Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Page 24

Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Page 24
ÞRIÐJASÆTI Þórunn SVEINBJARNARDOTIIR HvENÆR HÓFUST afskipti þín af stjórnmálum? Það var þegar ég gekk í Félag vinstri manna í Há- skóla íslands þegar ég var við nám í stjórnmálafræði. Upp úr því byrjaði ég í stúdentapólitíkinni og var í henni í nokkur misseri og tók þátt í því að stofna Röskvu. Hvaða eiginleika þurfa menn að hafa til að komast ífremstu röð í stjórnmálum á Islandi? Fólk þarf að vera heiðarlegt og réttsýnt framar öllu öðru. Það þarf að vera sjálfu sér samkvæmt, þora að hafa skoðanir og standa við þær og þora að taka á óvinsælum málum. Hvað finnst þér um aldurs- skiptingu á Alþingi? Ég hef ekki kynnt mér ald- ursdreifingu þingmanna neitt sérstaklega en mér sýnist hún vera þannig að flestir séu á aldrinum 40-60 ára. Mér finnst ekki að það eigi að vera neinn hámarks- aldur og aldurinn á ekki að vera neitt úrslitaatriði en ég tel mikilvægt að þingmenn endurspegli þjóðina nokkuð vel og að á þingi sé fólk með ólíka reynslu, ólíka menntun og úr ólíkum stéttum. Það er augljóst t.d. að konur eru ekki 25% íslensku þjóðar- innar eins og þær eru á Alþingi. Eru Alþingiskosningar eini vettvangurinn þar sem hinn almenni borgari getur haft áhrif eða eru aðrar leiðir Hinn almenni borgari hefur fjölda leiða til að hafa áhrif á umhverfi sitt ef hann vill það. Fólk getur gengið í samtök og félög, látið skoð- anir sínar í ljós í fjölmiðlum og á prenti, þannig að auð- vitað er hægt að vinna að hugðarefnum sínum á fleiri stöðum en í stjórnmála- flokkum. Hvernig finnst þér þátturinn með Hannesi og Merði? Ef fólk hefur gaman af bar- dagaíþróttum og skylming- um þá finnst því örugglega skemmtilegt að horfa á Hannes og Mörð. Hins veg- ar skil ég ekki alveg hvers vegna fólk er að mæta í þáttinn og láta æpa á sig og komast aldrei að. Ut á það gengur þetta. Einhverjum finnst það e.t.v. skemmtilegt en formið gefur ekki tilefni til viti borinnar umræðu. Hvernig eiga tengslin við Evrópusambandið að vera í framtíðinni að þínu mati? Við eigum að nýta okkur EES samninginn og ekki horfa fram hjá því að ESB er þarna og fer ekkert í burtu. Samskiptin við ESB eru okkur mikilvæg, en vegna stöðunnar innan þess þá er raunar allt í biðstöðu fram yfir ríkjaráðstefnuna 1996. Það er því ráð að fylgjast mjög vel með því hvernig sambandið þróast en jafn- framt finnst mér að íslenska þjóðin ætti að gera aðra atlögu að því að ræða Evrópumálin um leið og rætt er hvað það er sem við viljum í samskiptum okkar við aðrar þjóðir. Umræðan IREYKJAVIK Þórunn Sveinbjarnar- dóttir starfskona Kvennalistans er fædd 11.nóvember 1965. Hún er ógift og barnlaus. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1984, B.A. prófi í stjórnmálafræði við Háskóla íslands og stundaði framhalds- nám við Johns Hopkins University í Washington. Þórunn er í framboði til Alþingis í fyrsta skipti nú í vor. eins og hún hefur verið, sérstaklega á þessu kjör- tímabili, hefur hvorki verið frjó né upplýsandi. Evrópu- sambandið verður að skoða ekki bara út frá beinum viðskiptahagsmunum og hagsmunum sjávarútvegs- ins heldur líka út frá félags- legum og menningarlegum hagsmunum, hagsmunum kvenna og barna. Við erum þrátt fyrir allt hluti af Evr- ópu þótt við séum ekki hluti af meginlandinu. Ert þú fylgjandi því að gefa opnunartíma vínveitingahúsa frjálsan? Já, ég hallast að því að það væri betra að hafa afgreiðsl- utíma frjálsan. Hann gæti verið sveigjanlegur þannig að sum veitingahús, barir og ballstaðir væru opnir lengur en aðrir. Tekur þú tillit til þess semfram kemur í kvartanaþáttum út- varpsstöðva? Nei, ég hlusta aldrei á svona kvartanaþætti, legg mig ekki eftir þeim. Finnst þér réttlátt að sum atkvæði hafi meira vægi en önnur? Ég hef ekki fundið nein rök sem réttlæta misvægi at- kvæða. Ég hygg að atkvæða- rétturinn sé hluti af því sem við köllum grundvallar- mannréttindi og því finnst mér það misvægi sem nú viðgengst óþolandi. Sem sagt ein manneskja eitt at- kvæði. Hvað varðar kjör- dæmaskipanina þá er hún ekki í takt við tímann og tímabært að huga að breyt- ingum á henni. Hvað finnst þér um hlutverk forsetaembættisins í stjórn- kerfinu? Sú hefð hefur skapast á lýðveldistímanum að forset- inn beiti ekki sínu pólitíska valdi sem hann þó hefur samkvæmt stjórnarskrá. Hann er táknrænn leiðtogi þjóðarinnar og nauðsyn- legur sem slíkur. Forsetinn nýtur virðingar og við ber- um traust til hans. Hann er sameiningartákn þjóðar- innar og höfuð lýðveldisins og þannig á það að vera. Hefur þú farið á ræðunámskeið og finnst þér það mikilvægt? Nei ég hef ekki farið á ræðu- námskeið en kannski þyrfti ALMNGISKOSNINGAR 1 9 9 5 • UNGT FÓLK TAKIÐ AFSTÖÐU

x

Ungt fólk takið afstöðu

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ungt fólk takið afstöðu
https://timarit.is/publication/1848

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.