Íslenska leiðin - 01.10.2001, Qupperneq 5

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Qupperneq 5
Ir> I r~\ r\ r-* I/ nf*iAnnnnnínfn'rY^ni sigmsk SLjommaiaTræoi á 25 ára afmæli félagsvísindadeildar Ólafur P. Harðarson Stjórnmálafræði er ekki gömul á íslandi. Kennsla í henni hófst við Háskóla íslands haustið 1970, þegar námsbnaut í almenn- um þjóðfélagsfræðum van komið á laggirnar. Á síðasta ári var því fagnað þrjátíu ára afmæli stjórnmálafræðinnar í landinu. Núna er svo aldarfjórðungur liðinn síðan félagsvísindadeild var komið á fót haustið 1976. Þar sameinuðust undir einum skipu- legum hatti greinarnar þrjár sem myndað höfðu námsbrautina (stjómmálafræði, mannfræði og félagsfræði) og þrjár greinar sem kenndar voru í heimspekideild [bókasafnsfræði, sálar- fræði og uppeldisfræði). Árið 1996 var félagsvísindadeild skipt í skorir, þannig að stjórnmálafræðiskorin á fimm ára afmæli á þessu ári. Dll þessi þróun ber merki þess, að síðustu áratugina hafa fé- lagsvísindin almennt verið að eflast í Háskóla íslands og það á ekki síst við um stjórnmálafræðina. Á afmælisárinu er félags- vísindadeild í fyrsta skipti fjölmennasta deild skólans ef litið er á fjölda innritaðra stúdenta, en hún hefur um skeið verið í hópi fjölmennustu deilda. í haust hófu um 90 nemendur nám á fyrsta ári í stjórnmálafræði og er það stærri hópur en nokkru sinni fyrr. Á síðustu 15 árum hefur á fjórða hundrað stúdenta útskrifast með BA-próf í stjómmálafræði frá Háskóla íslands. Fyrstu meistaranemarnir hafa líka útskrifast, en nám á meist- arastigi hófst við stjórnmálafræðiskor haustið 1997. Innan skamms má búast við því að skorin útskrifi fyrsta doktorinn í stjórnmálafræói. Gríðarleg aðsókn nemenda að félagsvísindadeild tekur af allan vafa um það að þessi vísindi hafa öðlasttraustan sess f íslensku þjóölífi á stuttum tíma. Margvísleg áhrif félagsvísindamanna rná hvarvetna sjá í íslenskum samtíma. Stjómmálafræðingar eru þar engin undantekning. ^yrst ber að nefna, að á síðustu þrjátíu árum hafa farið fram urnfangsmiklar brautryðjendarannsóknir á íslenskum stjórn- málum. Þegar kennsla hófst í stjórnmálafræði við Háskóla ís- ^nds skorti fræðilegar rannsóknir á flestum grundvallarþátt- um íslenskra stjórnmála. Kennarar og nemendur urðu að byrja frá grunni. Smám saman hefur þekkingarforðinn í land- inu aukist og áherslan á rannsóknir hefur sífellt farið vaxandi. Núna vitum við miklu meira en áður um íslenskar ríkisstjórnir, Alþingi, opinbera stjórnsýslu, stjómmálaflokka og hagsmuna- samtök, almenningsálit og kosningar, fjölmiðla, alþjóða- og ör- yggsmál, Evrópusamvinnuna og kvótakerfið svo dæmi séu nefnd. Verkefnin eru engu að síður næg og rannsóknum verð- ur enn betur sinnt á næstu árum þegar kennurum í stjórn- málafræði fjölgar og framhaldsnám í greininni eflist. Það skiptir líka verulegu máli að sá stóri hópur sem hefur lokið prófum í stjórnmálafræði við Háskóla íslands hefur gert sig gildandi á mörgum sviðum íslensks þjóðlífs. Margir úr þessum hópi starfa á fjölmiðlum og við önnur upplýsingastörf af marg- víslegu tagi. Vaxandi hópur íslenskra sérfræðinga á sviði al- þjóðasamskipta kemur úr röðum stjórnmálafræðinga og á það m.a. við um starfsmenn utanríkisþjónustunnar og þann sí- stækkandi hóp íslendinga sem vinnur hjá alþjóðlegum stofnun- um. Margir stjórnmálafræðingar gegna mikilvægum störfum í opinberri stjórnsýslu. Dg hin seinni ár hefur þeim mjög farið fjölgandi sem Ijúka prófum í stjórnmálafræði og ganga til star- fa á hinum fjölbreytilegustu sviðum í einkageiranum. Fyrir rúmum þrjátíu árum var stjórnmálafræði ekki til á íslandi. Vöxtur greinarinnar síðan er með ólíkindum - hvort sem litið er á nemendafjölda, rannsóknir, eða almennan sess stjórnmála- fræðinga í þjóðlífinu. Á slíkum tímum er gaman að vinna við stjórnmálafræði. Ólafur Þ. Harðarson, pófessor í stjórn- málafræði og forseti Félagsvísindadeildar Háskóla íslands íslenska leiðin • íslensk stjórnmálafræði á 25 ára afmæli félagsvísindadeildar Bls. 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íslenska leiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.