Íslenska leiðin - 01.10.2001, Síða 22

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Síða 22
Ahersla aukió samráð Gústaf Adolf Skúlason Evrópumálin eru einn þeirra málaflokka sem fjallað er um í Áherslum atvinnulífsins, stefnuyfirlýsingum Samtaka atvinnu- lífsins frá aðalfundi samtakanna í maí sl. Reifaðir eru ýmsir kostir og gallar hugsanlegrar aðildar fslands að ESB, en SA telja mikilvægt að stuðla að upplýstri umræðu um þennan um- fangsmikla málaflokk og að stjórnvöld og hagsmunasamtök hefjist handa við skilgreiningu samningsmarkmiða íslands vegna hugsanlegrar aðildarumsóknar að ESB. Á vettvangi SA eru einmitt að hefjast umræður um slík samningsmarkmið, þ.e. á hvaða atriði bæri að leggja mesta áherslu í hugsanlegum við- ræðum um aðild. Samhliða þessu leggja samtökin áherslu á mikilvægi þess að tryggja eins og kostur er að EES-samningur- inn haldi gildi sínu og virkni gagnvart íslandi. í því skyni er meó- al annars brýnt að efla samráð við einstök aðildarríki ESB og EFTA, að ógleymdum þeim ríkjum sem nú eiga í aóildarviðræð- um við Evrópusambandið. þyrfti til dæmis að hljóta samþykki þjóðþinga allra aðildarríkj- anna. Svonefnt fiskimjölsmál er dæmi um nauðsyn öflugs samráðs vió einstök aðildarríki ESB, í Ijósi aukins vægis stofnana sem óháð- ar eru samráðsferli EES-samningsins við mótun reglna á innri markaðnum. Þá er fyrirhuguð stækkun ESB tilefni til aukins samráðs við væntanleg aðildarríki og kynningar á eðli EES-samn- ingsins og íslenskum áhersluatriðum. Ljóst er að stækkunar- ferli ESB gerir þetta starf sífellt þyngra í vöfum fyrir ríki sem standa utan sambandsins. Loks er umfang Evrópusamstarfs- ins og mikilvægi ýmissa óformlegra tengsla slíkt að leggja ber aukna áherslu á stöðugleika í starfsmannahaldi íslenska sendi- ráðsins í Brussel. Þátttaka íslands í Schengen-samstarfinu er í þessu sambandi sérstakt fagnaðarefni, en hún eflir óformleg- ar jafnt sem formlegar samskiptaleiðir íslands við ESB. Samningurinn um evrópskt efnahagssvæði hefurverið íslensku efnahagslífi gríðarlega mikilvægur. Markmið samningsins er að tryggja frjálst flæði vöru, fjármagns, þjónustu, fólks og undan- farin ár hefur hann tryggt íslendingum greiðari aðgang, en þó ekki óheftan, að sínum mikilvægustu mörkuóum. Þá hefur hann stuðlað að ýmsum jákvæðum breytingum á lagaumhverfi ís- lensks atvinnulífs og tryggt okkur þátttöku í ýmsum evrópsk- um samstarfsverkefnum, t.d. á sviói rannsókna og þróunar og á sviði menntamála. Breyttar aðstæður Aðstæður hafa breyst mikið frá gildistöku EES-samningsins. EFTA-stoðin hefur veikst með inngöngu Austurríkis, Finnlands og Svíþjóðar í Evrópusambandið, og vægi EFTA-ríkjanna í utan- ríkissamskiptum ESB er hverfandi. Fyrirhuguð stækkun ESB þýðir um leið stækkun EES. í því kunna að felast tækifæri vegna nánara samstarfs við ný aðildarríki og stækkunar innri mark- aðarins. Vió stækkun ESB falla hins vegar fríverslunarsamning- ar okkar við nýju aðildarríkin úr gildi. Reynslan hefur því mióur sýnt að ESB bætir þá skerðingu markaðsaðgangs ekki nema að takmörkuðu leyti. Stækkun ESB mun enn minnka vægi EFTA-hlutans í EES og at- hygli aðildarríkja og stofnana ESB í auknum mæli færast frá hagsmunum EFTA-ríkjanna. Þá hefur veruleg þróun átt sér stað innan ESB á sviðum sem EES-samningurinn nær ekki til, t.d. á sviði atvinnumála. Þessi þróun getur dregið úr því sam- ræmi innan EES sem að var stefnt. Aukið vægi stofnana ESB sem óháðar eru samráðsferli EES-samningsins, einkum ráð- herraráðsins og Evrópuþingsins, getur orðið til þess að minnka enn áhrif EFTA-ríkjanna á þróun EES-reglna, sem ekki eru mik- il fyrir. Loks getur hugsanleg innganga Noregs í ESB, eða sívax- andi bein samskipti Norðmanna við ESB, haft veruleg áhrif á trúverðugleika og rekstrarþátt EFTA-hliðar EES-samningsins. Efling samráðs við einstök aðildarríki Til þess að EES-samningurinn geti áfram gegnt hlutverki sínu þarf að bregðast við þessari þróun. Formleg breyting á EES- samningnum er tæpast möguleiki í stöðunni, en slík breyting Kostir og gallar ESB-aðildar Með aðild að ESB yrðu íslendingar meðal annars aðilar að tolla- bandalagi sambandsins og niður félli tollur á ýmsum smærri afurðum sem ekki fékkst fullt tollfrelsi fyrir í EES. Þá fengju ís- lendingar beinan aðgang að ákvarðanatöku og aukna möguleika til áhrifa á mál sem varða ísland með beinum hætti. Þannig yrði farið með fullveldið sameiginlega með öðrum aðildarríkjum ESB. Mjög skiptar skoðanir eru þó um raunveruleg áhrif íslendinga innan sambandsins ef til aðildar kæmi. Þá gæti aðild orðið til að draga frekar úr sveigjanleika íslensks vinnumarkaðar, hvað varðar samningssvið sem standa utan EES-samningsins. Myntbandalagið Um næstu áramót tekur evran við sem daglegur gjaldmiðill í tólf ríkjum Evrópusambandsins. Að líkindum verður hún fljótt einnig alls ráðandi í Danmörku vegna fastgengisstefnu Dana, jafnvel þótt þeir taki engar nýjar ákvarðanir um gjaldeyrismál sín. Jafnframt kann að fara svo að evran nái einhverri fótfestu í Bretlandi, til dæmis vegna samstarfs á fjármagnsmarkaði o.fl. Þessi þróun getur gerbreytt allri stöðu íslendinga á skömmum tíma og telja Samtök atvinnulífsins tímabært að hefja undirbúning viðbragða og aðgerða, en fyrirsjáanlegt er að á næstu árum muni íslensk fyrirtæki í vaxandi mæli nota evr- una í daglegum viðskiptum. Aðild að Myntbandalaginu er að forminu til háð aðild að ESB, þótt fræðilega væri hægt að semja um aukaaðild léói ESB máls á því. Aðild myndi að öllum líkindum hafa í för með sér breytingu á vaxtakjörum, en íslensk fyrirtæki geta ekki til lengdar búið við hærri vexti en tíðkast í helstu viðskipta- og samkeppnislöndum. Viðskiptakostnaður myndi lækka innan myntsvæðisins, óvissa og gjaldeyrisáhætta í viðskiptum minnka að sama skapi og lík- Gústaf Adolf Skúlason, MSc. í alþjóðastjóm- málum, forstöðumaður stefnumótunar- og samskiptasviðs Samtaka atvinnulífsins. Bls. 22 Áhersla á aukið samráð • Islenska leiðin

x

Íslenska leiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.