Íslenska leiðin - 01.10.2001, Side 24
Þótt ofmælt sé, að lífið sé saltfiskur og allt umfram þaó aóeins
dnaumaringl, eins og segir í Sölku Völku Kiljans, skipta fiskveið-
ar íslendinga miklu meina máli en flesta eða jafnvel alla aðna
Vesturlandamenn.Við höfum ekki efni á að gera sjávarútveg að
þurfaling eins og sumar aðrar þjóðir hafa gert. Við verðum að
styðjast við hann í stað þess að styðja hann. Sennilega var það
þessi nauðsyn, sem knúði íslendinga til að marka hagkvæmari
fiskveiðistefnu en grannþjóðirnar hafa fylgt. f þessari grein ætla
ég að lýsa stuttlega skipulagi fiskveiða á íslandsmiðum, svo-
nefndu kvótakerfi, bera það saman við skipulag fiskveiða í Evr-
ópusambandinu og leita svars við þeirri spurningu, hverju sjáv-
arútvegsmál breyti um framtíðarsamskipti okkar við Evrópu-
sambandið.
Myndun kvótakerfisins
Eftir síldarævintýri viðreisnaráranna hvarf síldin af íslandsmið-
um, svo að lagtvarblátt bann við öllum síldveiðum til 1975, þeg-
ar þær voru aftur teknar upp, en í litlum mæli. Þá var í fyrsta
skipti úthlutað aflahlutdeild [kvóta) á íslensk skip. Ákveðinn var
leyfilegur hámarksafli úr síld á vertíð eftir ráðleggingum fiski-
fræðinga, og þessum afla var jafnað út á síldveiðibátana, sem
fengu hverjafnan hlut. Þetta vareðlilegt, þarsem bátarnirvoru
svipaðir að stærð og veiðireynsla þeirra svipuð. Fljótlega kom f
Ijós, að frjálst framsal aflahlutdeildar á milli skipa gæti verið
hagkvæmt, og var það leyft 1979. Svipað fyrirkomulag var tek-
ið upp í loðnuveiðum á sama tíma. Má segja, að þetta kvótakerfi
í veiðum uppsjávarfiska, síldar og loðnu, hafi verið eitt hið fyrsta
sinnar tegundar í heiminum.
í veiðum botnfisks, aðallega þorsks, var fyrst farin önnur leið,
takmarkanir á sókn frekar en afla. Ákveðinn var leyfilegur há-
marksafli á vertíð eftir ráðleggingum fiskifræðinga, en skipum
síðan leyft að veiða eins og þau vildu og gátu, þangað til komið var
upp að þessum hámarksafla. Aðgangur að íslandsmiðum var
með öðrum orðum takmarkaður meó fjölda leyfilegra veiðidaga,
svonefndra skrapdaga, og hlaut kerfið nafnið skrapdagakerfi.
Úr varð kostnaðarsamt kapphlaup. Útgerðarmenn fjárfestu í
mikilvirkari veiðarfærum og betri skipum í því skyni að hirða sem
mest af aflanum, áður en veiðar væru stöðvaðar á hverri vertíð.
Aðalatriðið var að moka sem mestu upp á sem skemmstum
tíma án tillits til kostnaðar. Það, sem einn maður hirti ekki í dag,
hirti annar á morgun. Óveiddur fiskur var útgerðarmanninum
tapaður.
