Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Síða 47
SVEIGJANLEIKIER FORSENDA ÁRANGURS
Forsenda þess að bygging fái staðist
tímans tönn er ekki einungis traust
undirstaða því sveigjanleikinn ræður jafn
miklu um styrk mannvirkja. Hugbúnaður
hefur nákvæmlega sama eðli.
Viðskiptahugbúnaðurinn FJÖLNIR hefur
hlotið fádæma viðtökur hér á landi sökum
óbilandi rekstraröryggis og mikils
sveigjanleika. FJÖLNI má sníða að
ótrúlegustu kröfum enda gerir sveigjan-
leikinn kerfinu kleift að yfirstíga allar
hugsanlegar hindranir. FJÖLNIR er því
aldrei í endanlegu formi þar sem sífellt
má laga hann eftir því sem ytri forsendur
breytast. Þessar breytingar á tölvukerfinu
eru gerðar með lágmarks aðlögunarvinnu
og litlum tilkostnaði.
Viðskiptahugbúnaðurinn FJÖLNIR er
alhliða stjórntæki í rekstri fyrirtækja og
gengur á öllum útbreiddustu stýrikerfum
heims. Nethugbúnaður er innbyggður í
FJÖLNI en einnig er hægt að nota önnur
netkerfi samhliða. FJÖLNI eru þannig
engin takmörk sett. Hann má keyra jafnt
á einmenningsvélum í litlum rekstrar-
einingum sem á netum stórfyrirtækja með
hundruð notenda.
'FJÖLNIR er gott kerfi en aðal kostur hans er mikill
sveigjanleiki.Það má endalaust prjóna við kerfið án
þess að leggja út í kostnaðarsama forritunarvinnu.
FJÖLNIR hefur skilað ágætum árangri í rekstri
Bónus og hann á drjúgan þátt í lágu vöruverði
hjá okkur.'
Jóm Asgeir Jóhannesson, Bónus.
'Við hjá Hans Petersen hf. gerum miklar kröfur til
upplýsingakerfis og viljum að það skili mjög við tækum
upplýsingum, bæði skjótt og örugglega.
FJÖLNIR hefur gert þetta og að auki fallið mjög vel að
starfsemi okkar. Sveigjanleiki hans er svo víðtækur að
nánast allt virðist mögulegt. Kerfishönnuðir Strengs hafa
enda lagt sig fram við að verða við óskum okkar um
breytingar og aðlaganir á FJÖLNI.'
Karl Þór Sigurðsson,
fjármálastjóri Hans Petersen hf.
'FJÖLNIR býr yfir margvíslegum kostum sem nýtast
fyrirtækjum við varðveislu og miðlun upplýsinga.
Skráning og önnur vinnsla í kerfinu er þægileg.
Auk þess er skýrslugjafinn í FJÖLNI sveigjanlegur
og nýtist hann vel við afstemmingar og aðra
úrvinnslu gagna úr kerfinu.'
Aðalsteinn Garðarsson, Endurskoðun hf.
'Þegar við hjá Ríkiskaupum skiptum yfir í FJÖLNI fannst
mér eins og ég væri nánast kominn í aðra veröld.
Það er virkilega einfalt að nálgast allar upplýsingar í
FJÖLNI og sveigjanleikinn í kerfinu er einstakur.
FJÖLNIR er auk þess mjög þægilegur í allri notkun þar
sem hann hefur alls staðar sama viðmót gagnvart notanda.
FJÖLNIR er kerfi sem hefur reynst okkur mjög vel.'
Tryggvi Hafstein, Ríkiskaupum.
'FJÖLNIR hefur hentað okkur frábærlega sem
alhliða upplýsinga- og sölukerfi. Helstu kostir
FJÖLNIS eru einfaldleiki og hversu auðvelt er að
nálgast mikilvægar upplýsingar í kerfinu. Það er
mín skoðun að það finnist ekki hentugra kerfi fyrir
aðila í innflutningi og dreifingu.'
Halldór Kvaran, sölu- og markaðsstjóri
hjá Gunnari Kvaran hf.
'FJÖLNIR er mjög sveigjanlegur hugbúnaður sem alltaf
má laga að breyttum forsendum. Þessi sveigjanleiki er
stærsti kostur FJÖLNIS en það skiptir sköpum í dag að
ráða yfir kerfi sem býður upp á mikinn sveigjanleika.'
Vilhjálmur Örn Sigurhjartarson,
aðalbókari hjá Pósti og síma
FJOLNIR
VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR
STRENGUR HF
STÓRHÖFÐA 15, 112 REYKJAVÍK
SÍMI 587 5000, FAX 587 0028