast um allan heim, þótt ókunnugt sé hvað veldur. 160 bls., í stóru broti, myndskreytt. Útgef- andi Prenthúsiö. Verö kr. 685,-. ORESTEIA eftir Æskilos í þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Þetta er þríleikur, Aga- memmon, Sáttafórn og Hollvættir. Æskilos er elsti nafnkunni leikritahöfundur heimsins. Eitt stórbrotn- asta verk heimsbókmennt- anna. 164 bls. Útgefandi er Almenna bókafélagið. Verð kr. 370,50. POPPBÓKIN — í FYRSTA SÆTI eftir Jens Kr. Guð- mundsson. Þróun popps- ins hér á landi er rakin — frá því aö Hljómar stilltu saman strengi. Rætt er viö þekkt tónlistarfólk; sagt frá hljómsveitum og plötum; besta platan valin, fjallaö um texta og gagnrýni og tilbrigði í dægurmúsík. Fjöldi mynda og teikninga af poppstjörnum. Fyrir áhugafólk á öllum aldri. 192 bls. Útgefandi er Æsk- an. Verö kr. 592,80. SAGA HAFNARFJARÐAR 1908—1983 eftir Ásgeir Guömunds- son. Eitt mesta rit sinnar tegundar, sem gefiö hefur veriö út hér á landi. Út eru komin tvö fyrstu bindin af þremur og kemur loka- bindið í april 1984. Öll þrjú bindin verða milli 1200 og 1300 blaðsíður, meö yfir 1000 myndum, gömlum og nýjum, auk korta og upp- drátta. Rakin er saga bæj- arins frá upphafi fram til ársins í ár. Útgefandi Skuggsjá. Verð 1. og 2. bindis kr. 1212,80 hvort bindi.

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.