Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Síða 26
Jóhanna
SIGURÐARDOTTIR
HvENÆR HÓFUST afskipti
pín af stjórnmálum?
Þau hófust í gegnum verka-
lýðshreyfinguna. Ég beitti
mér mikið í kjaramálum og
réttindamálum launafólks í
gegnum flugfreyjufélagið og
í stjórn Verslunarmanna-
félagsins og upp úr því fór
ég að hafa afskipti af pólitík.
Hvada eiginleika þurfa menn
að hafa til að komast ífremstu
röð ístjórnmálum á íslandi?
Það er nú það, ætli ég myndi
ekki segja að það væri út-
hald og trú á hugsjónina og
málstaðinn.
Hvað finnst pér um aldurs-
skiptingu á Alpingi?
Það sem mér hefur fundist
vanta í þinginu er yngra fólk
sem bæði hefur annan bak-
grunn og aðra reynslu. Það
hefur mest verið miðaldra
og eldra fólk sem hefur sinnt
því starfi í gegnum tíðina.
Ég er ekki hlynnt aldurs-
takmörkunum því það er
mikil reynsla sem eldra fólk
býr að en fólk verður að geta
vegið og metið hvenær tími
er kominn til að hætta á
þingi. Menntun er auðvitað
mikilvæg hjá þeim sem
veljast til starfa á Alþingi, en
ekki síður er víðtæk reynsla
og þekking á atvinnulífinu
og kjörum og aðbúnaði fólks
mjög brýnt og gott veganesti
á Alþingi.
Eru Alpingiskosningar eini
vettvangurinn par sem hinn
almenni borgari getur haft áhrif
eða eru aðrar leiðir?
Alþingi er vissulega mikil-
vægt í sambandi við ákvarð-
anatöku en ég vil benda á að
sveitastjórnarmál eru einn
vettvangur, atvinnulífið er
annar og allt starf innan
verkalýðshreyfingarinnar er
einnig mjög mikilvægt.
Þjóðvaki leggur líka áherslu
á, í sinni stefnuskrá að auka
rétt fólks til þjóðaratkvæða-
greiðslna um stærri mál.
M.a. höfum við lagt til sér-
stakt stjórnlagaþing, skipað
þjóðkjörnum fulltrúum, taki
stjórnarskrána í heild sinni
til endurskoðunar, ekki síst
mannréttindaákvæði henn-
ar og kosningareglur, rétt
fólks til þjóðaratkvæða-
greiðslna, ráðherraábyrgð
og reglur óskráðar og skráð-
ar sem ríkja í opinberri
stjórnsýslu t.a.m. um ráð-
stöfun fjármuna og opinbera
stjórnsýslu. Stjórnlaga-
þingið lyki síðan hlutverki
sínu með því að skila frum-
varpi til nýrra stjórnskipun-
arlaga sem borið yrði undir
bindandi þjóðaratkvæða-
greiðslu. Þannig hefði fólkið
sjálft bein áhrif á grundvall-
arþætti í stjórnskipan lands-
ins. Einnig leggjum við til
að valfrelsi kjósenda verði
aukið með því að taka upp
persónukjör til Alþingis.
Hvernig finnst pér pátturinn
með Hannesi og Merði?
Þetta getur oft verið líflegur,
gagnrýninn og skemmti-
legur þáttur og ágæt til-
breyting frá hefðbundinni
yfirheyrslu.
Hvernig eiga tengslin við
Evrópusambandið að vera í
framtíðinni að þínu mati?
Ég tel mjög brýnt að efla alla
viðleitni sem miðar að
auknu viðskiptafrelsi milli
Jóhanna
Sigurðardóttir
þingkona er
fædd 4.október
1942. Jóhanna
er fráskilin. Hún
er með Versl-
unarskólapróf.
Jóhanna var
fyrst kjörin á
þing 1978.
þjóða og afnámi tollamúra
sem draga niður lífskjörin.
Ég tel að EES samningurinn
sé mjög mikilvægur fyrir
okkur og muni geta verið
mikil lyftistöng fyrir at-
vinnulífið. Við fáum einnig
í gegnum þann samning
aðild að samstarfsverkefn-
um á sviði mennta- og
menningarmála á vegum
ESB. Ég tel hins vegar að
aðild að ESB komi ekki til
greina miðað við þá sjávar-
útvegsstefnu sem þar er en
við þurfum samt að kanna
vel kosti og galla aðildar.
Við hljótum að fylgjast með
þróuninni á þeim vettvangi
og endurmeta stöðu okkar í
Ijósi breyttra aðstæðna
hverju sinni.
Ert þú fylgjandi pví að gefa
opnunartíma vínveitingahúsa
frjálsan?
Já, ég er fylgjandi því. Ég
tel að þetta hafi ekki gefist
nægilega vel eins og fyrir-
komulagið er núna. Þegar
öll vínveitingahús loka á
sama tíma þá, eins og við
vitum, skapast mikið öng-
þveiti. Ég tel að það verði
að treysta fólki að fara með
það ef opnunartími er gefinn
frjáls.
Tekur pú tillit til pess sem
kemur fram í kvartanapáttum
útvarpsstöðva?
Það er mjög sjaldan sem ég
hef tækifæri til að hlusta á
þá, en ef það er eitthvað
málefnalegt eða sem á við
rök að styðjast sem kemur
fram þá finnst mér sjálfsagt
að taka tillit til þess.
Finnst pér réttlátt að sum
atkvæði hafi meira vægi en
önnur?
Það þarf að breyta kjör-
dæmaskipaninni. Besta
leiðin til þess að jafna at-
kvæðavægi er að landið
verði eitt kjördæmi. Það
þarf að skoða og jafnframt
taka upp persónukjör sam-
hliða kosningum til Alþing-
is. Kosturinn við að gera
landið að einu kjördæmi er
að þá verða þingmenn þing-
menn allrar þjóðarinnar en
ekki einstakra kjördæma
sem ég tel mjög mikilvægt.
Það að gera landið að einu
kjördæmi myndi jafnframt
auðvelda konum og ungu
fólki að komast inn á þing.
Þjóðvaki er einnig opinn
fyrir öðrum breytingum á
kjördæmaskipaninni en að
landið verði eitt kjördæmi.
Samhliða jöfnun kosninga-
réttar til Alþingis verði
valdsvið sveitarfélaga eflt
og verkefni færð frá ríki til
sveitarfélaga.
ALMNGISKOSNINGAR 1 9 9 5 ■ UNGT FÓLKTAKIÐ AFSTÖÐU