Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Side 16
KYNNING
Sjálfstæðisflokkurinn
var stofnaður 25. maí
1929 við samruna
Ihaldsflokksins og
Frjálslynda flokksins.
Helstu embætti
Sjálfstæðisflokksins
skipa:
Formaður: Davíð
Oddsson.
Varaformaður:
Friðrik Sophusson.
Formaður þingflokks:
Geir H. Haarde.
Framkvæmdastjóri
Sjálfstæðisflokksins:
Kjartan Gunnarsson.
Formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna:
Guðlaugur Þór
Þórðarson.
Formaður Landsambands
sjálfstæðiskvenna:
Amdís Jónsdóttir.
Formaður Verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins:
Kristján Guðmundsson.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins
í síðustu kosningum var
38,6 % og 26 þingmenn.
Nánari upplýsingar
um stefnu
Sjálfstæðisflokksins
er hægt að fá á
skrifstofu flokksins
að Háaleitisbraut 1,
2. hæð, sími: 568-
2900. Allir sem hafa
náð sextán ára aldri
geta orðið meðlimir í
Sjálfstæðisflokknum
og tekið þátt í starfi
hans m.a. í félögum
út um allt land eða í
hverfafélögum í
Reykjavík.
Samband ungra
sjálfstæðismanna eru
samtök ungs fólks innan
Sjálfstæðisflokksins.
Innan SUS eru 39
aðildarfélög um land allt
sem í eru um 8500
félagar á aldrinum 16-36
ára. Formaður SUS er
Guðlaugur Þór
Þórðarson en nánari
upplýsingar veita
Hlynur Guðjónsson
framkvæmdastjóri SUS
og Jóhanna María
Eyjólfsdóttir í síma 568-
2900 eða 568-6216.
P<
<
0
2
u5
*
hJ
Ph
w
H)
5
i—i
w
w
Q
O
w
Sjálfstæðisflokkurinn
’ Sjálfstæðisflokkurinn er frjálslyndur og
umbótasinnaður stjórnmálaflokkur sem sækir
fylgi sitt til allra stétta. Sjálfstæðisflokkurinn er
andstæður sósíalisma í íslenskum stjórnmálum og
berst m.a. fyrir frelsi einstaklingsins, takmörkun
ríkisumsvifa og að öllum íslendingum sé tryggður jafn
réttur til menntunar, heilsugæslu og félagslegrar aðstoðar efeitthvað
á bjátar.
■ Sjálfstæðisflokkurinn vill stuðla að sem mestri nýsköpun á öllum
sviðum atvinnulífsins. Hlutverk ríkisins er að skapa þau skilyrði að sem flestar hugmyndir
um ábatasamar nýjungar geti orðið að veruleika og þannig stuðlað að auknum hagvexti
og meiri atvinnu.
/ítvÚMounát Til að auka hagvöxt og atvinnu um leið verður ríkið að stilla
skattheimtu í hóf og halda stöðugleika í hagkerfinu. Einungis þannig munu atvinnugreinar
landsins verða samkeppnishæfar gagnvart erlendum atvinnugreinum.
Skattfé borgaranna skal nota til þess að tryggja jafnan aðgang íslendinga
til náms, heilsugæslu og mannsæmandi afkomu ef lífsviðurværi bregst.
Aðildin að Sameinuðu þjóðunum, alþjóðleg fríverslun og þátttaka
í norrænu samstarfi hafa um árabil verið hornsteinar íslenskrar utanríkisstefnu auk
varnarsamstarfsins við Bandaríkin sem og aðildin að Atlantshafsbandalaginu.
Sjálfstæðisflokkurinn vill treysta frjálsa verslun milli landa, nána samvinnu við Vesturlönd
og alþjóðlegt viðskiptafrelsi.
‘ityúáKC&b iámát Stefna Sjálfstæðisflokksins er að sem flestar fjölskyldur og
einstaklingar í þjóðfélaginu geti eignast íbúð og búið í eigin húsnæði og notið þess öryggis
og sjálfstæðis sem því fylgir.
TýCcKttt&Wi&t/ Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja jafnrétti allra til náms og rétt manna
til þess að starfrækja einkaskóla. A grunnskólastiginu er brýnt að einsetja skólana og
skoða þarf hvort styttra skólaár á framhaldsskólastiginu jafni aðstöðumun íslenskra
námsmanna á við evrópska námsmenn. Fjárhagslegt sjálfstæði LIN mun í framtíðinni
stuðla að betri þjónustu við stúdenta.
í umhverfismálum vill Sjálfstæðisflokkurinn efla alhliða
umhverfisvernd svo og vamir gegn hvers konar mengun. Sjálfstæðisflokkurinn vill treysta
umhverfisvitund almennings og fyrirtækja með því að auka umhverfisfræðslu og ábyrgð
þeirra sem menga náttúmna.
Sltá á (hzuyi Sjálfstæðisflokkurinn vill tryggja áframhaldandi framfarir og
stöðueleika oe halda þjóðinni frá sundurþykkri fjölflokka vinstri ríkisstjórn.
ALMNGISKOSNINGAR 1 9 9 5 ■ UNGT FÓLK TAKIÐ AFSTÖÐU