Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Side 6
SPJALL
T
f”
Nú LOKSINS hefur blaðið litið dagsins Ijós, blaðið sem á að hjálpa ungu fólki að mynda sér sja
á stjórnmálum á íslandi. Við boðum endalok þess að ungir kjósendur leiti til foreldra eða annarr,
eigi að kjósa, nýir tímar þýða að fólk stundar gagnrýna hugsun, veltir fyrir sér framtíðinni, mönnum o;
og tekur síðan afstöðu sem byggð er á almennri skynsemi og hægt er að rökstyðja málefnalega. Ef
sér ekki tií að móta skynsama afstöðu þá skila menn auðu, en það er umfram allt alger forga
kosningaréttinn. Stjórnmál eru ekki einkamál þeirra sem sitja á Alþingi heldur mál sem varða alla
okkur sem emm að komast á legg, stofna fjölskyldur og skapa Island framtíðarinnar.
Framtíð hvers og eins ræðst af framlagi hans ásamt tækifærum þeim sem honum bjóðast. Framlagið er
undir honum sjálfum komið, en þau tækifæri sem í boði eru, ráðast oft á tíðum af þankagangi þeirra sem ráðandi
eru á hverju sviði um sig. Við viljum vera metin að verðleikum og fá tækifæri til þess að sanna okkur án þess að
þurfa að koma okkur í mjúkinn hjá misskilningsríkum yfirmönnum í þjóðfélaginu. Framtíðin er okkar, það erum
við sem verðum að súpa seyðið af vanhugsuðum og mistækum ákvörðunum valdhafanna. Um leið erum það við
sem græðum á því að fólk byggi ákvarðanir sínar á ábyrgum franjtíðaráætlunum í stað þess að einblína á
stundarhagsmuni.
SÚ ÁKVÖRÐUN sem við stöndum frammi fyrir í kjörklefanum er: „Hverjum treystum við til að fara með
stjóm sameiginlegra mála íslendinga, hverjum treystum við til að skapa okkur lífvænlega framtíð, hverjum felum
við það vald að skapa umgjörð um þau tækifæri sem við, unga fólkið, bíðum eftir að geta nýtt okkur til að komast
til manns og taka við stjórninni."
Þetta er sú áskomn sem allir kjósendur standa frammi fyrir og menn verða að taka hana alvarlega. Tökum öll
afstöðu.
Þetta BLAÐ sem þú hefur í höndunum er upplýsingarit sem hjálpa á ungum kjósendum til þess að gera upp
hug sinn. Þetta er einungis inngangsrit og áhersla lögð á að kynna grunnhugmyndir frekar en að kafa djúpt í
efnið. Því em allir hvattir til að leita sér frekari upplýsinga eftir lesturinn. Það er von okkar, sem stöndum að
þessu blaði að lesendur verði betur í stakk búnir til að fylgjast með kosningabaráttunni og taka málefnalega
afstöðu.
Eg vil þakka öllum þeim nemendum sem lögðu hönd á plóginn svo þetta yrði að veruleika, hvort sem þeir
hafa starfað í ritnefnd, fundanefnd eða kynningarnefnd. Einnig vil ég þakka kennumm fyrir veitta aðstoð.
Þetta framtak er byggt á vinnu nokkurra stjórnmálafræðinema, sem hafa þá hugsjón að það verði einhvem tíma
talið sjálfsagt mál að ungt fólk hafi mótað sér sjálfstæða skoðun á stjómmálum og taki þannig þátt í að móta eigin
framtíð.
Einar Skúlason
fomaður Politicu, félags stjórnmálafræðinema
ALMNGISKOSNINGAR 1 9 9 5 ■ UNGT FÓLKTAKIÐ AFSTÖÐU