Árið 1983 var orðið Ijóst, að skrapdagakerfið í botnfiskveiðum,
sem þá hafði verið reynt í sex ár, var óhagkvæmt. Nokkrir þeir
útgerðarmenn, sem næstir voru gjöfulustu botnfiskmiðunum
[Vestfirðingar], vildu þó halda í kerfið: í kapphlaupi hefur sá for-
skot, sem næstur er markinu. Þrátt fyrir andstöðu þeirra var
samþykkt að skipta um kerfi, taka upp beinar aflatakmarkanir,
svipað kerfi í botnfiskveiðum og reynst hafði prýðilega í veiðum
uppsjávarfisks. Sá meginmunur var að vísu á botnfiskveiðum
og veiðum uppsjávarfiska, að flotinn í botnfiskveiðum var settur
saman úr afar ólíkum einingum, allt frá risastórum frystitog-
urum niður í litlar trillur. Það var því ekki að búast við sömu sátt
um upphaflega úthlutun aflahlutdeildar og í veiðum uppsjávar-
fisks. Hafa smábátaeigendur fram á þennan dag margir
barist gegn kerfinu. Sú meginregla var sett, að miðað skyldi við
veiðireynslu. Ákveðinn var leyfilegur heildarafli samkvæmt ráð-
leggingum fiskifræðinga og honum skipt á skip í hlutfalli við veið-
ar þeirra næstu þrjú ár á undan. Ekki leið á löngu, þangað til
aflahlutdeildin varð framseljanleg og óbfmabundin, og frá árs-
byrjun 1991 hefur slíkt kerfi verið í öllum veiðum nytjafiska á ís-
landsmiðum.
Eðli kvótakerfisins
Kvótakerfið var ráð við þeim vanda, sem til hefur orðið á tuttug-
ustu öld í fiskveiðum um allan heim vegna sífellt fullkomnari
veiðitækni. Hann er, að fiskurinn í sjónum ertakmarkaður. Ef að-
gangur að fiskimiðum er ótakmarkaður, þá er hins vegar litið á
fiskinn sem ótakmörkuð gæði og allt of mikið veitt af honum.
Tímabilið 1945-1983 hafði flotinn á íslandsmiðum stækkað
miklu hraðar en heildaraflinn. Þetta merkti, að íslendingar kost-
uðu allt of miklu til veiðanna. Tvö skip voru að sækja afia, sem
nægt hefði að nota eitt til að landa. Undirrót vandans var, að
enginn eignarréttur var á fisknum í sjónum ólíkt gæðum á landi
eins og jörðum og kvikfénaði. Ástæðan til þess, að sauðahjarðir á
íslandi eru ekki í útrýmingarhættu ólíkt fílahjörðum í Afríku, er
sú, að sauðir eru í einkaeign. Þeir eru merktir einstökum mönn-
um. Þessir menn gæta þeirra, hirða um þau. Ástæðan til þess,
að ekki er beitt meira á jarðir en þær þola, er, að þessar jarðir
eru í einkaeign. Þær eru girtar af, einhverjir eiga þær, bera
ábyrgð á þeim.
□Idum og árþúsundum saman hafði hafið verið opið svæði og öll-
um heimilt að nýta gæði þess. Einstaklingar höfðu ekki getað
merkt sér fiska né girt af einstök svæði. Gæði hafsins, aðallega
fiskistofnar, voru því gæði án hirðis, án eiganda. Þegar þjóðir
heims færðu út fiskveiðilögsögur sínar á áttunda áratug 20.
aldar, íslendingar flestum öðrum fyrr, árið 1975, var hins veg-
ar miklum hluta hafsins skipt upp á milli ríkja, sem urðu fyrir
vikið ábyrg fyrir nýtingu gæða hvert innan sinnar lögsögu. Á ís-
landi hélt þessi þróun áfram. Fyrst höfðu íslendingar í raun girt
af 200 mílna fiskveiðilögsögu, lýstyfir því, að þetta 700 þúsund
ferkílómetra svæði væri þeirra og engra annarra. Síðan höfðu
þeir úthlutað einstaklingsbundnum nýtingarréttindum til út-
gerðaraðila, eigenda fiskiskipa, í hlutfalli við veiðireynslu þeirra. Á
þann hátt urðu útgerðaraðilarnir ábyrgir fyrir nýtingu gæðanna.
Þeir eignuðust hlut í þessum gæðum.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson-prófessor
í stjórnmálafræði og rithöfundur
Bls. 24 Fiskveiðistefna íslendinga og Evrópusambandsins • íslenska leiðin