Íslenska leiðin - 01.10.2001, Page 13

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Page 13
þau á upplýsingum frá framkvæmdastjórninni að halda til að geta tekið afstöðu þar sem þau verja ekki tíma stjórnsýslunnar til að afla gagna. Smáríkin minna framkvæmdastjórnina einnig sífellt á það málamiðlunarhlutverk sem hún gegnir innan ESB og krefjast þess iðulega að framkvæmdastjórnin miðli málum milli stærri og smærri ríkja ef upp kemur ágreiningur. Ef litið er til stærri ríkja sambandsins eru þau miklu líklegri til að reyna að hrekja upplýsingar og tillögur framkvæmdastjórnarinnar þar sem þau hika ekki við að lenda í átökum við hana telji þau þess þörf. Samskipti stærri ríkjanna og framkvæmdarstjómarinnar ein- kennast því í meira mæli af árekstrum meðan að samvinna ein- kennir samstarf smáríkjanna og framkvæmdastjórnarinnar. Stærri ríki njóta þess að sjálfsögðu að hafa fleiri atkvæði innan ráðherraráðsins en þau smærri. En margirþættirfámennisins koma hins vegar smáríkjum til góða eins og þegar hefur kom- ið fram. Það er t.d. oft mun hagkvæmara fyrir framkvæmda- stjórnina að „kaupa" stuðning smáríkis en stórs. Það er mun ódýrara að auka mjólkurkvóta á írlandi en Ítalíu og byggða- styrkir til Þortúgals eru líklegir til að kosta mun minna en byggðastyrkir til Spánar. Smáríki eru því á margan hátt vel til þess fallin að vinna með framkvæmdastjórninni enda hefur það sýnt sig að þau eru ötulustu talsmenn þess að framkvæmda- stjómin haldi því valdi sem hún hefur og missi það ekki eins og tillögur stærri ríkja hafa oft hljóðað upp á. Lokaorð Smáríki taka virkan þátt í málum þar sem um bein hagsmu- namál þeirra er að ræða innan ESB. Þau eru hins vegar óvirk í málum þar sem þau hafa ekki beinna hagsmuna að gæta. Stærri ríki eru ætíó virk innan sambandsins þar sem þau reyna að hafa áhrif á flest ef ekki öll mál sem fjallað er um innan ESB. Stærð og einkenni stjómsýslu ríkjanna skýrir að verulegu leyti þennan mun en smáríki hafa ekki bolmagn til að sinna á virkan hátt öllu því sem fram fer innan sambandins. Kostir lítillar stjórnsýslu eru hins vegar margir og einkenni hennar hafa gert smáum ríkjum kleift að takast á við Evrópusambandsaóild á skilvirkan og árangursríkan hátt. Smáríkin hafa ekki þurft að endurskipuleggja vinnubrögð og skipulag stjómsýslu sinnar. Þau hafa hins vegar markvisst reynt að stuðla að óformlegri vinnubrögðum og nánara samstarfi innan stjórnsýslunnar og á milli stofnana ríkisins til að stuðla að hraðari og skilvirkari ákvarðanatöku. 1 Þessi grein byggir á doktorsritgerð höfundar sem fjallar m.a. um starfshætti stjórnsýslu smáríkja innan ESB. FRJÁLSLYNDIFLOKKURINN I o IHl.liliAI VI WKIWI \ ro RTTiCIS FÁKAFENI 11 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 553 1170 íslenska leiðin • Starfshættir smáríkja innan ESB Bls. 13

x

Íslenska leiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.