Íslenska leiðin - 01.10.2001, Síða 18
aö kalla til liðs við sig sérfróða einstaklinga sem hafa tekið að sér
að fjalla um álitamál sem snerta hin ýmsu svið Evrópusamvinn-
unnar og eru niðurstöóur þeirra kynntar í fundaröð sem nú
stendur yfir. Niðurstöður höfunda verða síðan gefnar út í vetur.
í skýrslum höfundanna eru skilgreind hugsanleg samnings-
markmið íslendinga og þau álitamál sem upp gætu komió ef
kemurtil umsóknar aðildar að ESB.
Skylda stjornmálaflokka
Það er skylda stjórnmálaflokkanna að standa þannig að verki að
við séum tilbúin að bregðast við breyttum heimi á skömmum
tíma. Heimurinn bíður ekki eftir þeim sem standa kyrrir heldur
þurfum við að vera á sífelldri hreyfingu til að veróa um ókomna
framtíð í fremstu röð í samfélagi þjóóanna. Möguleikar lítillar og
velmenntaórar þjóðar sem býr að ríkulegum náttúruauðlindum
eru óendanlegir ef vel er á haldið og við látum hina öru þróun
ekki fram hjá okkur fara. Það er óábyrg afstaða stjórnmála-
manna og flokka að neitast að horfast í augu við nýja tíma. Á því
fá komandi kynslóðir að kenna. Qkkar er að standa vörð um hag
þeirra og skila þeim samfélagi sem er ekki einungis byggilegt
heldur augljós kostur ungu fólki sem hefur heiminn að fótum
sér.
Viðfangsefni nútímasamfélaga ná langt yfir landamæri ríkj-
anna og því verður að takast á við þau á alþjóóavettvangi. Til að
mynda eru umhverfismál málaflokkur sem ríkin geta ekki ver-
ið einráó um. íslensk stjórnvöld geta - því miður - ekki ákveðið það
ein og sér að ekki verði mengun á íslandi. Framlag íslendinga til
margra mikilvægra málaflokka gæti verið langtum meira með
nánara samstarfi við Evrópusambandið. Þetta á einnig við um
hinn alþjóðlega fjármálamarkað, en breytingar á þeim markaði
geta haft afgerandi áhrif á íslenskt efnahagslíf. Svona mætti
lengi telja. Spurningarnar eru fjölmargar og brýnt að leita
svara við þeim með ábyrgum hætti.
Sjálfur tel ég að kostirnir við aðild að Evrópusambandinu geti
reynst þyngri á metunum en gallarnir, að því tilskildu að íslend-
ingar einir nýti fiskimiðin. Niðurstöður einnar af Evrópuskýrsl-
um Samfylkingarinnar benda eindregið f þá átt vegna reglu Evr-
ópusambandsins um nauðsynlega veiðireynslu aðlldarríkja og
framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála Evrópusambandsins
staðfesti að svo verði í samtali við Morgunblaðið síðastliðið vor. í
skýrslunni eru færð sannfærandi rök að því að ESB-aðild myndi
styrkja íslenskan sjávarútveg. Helstu niðurstöður þeirrar
skýrslu sem lýtur að langmikilvægasta málaflokknum, sjávar-
útvegsmálum, þegar kemur að umræðum um aðild að Evrópu-
sambandinu er að aðild að Evrópusambandinu væri minna
skref en inngangan í evrópska efnahagsvæðið var á sínum tíma
og að flest bendi til þess að núverandi sjávarútvegsstefna ESB
sé íslendingum hagstæð.
írska dæmið
í skýrslunni er talið líklegt að ríkt tillit yrði tekið til okkar í ráð-
herraráðinu og að nálægðarreglan, þar sem leitast er við að
leysa öll mál á lægsta mögulega stjórnstigi, ynni einnig með
okkur. Tillögur að samningsmarkmiðum eru m.a. aó enginn að-
gangseyrir verði greiddur í formi veiðiheimilda, að mikilvægi ís-
lensks sjávarútvegs og sérstaða hans og íslensks hafsvæðis
yrði viðurkennd, að áfram verði byggt á veiðireynslu aðildarríkj-
anna við úthlutun aflaheimilda, ísland fengi framkvæmdastjóra
sjávarútvegsmála ESB, komið verði í veg fyrir kvótahopp og
sömuleiðis að verðmæti veiða fari úr landi þannig að útgerðarfyr-
irtæki hafi raunveruleg og sterk tengsl við efnahag fslands t.d.
