Íslenska leiðin - 01.10.2001, Page 11
Starfshættir smáríkia innan
^Baldur Pórhallsson
Inngangur
Mikið álag er á stjómsýslu aðildarríkja Evrópusambandsins og
efasemdir hafa verið um getu smáríkja til að taka virkan þátt í
ákvarðanatöku sambandsins. Markmið þessarar greinar er að
varpa Ijósi á það hvernig smáríki starfa innan ESB til að tryggja
hagsmuni sína.
Vinnubrögð stjórnsýslu smáríkja í málefnum tengdum ESB
eru mjög frábrugðin vinnubrögðum stjómsýslu staerri ríkja.
Þennan veigamikla mun á starfsháttum smærri og stærri
ríkja í ESB má að stórum hluta skýra út frá stærð og einkenn-
um stjórnsýslu ríkjanna. Þetta á bæði við hvað varðar stefnu-
mótun innan stjómsýslunnar sem og starfshætti hennar inn-
an ESB.
Aðildarríki ESB skiptast í tvo hópa eftir stærð ef litið er til fjög-
urra áhrifabreyta: Fólksfjölda, þjóðarframleiðslu, stærð land-
svæðis og stjómsýslu ríkjanna. Tíu ríki af fimmtán teljast til
smáríkja og fimm til stærri ríkja. Ríki sem teljast vera smá-
ríki eru: Lúxemborg, írland, Danmörk, Svíþjóð, Finnland, Austur-
ríki, Belgía, Portúgal, Grikkland, og Holland. Ríki sem teljasttil
þeirra stærri eru Þýskaland, Bretland, Frakkland, Ítalía og
Spánn.1
Stjórnsýsla smáníkja
Forgangsröðun
Smáríki forgangsraða markvisst þeim málum sem þau beina
sjónum sínum að innan ESB. Stjórnsýslan beitir öllum sínum
kröftum í þeim málum þar sem beinir hagsmunir landsins lig-
gja og tekur virkan þátt í ákvarðanatökuferlinu. í málum þar
sem ekki er um beina hagsmuni að ræða reynir stjórnsýslan
ekki að hafa áhrif og tekur mjög takmarkaðan þátt í ákvarðana-
tökuferlinu. Stærri ríkin reyna hins vegar að hafa áhrif á öll mál
ón tillits til þess hvort þau hafa beinna hagsmuna að gæta eða
ekki.
Tvennt skýrir forgangsröðun smáríkja innan ESB: Annars veg-
ar eru þau neydd til að forgangsraða þar sem stjórnsýsla þeir-
ta ræður ekki við allt það umfang sem aðild felur í sér. Stjórn-
sýsla smáríkis getur einfaldlega ekki tekið virkan þátt í öllu
sem fram fer innan sambandsins á árangursríkan og skilvirk-
en hátt. Hins vegar geta smáríkin leyft sér að forgangsraða
þar sem þau hafa færri hagsmuna að gæta innan sambands-
ins en þau stærri. Þetta kemur til vegna einsleitara hagkerfis
Q9 samanþjappaðra hagsmuna.
Öformleg vinnubrögð
Starfshættir stjórnsýslu smáríkja einkennast af óformlegri
vinnubrögðum en tíðkast innan stjórnsýslu stærri ríkja. Starfs-
nnenn smáríkja hafa þurft að sveigja frá hinu formlega skipu-
lagi stjórnsýslunnar til að sinna þeim fjölmörgu málum sem
ESB aðild krefst á tilsettum tíma. Þetta er einkum raunin þar
sem aðildarríki ESB hafa ekki breytt í veigamiklum atriðum
skipulagi stjórnsýslunnar, það er skipurit og vinnuferli eru
nnjög áþekk þeim sem voru til staðar áður en til aðildar kom.
Smáríki hafa leyst aukið álag á stjórnsýsluna með því að taka
ákvarðanir í auknum mæli á óformlegum fundum, með símtöl-
um og tölvupósti. Smæð stjórnsýslunnar gerir þeim betur
kleift að taka upp óformleg vinnubrögð þar sem starfsmenn
eru líklegri til að þekkja hvern annan en innan stærri stjórn-
sýslu og treysta hver öðrum í meira mæli.
Starfsmenn stjórnsýslu stærri ríkja eru bundnir af hinu form-
lega skipulagi stjórnsýslunnar og hafa mjög takmarkað svig-
rúm til að bregða frá því. Allar ákvarðanir verða að fara upp hið
píramítalaga stjórnskipulag þar til hægt er að taka hina form-
legu ákvörðun á þar til gerðum stað. Það tíðkast t.d. ekki innan
stjórnsýslu stærri ríkja að sendifulltrúar í Brussel hafi beint
samband við deildarstjóra, ráðuneytisstjóra eða ráðherra sem
taka lokaákvarðanir. Pað er hins vegar algengt innan smærri
stjórnsýslu sérstaklega ef bregðast þarf skjótt við.
Hlutverk sendifulltrúa í Brussel
Hlutverk sendinefnda smáríkja í Brussel er mun viðameira en
sendinefnda stærri rfkja. Smáríkin nýta sendifulltrúana sína í
meira mæli en þau stærri til að sækja fundi innan ólíkra mála-
flokka innan ESB. Þeir taka einnig virkan þátt í stefnumótun
ráðuneyta í Evrópumálum. Sendifulltrúar stærri rfkjanna taka
hins vegar engan þátt í hinu formlega stefnumótunarferli þar
sem innan stærri ríkjanna er skýr verkaskipting milli deilda í
ráðuneytum sem móta stefnu landsins og sendifulltrúanna í
Brussel.
Pátttöku sendifulltrúa smáríkja í stefnumótun má skýra með
fámenni stjórnsýslunnar. Smáar stjórnsýslur þurfa á sendi-
fulltrúunum að halda við stefnumótun þar sem þeim leyfist ekki
sá munaður að hafa eins skýra verkaskiptingu á milli deilda í
ráðuneytum og tíðkast hjá stærri ríkjum. Smáríki reyna einnig
að nýta sér til framdráttar að sendifulltrúar ríkjanna í Brussel
hafa oftast bestu heildaryfirsýnina yfir þau málefni sem verið
er að glíma við innan ESB hverju sinni. Sendifulltrúarnir eru því
kallaðir á formlega og ófomnlega fundi til að móta stefnu ríkis-
ins og semja þar að auki fyrir hönd þess innan ESB.
Stuðningur við sendinefndir
Sendifulltrúum smáríkja finnst að þeim vanti meiri stuðning,
þ.e.a.s betri upplýsingar og skýr markmið frá ráðuneytum í öðr-
um málum en þeim sem snerta grundvallarhagsmuni ríkisins
beint. Þeir þurfa að finna eigin leiðir til áhrifa innan samband-
ins þar sem fyrirmæli að heiman eru af skornum skammti.
Ráðuneyti og undirstofnanir þeirra hafa ekki yfir þeim mann-
afia og fjármunum að ráða til að takast á við öll þau málefni sem
upp koma innan ESB. Pað er því algengt að fulltrúar smáríkja
fari á fundi innan ESB án nokkurra fyrirmæla úr viðkomandi
Baldur Pórhallsson, Dr. f stjórnmálafræði og
skorarformaður Stjórnmálafræðiskorar
Háskóla íslands.
Islenska leiðin • Starfshættir smáríkja innan ESB Bls. 11