Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Síða 29

Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Síða 29
stjórnmálastefnum? Það kerfi sem við erum með núna á Islandi tryggir nánast algert jafnvægi milli fylgis flokka og þingstyrks þeirra og það er í fyrsta sinn á undanförnum árum sem við höfum haft þannig kerfi. Ég er þeirrar skoðunar að það megi ekki fórna jafnvæginu milli flokka vegna þess að ég tel að stjórnmál snúist um- fram allt um stefnur og lífsviðhorf en ekki um bú- setu. Þó að ég persónulega sé áhugamaður um að allt landið sé eitt kjördæmi þá er ekki raunhæfur meirihluti fyrir því. Hvað finnst þér um hlutverk forsetaembættisins í stjórn- kerfinu? Forsetinn er sameiningar- tákn, hann tekur ekki þátt í deilum á milli flokkanna í landinu en gefur samt sem áður til kynna ákveðnar áherslur í sínum ávörpum og þátttöku sinni í atburð- um. Þannig tekur forsetinn með vissum hætti þátt í þjóðmálum í góðri merk- ingu þess orðs. Ég tel að það hafi skapast hefð fyrir for- seta sem stendur fyrir utan hefðbundnar deilur flokk- anna í landinu og átök á Alþingi. Hefur þú farið á ræðunámskeið of finnst þér það mikilvægt? Nei, það hef ég ekki gert og sumt af því sem ég sé hjá yngra fólki sem er að taka þátt í þessum ræðukeppn- um í dag finnst mér ekki alveg á réttum brautum. Hvernig stendur norrænt sam- starf í dag að þínu mati og hvernig sérðu fyrir þér þróun þess á næstu árum? Ég er kannski ekki í hópi þeirra manna sem er vel fær um að dæma um þetta nor- ræna samstarf því ég hef lítinn þátt tekið í því sjálfur. Þegar ég var fjármálaráð- herra mætti ég nokkrum sinnum á fjármálaráðherra- fundi Norðurlandanna og það voru voðalega ómerki- legir hreppsnefndarfundir og satt að segja afar lítið þar á dagskrá. Aðalviðfangs- efnið var að hafa eitthvað til að tala um svo hægt væri að fylla upp í fundartímann. Hver er þín skoðun á stefnu- mótun í menntakerfinu með tilliti til bóknáms og verk- náms? Mér finnst þessi skipting að mörgu leyti vera úrelt; bók- nám og verknám. Mann- eskja sem ætlar sér að vera virkur þátttakandi í 21. öldinni þarf að læra með báðum aðferðunum. Há- skólinn er að því leyti of einangraður frá hinum verk- lega þætti. Að því leyti tel ég að það þurfi að fara í gegnum allt íslenska menntakerfið og breyta hugsunarhætti og aðferðum hvað þetta snertir og skapa svona samfellt streymi milli þess sem gert er í skólanum og þess sem gert er úti á vettvangi atvinnulífsins. Hvað vilt þú gera við LÍN og fyrir Háskóla íslands? Háskólinn er bara hluti af víðtæku menntakerfi sem þarf að vera í gangi fyrir alla á hvaða aldri sem er. Hann á ekki að vera einn og sér undir einhverju æðra skjald- armerki því hann er aðeins hluti af heildinni. Það þarf að taka inn þá menntun sem fer fram inni í fyrir- tækjunum og á vinnustöð- unum og tengja það við Háskólann. Háskólinn á að vera hreyfiaflið í mennta- kerfi sem í sjálfu sér á sér engin endamörk, mennta- kerfið á að vera hluti af atvinnulífinu. LIN verður að greiða fyrir því að fólk geti streymt milli Háskólans og atvinnulífs en setja ekki upp einhverjar gerviskorður sem hindra slíkt flæði. Það getur enginn maður sagt það hundrað prósent árið 1995 hvaða menntun sé arðbærust og skynsamleg- ust árið 2015. Finnst þér réttlætanlegt að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár og velta skuldum yfir á fram- tíðina? Það er á engan hátt rétt- lætanlegt að reka ríkissjóð með halla samfleytt og ævinlega. Það alvarlega er að ef efnahagsbatinn fer að birtast smátt og smátt þá verði ríkissjóður áfram rek- inn með halla. Mér finnst mjög alvarlegt að á þessum fjórum síðustu árum hefur hallinn orðið um 40 miljarð- ar eða hreinar skuldir hins opinbera vaxið úr 15% af landsframleiðslu í rúm 30%. Það er mikil og hættuleg breyting á aðeins fjórum árum. Þó er engin töfra- lausn til en langtímaáætlun er e.t.v. það sem þarf. Nú- verandi ríkisstjórn gerði alvarleg mistök með því að ætla að snúa fjárlagahall- anum við á tveimur árum. Farsæl efnahagsstjórn er einungis spurning um að skapa rétt hugarfar með raunhæfum markmiðum. Hvernig kynntist þú maka þínum? í lyftu. BÚNAÐARBANKINN Pharmaco SAMSKIP ALMNGISKOSNINGAR 1 9 9 5 - UNGT FÓLK TAKIÐ AFSTÖÐU

x

Ungt fólk takið afstöðu

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungt fólk takið afstöðu
https://timarit.is/publication/1848

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.