Íslenska leiðin - 01.10.2001, Síða 20
Hagsmunir launafólks
Halldór Grönvold
Alþýðusamband íslands hefur skilgreint það sem eitt af helstu
viðfangsefnum sínum næstu misserin, að hafa frumkvæði í Evr-
ópuumræðunni og stuðla að því að spurningin um aðild að Evr-
ópusambandinu og skilgreining á samningsmarkmiðum kom-
ist fyrir alvöru á dagskrá hér á landi. Þessi markmiðssetning
ASÍ er byggð á tveim forsendum. Það er mat ASÍ að Evrópusam-
vinnan og aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu hafi skilaó ís-
lensku launafólki miklum réttarbótum á síðustu árum. Þá er
virk þátttaka íslands í samstarfi á Evrópuvísu líkleg til að færa
launafólki hér á landi frekari ávinninga í næstu framtíð. Það er
jafnframt mat Alþýðusambandsins að það fjari hratt undan EES
samningnum sem núverandi samstarf hvílir á. Verði ekkert að
gert er líklegt að draga muni úr þessu samstarfi í framtíðinni
og ísland jafnvel verða vióskila við Evrópusamvinnuna, til mikils
tjóns fyrir launafólk og samfélagið allt.
Áherslur evrópskrar verkalýðshreyfingar
Evrópsk verkalýóshreyfing hefur alla tíð gert kröfu um að Evr-
ópusamvinnan hvíldi á tveim stoðum. Að samhliða sameiginlega
markaðnum með aukinni samkeppni og frjálsræði í viðskiptum
fylgdi félagsleg þróun sem miðaði að því að bæta kjör og treysta
réttindi launafólks og allra íbúa Evrópu. Að aukið samstarf Evr-
ópuþjóða hefði þannig ekki síðurfélagsleg og pólitísk markmið en
vióskiptaleg.
Með samstarfi verkalýðshreyfingarinnar og pólitískra banda-
manna hafa mikilvægir sigrar unnist á Evrópuvísu. Félags-
málayfirlýsing 11 aðildarlanda Evrópubandalagsins um grund-
vallarrétttindi launafólks frá árinu 1989 markaði mikilvæg
tímamót í þessum efnum. Þar var viðurkennt að aukin sam-
vinna í Evrópu yrði aö fela í sér félagsleg markmið og að samhliða
auknu viðskiptafrelsi yrði að treysta grundvallarréttindi launa-
fólks. Að öðrum kosti gæti aldrei orðið sátt um víðtækt samstarf
Evrópuríkjanna. Á grundvelli félagsmálayfirlýsingarinnar var
samþykkt fjölþætt aðgerðaáætlun sem miðuðu að því að treysta
réttarstöðu og réttindi launafólks með markvissum aðgerðum á
ýmsum sviðum. Með félagsmálayfirlýsingunni, sem síðar var
felld inn í stofnskrá ESB, var lagður grunnur að þróun félags- og
vinnumarkaðsmála á Evrópuvísu til þessa dags. Samhliða hefur
samstarfið á þessu sviði verið útfærtfrekar og nýir þættir kom-
ið til.
Evrópusamvinnan og íslenskt launafólk
Það er óumdeilt að samningurinn um Evrópska efnahagssvæð-
ið hefur þjónað hagsmunum íslands vel frá því að hann tók gildi
í upphafi árs 1994. Þá verða áhrifin af Evrópusamvinnunni og
þátttöku íslands á vinnumarkaðinn og bætta réttarstöðu launa-
fólks stöðugt Ijósari. Með samningnum fylgdu margháttaóar
réttarbætur fyrir launafólk, einkum á sviði vinnuverndar, auk
jafnréttismála og vinnuréttar almennt. Frá því samningurinn
var gerður hefur orðið frekari þróun í þessa átt og ekki sér fyr-
ir endann á henni. Þannig má segja að íslenskt launafólk hafi
með réttarbótunum hér á landi á undanförnum árum verið að
njóta ávaxtanna af starfi og sameiginlegum árangri evrópskr-
ar verkalýðshreyfingar.
Hér verða aðeins nefnd fáein dæmi um árangurinn fyrir ís-
lenskt launafólk.
Á sviði almenns vinnuréttar hafa verið settar reglur sem tryg-
gja rétt starfsmanna til að fá ráðningar- og starfskjör sín stað-
fest með skriflegum hætti. Réttur starfsmanna við gjaldþrot
fyrirtækja hefur verið treystur umtalsvert. Sett hafa verið lög
um rétt starfsmanna til upplýsinga- og samráðs og ákveðinn-
ar verndar gagnvart hópuppsögnum og aðila- eða eigenda-
skiptum af fyrirtækjum. Þá hafa verið setta almennar reglur
um rétt starfsmanna fjölþjóðlegra fyrirtækja til upplýsinga- og
samráðs. Hér á landi stendur fyrir dyrum að staðfesta reglur
um réttindi launafólks sem sent er til starfa erlendis, starfs-
fólks í hlutastörfum og sem er með tímabundna ráðningar-
samninga. Þá eru á Evrópuvísu í deiglunni reglur sem tryggja
eiga þorra launafólks rétttil upplýsinga og samráðs.
Á sviði jafnréttismála hafa jafnréttistilskipanir ESB og dóma-
framkvæmd á Evrópuvísu treyst réttarstöðu kvenna á vinnu-
markaði. Þá var Evrópusamningur um foreldraorlof og tilskip-
un með efni hans með öðru grunnur að nýjum lögum um fæð-
ingar- og foreldraorlof hér á landi sem eru með merkustu lög-
gjöf á vinnumarkaði hér á landi um langt skeið.
Bættur aðbúnaður og vinnuvernd starfsmanna er það svið
vinnumarkaðarins, þar sem Evrópusamvinnan hefur haft víð-
tækust áhrif hér á landi. Vinnutímatilskipun ESB sem skilgrein-
ir rétt starfsmanna til daglegrar- og vikulegrar lágmarkshvíld-
ar og hámarksvinnutíma hefur mikið verið rædd, enda Ijóst að
hún mun hafa mikil og varanleg áhrif hér á landi. Þá má nefna
rammatilskipun ESB um vinnuvernd, tilskipun um vinnuvernd
barna og unglinga og aðra um vinnuvernd þungaðra kvenna. Til-
skipanir um skjávinnu, öryggismerkingar á vinnustöðum, ör-
yggisbúnað og hvernig handleika á byrðar er dæmi um vinnu-
verndarreglur sem teknar hafa verið upp hér á land á grund-
velli EES samningsins. Þar við bætist mikill fjöldi tæknilegra
reglna sem hafa sama tilgang.
Hér er ótalið öflugt og vaxandi samstarf Evrópuríkja á sviði
menntamála sem hefur skilað launafólki og atvinnulífinu mörg-
um nýjum tækifærum.
Ólíkir hagsmunir - ólík viðhorf
Borið hefur á gagnrýni frá samtökum atvinnurekenda hér á
landi á vaxandi fjölda reglna á sviði vinnumarkaðar á Evrópu-
vísu. Fullyrt er að þær dragi úr sveigjanleika á vinnumarkaði,
auki kostnað fyrirtækja og geti jafnvel leitt til vaxandi atvinnu-
leysis hér á landi. Á þessum forsendum hafa atvinnurekendur
tHalldór Grönvold, vinnumarkaðsfræðingur og
skrifstofustjóri Alþýðusambands íslands.
Bls. 20 Hagsmunir launafólks og Evrópusamstarfið • Islenska leiðin