Ungt fólk takið afstöðu

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Qupperneq 9

Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Qupperneq 9
að stjórnmálamönnum beinist. En tíminn einn getur staðfest þessa tilgátu. Stjórnmálafræðingar hafa á undanförnum árum verið áber- andi í störfum hjá fjölmiðlunum. Hjá ríkisfjölmiðlunum starfa Jóhann Hauksson, Kristinn Hrafnsson, Bryndís Hólm, Katrín Pálsdóttir og Hjördís Finn- bogadóttir. Á Stöð 2 má nefna Heimi Má Pétursson og Rósu Guðbjartsdóttur. Allmargir tengj- ast sömuleiðis prentmiðlunum: Olafur Þ. Stephensen blaðamaður á Morgunblaðinu, Guðrún Krist- jánsdóttir blaðamaður á Morgun- póstinum, Herdís Þorgeirsdóttir fyrrverandi ritstjóri Heims- myndar og Karl Th. Birgisson aðalritstjóri Heimsmyndar og fyrrverandi ritstjóri Pressunnar. Eftirfarandi stjómmálafræðingar starfa hjá hinu opnbera: Róbert Trausti Ámason ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytinu, Albert Jónsson forsætisráðuneytinu, Gissur Pétursson sjávarútvegs- ráðuneytinu, Inga Dóra Sigfús- dóttir menntamálaráðuneytinu. Dr. Þorsteinn Magnússon deildar- stjóri nefndadeildar Alþingis, Hallgrímur Guðmundsson at- vinnumálafulltrúi Akureyrar- bæjar, GimnarGunnarssonsendi- herra Islands í Moskvu, Bjarni Vestmann og Þórður Æ. Oskars- son starfa einnig í utanríkis- þjónustunni. Stjómmálafræðinga er einnig að finna á ýmsum öðrum sviðum atvinnulífsins. Ef dæmi em tekin af handahófi mætti nefna Sigrúnu Árnadóttur framkvæmdastjóra Rauða krossins, Ármann Kr. Olafsson og Jón Sæmundsson sem reka auglýsingastofuna Nonna og Manna, Kristján Valdimarsson framkvæmdastjóra Orva, Sigrúnu Ingvarsdóttur umboðsmann Sotheby's á íslandi, Halldór Grönvold skrifstofustjóra ASI og Helgu Guðrúnu Jónasdóttur for- stöðumann Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. Þá er ónefnt að nokkrir stjómmálafræðingar em við störf sem framhaldsskóla- kennarar. Hér hefur aðeins verið tæpt á því hvað stjómmálafræð- ingar hafast að en því fer fjarri að ofangreint sé tæmandi listi yfir íslenska stjómmálafræðinga eða yfir þau störf sem þeir gegna í samfélaginu. Stjórnmálafræði við Háskóla Islands. Stjórnmálafræði er kennd við félagsvísindadeild Háskóla ís- lands. Félagsvísindadeild var stofnuð árið 1976, en 1970 hafði verið stofnuð námsbraut í al- mennum þjóðfélagsfræðum sem bauð upp á kennslu til B.A. prófs í stjórnmálafræði. Nemendur við félagsvísindadeild fyrsta starfsár hennar voru 294 en í dag eru skráðir nemendur alls 1.112, sem er tvöföldun frá námsárinu 1986- 87. Fjölgun nemenda í stjórn- málafræði hefur verið í samræmi við þetta en í dag eru skráðir nemendur rúmlega 200. Fastir kennarar í stjórnmálafræði eru fimm talsins: Dr. Gunnar Helgi Kristinsson (University of Essex 1990), Dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson (University of Oxford 1985), Dr. Jón Ormur Halldórsson (University of Kent 1992), Dr. Ólafur Þ. Harðarson (London School of Economics and Political Science 1994) og Dr. Svanur Kristjánsson (University of Illinois 1977). Ásamt því að sinna kennslu stunda þeir rann- sóknir við Háskóla Islands. Sem stendur er aðeins um eina námslínu að ræða innan stjórn- málafræðinnar en stefnt er að fjölgun þeirra í náinni framtíð; bjóða upp á alþjóða- og stjórn- sýslulínur auk almennrar línu, í þeim tilgangi að gera nemendum frekari sérhæfingu mögulega. Nám í stjórnmálafræði er 90 eininga, eða 3ja ára nám. Skipulag námsins er við það miðað að skila nemendum heildstæðu B.A. prófi í stjórnmálafræði sem og hald- góðum undirbúningi undir frek- ara nám í stjórnmálafræði. Félagslíf innan stjórnmálafræð- innar er með besta móti. Politica - Félag nemenda í stjórnmálafræði stendur fyrir starfsemi af marg- víslegu tagi. Þetta árið stendur upp úr útgáfa þessa blaðs og framkvæmd átaksins „Ungt fólk takið afstöðu!", en margt annað er á seyði, t.d. fræðslu- og umræðu- fundir, vísindaferðir, árshátíð og fyrirlestrar. Auk þess annast félagið hagsmunagæslu nemenda innan félagsvísindadeildar og tekur þátt í mótun námsbrautar í stjórnmálafræði. StjÓJuunálapiœðinemwL í atwtfi ag teiíi (unungið þwtatjíknmáCaþuseðinemwL uenda þingmenn ad námi íodnu. Jíetuuvuvi í itjóxnmálapiæÉi, ptá uáwVá: Jíantie» JLólmateinn Qi»»ivtwt»on, Jón (Stmwt 3ítxítdót»»on, Olapvt J>. 3fwtdcvt»on, ttuéivt Stysiláviidáttvt ag. Qunnwt Jíefgi Jbti»tin»»on. CL mgndina uantwt Svan JOtiotjánoðon. Jíartl Martx &t áfvtipxmífuQ Aenningaomióux innan »tjó>tnmálapueiinnax ALMNGI FRA.ÐSLA

x

Ungt fólk takið afstöðu

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungt fólk takið afstöðu
https://timarit.is/publication/1848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.