Íslensk bókatíðindi - 10.12.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAPID, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER
25
Útgefandi Setberg. Verö
kr. 49,40 hver bók.
SUMARIÐ 69
Áttarsaga fyrir unglinga
eftir Indriöa Úlfsson, einn
vinsælasta höfund ungu
kynslóðarinnar. Þetta er
17. bók hans, en sú fyrsta
sem er skrifuð eingöngu
fyrir unglinga. 120 bls. Út-
gefandi er Skjaldborg.
Verð kr. 494,-.
SVALUR OG FÉLAGAR
ÞRJÁR TEIKNIMYNDA-
SÖGUR
Þrjár nýjar sögur um Sval
og félaga: Með kveðju frá
Z, Svamlað í söltum sjó
og Sjávarborgin. Svalur
og Valur eiga í höggi við
hinn ógurlega Zorglúbb,
finna smyglarabæli á hafs-
botni og glíma við íbúa
sjávarborgarinnar, dular-
fullu mennina í kúlunum.
Útgefandi er Iðunn. Verð
kr. 197,60 hver bók.
eftir Joe Kaufman. Lit-
prentuð í stóru broti. Fjall-
ar um dýr og fugla, villt dýr
og tamin, lífshætti og
hegðun. Hvaða dýr er
stærst? Hvaða farfugí flýg-
ur lengst? Hve langt getur
kengúra stokkiö? Þýðandi
Örnólfur Thorlacius. Útgef-
andi Setberg. Verð kr.
395,-.
TANNLÆKNIRINN
ER GÓÐUR
„Allt í lagi“-bók eftir Jane
Carruth í þýðingu Andrés-
ar Indriðasonar. Skotti fær
tannpínu en þorir ekki aö
fara til tannlæknis. Hann
kemst þó aö raun um að
það er allt í lagi því tann-
læknirinn er góður. Útgef-
andi Örn og Örlygur. Verð
kr. 148,20.
TIL FUNDAR VIÐ ...
JESÚ FRÁ NASARET
eftir verðlaunahöfundinn
Paul Leer-Salvesen. Rúna
Gísladóttir þýddi. Fyrsta
bókin í flokki ævisagna.
Sagan um Jesú er hér
sögð meö öörum hætti en
fyrr. Frásögnin heldur les-
anda föngnum frá fyrstu
blaösíöu. Síöar veröur
haldið til fundar viö Chapl-
in, Bítlana og fl. 106 bls.
Útgefandi er Æskan. Verð
kr. 296,40.
TOBÍAS OG VINIR HANS
Magnea frá Kleifum.
Sjálfstætt framhald bókar-
innar um Tobías og Tinnu
sem út kom í fyrra. Tobías
litli á góða vini þar sem eru
þau Sighvatur listmálari og
Tinna dóttir hans. Nú er
sumar og Sighvatur ætlar
að feröast um á skrýtna
bílnum sínum og mála og
börnin eru með í för. Fjör-
ug og hugönæm barna-
saga með teikningum Sig-
rúnar Eldjárn. 112 bls. Út-
gefandi er löunn. Verð kr.
348,25.
TÖLVUR
eftir Brian Reffin Smith í
þýöingu Páls Theódórs-
sonar. í bókinni er útskýrt
á einfaldan hátt hvernig
tölvur vinna, hvaöa verk-
efni þær geta leyst og
einnig hvernig unnt er aö
nota þær sem leiktæki.
Bókin er mjög myndskreytt
og auðvelda myndirnar
skilning á efninu. Útgef-
andi Örn og Örlygur. Verö
kr. 349,-.
UNDARLEG UPPÁTÆKI
I þessari líflegu bók gefst
íslenskum börnum nýtt
tækifæri til þess að
skyggnast inn í ævintýra-
heim rithöfundarins vin-
sæla, Ármanns Kr. Ein-
arssonar. Óli og Maggi eru
aöalpersónurnar í bókinni
og ekki skortir ýmis óvænt
og undarleg uppátæki í
söguþræðinum. Skemmti-
legar teikningar eru eftir
Pétur Halldórsson. 116
síöur. Útgefandi Vaka.
Verð kr. 348,-.
ÚTIGANGSBÖRN
eftir þýsku skáldkonuna
Dagmar Galin. Sönn saga
um systurnar Pilar og
Blöncu og hin indjána-
börnin frá Kólombíu, sem
fundu heimili hjá frönskum
fjölskyldum. 173 bls. Út-
gefandi Skjaldborg. Verö
kr. 296,-.
VALA OG DÓRA
Ragnheiöur Jónsdóttir.
Fimmta bókin í flokki
Ragnheiðar Jónsdóttur um
þær stöllur og vini þeirra.
Ragnheiöur var meöal
fremstu unglingabókahöf-
unda á sinni tíö og bók
hennar er óvenju lifandi
lýsing á lífinu í Reykjavík á
umrótstímum stríðsár-
anna. Bók sem veitir inn-
sýn í ólík kjör fólks á erfið-
um tímum. 129 bls. Útgef-
andi er Iðunn. Verð kr.
348,25.
VIÐ ERUM SAMAR —
SAMABÖRNSEGJA FRÁ
Höfundar Boris Eriksson
og Birgitta Hedin. Ólafur
Haukur Árnason íslensk-
aði. Samar — Lappar —
hafa frá örófi alda lifað á
veiðum og hreindýrarækt.
Þetta er skemmtileg og
fróðleg bók um lífshætti
þeirra, prýdd fjölda lit-
mynda. 48 bls. Útgefandi
er Æskan. Verð kr. 321,10.
tam v*,vjr
VIB Gl,Ð KRliM VINIR
/
VID GUÐ ERUM VINIR
eftir Kari Vinje, höfund
bókarinnar Kamilla og
þjófurinn. Þýöing Margrét
Hróbjartsdóttir. Skemmti-
leg barnabók um Júlíu,
skrýtnu uppátækin hennar
og allar spurningarnar um
lífið og tilveruna. 116 bls.
Útgefandi Bókaútgáfan
Salt. Verð kr. 345,80.
VÍSNABÓKIN
Vísnabókin hefur verið
eftirlæti íslenskra barna frá