Bls. 18 Endalokum sögunnar skotið á frest • íslenska leióin
með því að landa meirihluta af aflanum hérlendis og velta hagn-
aði veiðanna í gegnum íslenskt efnahagslíf. Sjávarútvegsmálin
eru mikilvægust fyrir okkur íslendinga í hugsanlegum aðildarvið-
ræðum. Hafi skýrsluhöfundar rétt fyrir sér aukast líkumar á
því að íslendingar hefji aðildarviðræður við Evrópusambandinu á
næstunni. Brýnt er því á næstu árum að ná sátt og samstöðu
á meðal þjóðarinnar um samningsmarkmið í slíkum viðræóum.
Ég deili ekki með ýmsum gömlum félögum mínum hræðslu
þeirra við að fullveldi þjóðarinnar skerðist við aðild, eða hvar eru
dæmin um hinar undirokuðu smáþjóðir innan Evrópusam-
bandsins? frland er eitt skýrasta dæmið um afdrif Iftillar þjóð-
ar innan þess. frland var framundir lok 20. aldarinnar meðal
fátækustu þjóða Evrópu, einsog lýst er með dramatískum
hætti í nýþýddri bók Frank McCourt, Ösku Angelu. Nú er öld-
in önnur og írland komió í hóp þeirra ríkustu. írska efna-
hagsundrið hefur vakið aðdáun um víða veröld og er það einkum
rakið til inngöngu íra í Evrópusambandið og umbyltingar í
menntamálum, í bland við ýmsa gjörbreytta þjóðfélagshætti
sem fleyttu landinu í fremstu röð.
Einhverntímann hefði það þótt saga til næsta bæjar að írland
ætti eftir að nálgast Bretland í þjóðartekjum og velsæld. Lífsskil-
yrði þessara tveggja nágranna voru gjörólík en árið 1996 sigl-
di írland fram úr Bretlandi í þjóðarframleiðslu og hagvöxtur er
þar meiri og er þó blússandi velgengni f bresku efnahagslífi
eftir að jafnaðarmenn tóku viö völdum. Fátæktin og vesöldin á
írlandi áttu sér ýmsar augljósar skýringar. Þar ríkti hafta-
stefna í efnahagsmálum og kúgun innan samfélagsins, ofurá-
hersla var lögð á landbúnað sem aðalatvinnuveg þjóðarinnar og
lítil sem engin sókn var í nýjum greinum fram eftir öldinni.
Nú er samfélag írskra gjörbreytt og innganga írlands íEvrópu-
sambandið árið 1973 olli straumhvörfum í þjóðfélaginu. Evrópu-
sambandsaðildin hleypti nýju lífi í landið og veitti því tækifæri til
framkvæmda ýmsar nauðsynlegar efnagsumbætur og opna
hagkerfið út á við. Á þrjátíu árum tvöfaldaðist útflutningurinn og
með skattaívilnunum löðuðu þeir að fjölda erlendra fjárfesta
sem skilaði þeim miklum hagvexti. Sem dæmi má nefna að írar
eru stórveldi í hugbúnaðarframleióslu og framleiða um helming
af öllum viðskiptahugbúnaði í Evrópu og um 40% af einkatölvu-
hugbúnaði. Þá má nefna að hinni írsku hagsæld hafa fylgt auk-
in alþjóðleg áhrif og virðing sem meðal annars koma fram f ná-
inni samvinnu stjórnanna í Dyflinni og Lundúnum að lausn
hinna hörmulegu átaka á Norður-írlandi. Margt er með öðrum
hætti á íslandi og eyjunni grænu. Dæmi hinnar stoltu smáþjóð-
ar sem þar býr hlýtur þó að vekja athygli okkar.
Forðumst einangrunarhyggju
Það er eðlilegt að við íslendingar, sem urðum ekki fullgild þjóð
meðal þjóða fyrr en fyrir fimm áratugum rúmum, förum gæti-
lega við alþjóðlegar skuldbindingar, sérstaklega vegna þess að
á fyrri áratugum lýðveldistímans ollu utanríkismál miklum og
erfiðum deilum í landinu. Slík varkárni má þó ekki leiða til ein-
angrunarhyggju.
Þegar rætt er um utanríkismál mega málefni þriðja heimsins,
þróunarlandanna, aldrei gleymast. Þar búa ýmsir hinna
minnstu bræðra og það er okkar að veita þeim lið meðan þeir
brjótast til bjargálna. Fáar þjóðir hafa lifað aðra eins fátækt og
við íslendingar öldum saman og því þekkjum við flestum þjóðum
betur hve erlend aðstoð skiptir miklu til að fá hjól hins heilbrigða
mannlífs til að snúast á ný. Enginn er eyland og skylda okkar
við fátækustu þjóðir heims eru miklar og ríkar. íslendingar hafa