Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 7

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 7
verja þá en ekki gert. Staðreyndin er sú að samningurinn vink- ar eins og honum var ætlað og engin merki þess að hann muni ekki gera það í framtíðinni. Það er því mikilvægt að menn reyni að vanda umræðuna þannig að hún leiði fram kosti og galla Evrópu- sambandsins en byggi hana ekki á upphrópunum og oft frem- ur illa ígrundaðri óskhyggju um að hægt sé að semja sig frá öll- um göllum sambandsins en hirða bara góðu bitana. Finnst þér að Framsóknarflokkur og Samfylkingin hafi tekið af skarið í Evrópuumræðunni ? Vissulega hefur verið nokkur umræða um þessi mál innan þessara flokka. Sama gildir um aðra flokka og ýmis félaga- samtök s.s. atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. En hvorki Samfylkingin né Framsóknarflokkurinn hafa sett aðildar- umsókn á oddinn sem stefnumál og því vart hægt að tala um sérstakt frumkvæði þessara flokka í málinu. Hvernig líst þér á Evruna ? Er þetta gjaldmiðill framtíðarinnar ? Það er full snemt að kveða upp úr um hver framtíð evrunnar verður. Það er þó Ijóst að hingað til hefur gjaldmiðillinn ekki stað- ið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. Gengi hans hefur endurspeglað vantrú alþjóða fjármálamarkaðarins á getu aðildaríkja Evrópusambandsins til aó auka hagvöxt. Einnig er vandinn sá að til þess að evran nái að styrkja sig í sessi þarf að knýja fram aukinn efnahagslegan og pólitískan samruna sam- bandsins, nokkuð sem er ekki auðvelt viðfangs sérstaklega í Ijósi fyrirhugaðrar stækkunar sambandsins í austur. Ég á þó von á því að þegar seðlar og mynt verða komin í umferð, muni það vera til þess fallið að auka traust á evrunni í viðkomandi löndum. Það kunna að verða einhverjir byrjunarörðugleikar, en það er þýðing- armikið að þessi áfangi heppnist vel. Hvað okkur íslendinga varðar þá er mikilvægt að hafa í huga að evran verður ekki tekin upp sem gjaldmiðill án þess að þjóðin gangi fyrst í Evrópusambandið. Sem stendur er enginn póli- tískur vilji fyrir slíku að mínu mati. Mér er það einnig mjög til efs að það þjóni hagsmunum íslands aó taka upp evruna sem okk- ar gjaldmiðil. Gengi evrunnar endurspeglar efnahagslegar aó- stæður í stærstu ríkjum sambandsins, einkum Frakklandi og Þýskalandi. Við verðum að horfast í augu við að það er ekki alltaf sami taktur í efnahagslífinu hér á landi eins og t.d. á megin- landi Evrópu. Það er allt eins líklegt að sú staða komi upp að hag- vöxtur sé mikill hjá þessum þjóðum á meðan við þyrftum t.d. að fást við aflabrest og verðlækkun á erlendum mörkuðum. Við stæðum þá frammi fyrir því að gengi gjaldmiðilsins okkar væri að styrkjast á sama tíma og hagkerfið væri að veikjast. Það sér hver maður hvaða ósköp þetta gætu þýtt fyrir þjóðina. Hlutverk NATO hefur breyst allnokkuð eftir lok kalda stríðsins. Hver er staöa okkar og hvaða hlut- verki gegnum við í þessu nýja bandalagi ? Þó að hlutverk bandalagsins hafi tekið nokkrum breytingum þá hefur engin breyting orðið á eðli þess né mikilvægi. Það er nú jafnt sem áður mikilvægt að vestrænar lýðræðisþjóðir hafi sín á milli traust varnarbandalag og tryggi þannig öryggi og frið. Að- ildin að NATO er mjög mikilvæg fyrir ísland og hefur reynst þjóð- inni heilladrjúg þau 52 ár sem liðin eru frá stofnun sambands- ins. Eftir að kaldastríðinu lauk þá hefur NATO tekist á hendur ný verkefni og hefur ísland tekið þátt í þeim. Þetta á einkum við um friðargæslu á Balkanskaga, sem ísland hefur tekið þátt í og nú hyggjast stjórnvöld auka verulega getu íslands til að ieggja af mörkum til friðargæsluverkefna. EIMSKIP Islenska leiðin • I aðdraganda landsfundar Bls. 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.