Íslenska leiðin - 01.10.2001, Page 25
Með kvótakerfinu í sjávarútvegi var komist eins nálægt því að
nýta kosti einkaeignarréttar og unnt er við aðstæður á hafinu.
Fiskar hafsins eru á fleygiferð og virða engin landamæri. Erfitt
er líka eða ókleift að girða af einstök hafsvæði. Þess vegna eru
staðbundin eignaréttindi óraunhæf, að minnsta kosti við núver-
andi tækni, hvað sem síðar kann að verða. Framseljanlegir,
ótímabundnir og einstaklingsbundnir aflakvótar eru réttindi til
að nýta tiltekið hlutfall af tilteknum stofni. Þeir eru hagkvæmir
af þremur ástæðum. f fyrsta lagi tryggir frjálst framsal þeirra,
að þeir flytjast smám saman í frjálsum viðskiptum í hendur þeir-
ra, sem best kunna með þá að fara. í öðru lagi fara handhafar
þeirra að hugsa um hámarksarð gæðanna til langstíma, ef þeir
ráða yfir varanlegum réttindum til nýtingar þeirra. Þeir hætta
að vera skammsýnir, fara að skipuleggja veiðarnar skynsam-
lega. í þriðja lagi veldur sú staðreynd, að kvótarnir eru einstak-
lingsbundnir, því, að einstakir menn bera ábyrgð hver á
sinni nýtingu. Menn geta einbeitt sér að því að koma kostnaði
við veiðarnar niður í lágmark. Samkeppnin hættir að vera kepp-
ni um að veiða sem flesta fiska á sem skemmstum tíma og
verður keppni um að veiða tiltekinn fjölda fiska á sem ódýrast-
an hátt.
Fiskveiðistefna Evrópusambandsins
Með útfærslu fiskveiðilögsögu einstakra ríkja í 200 mílur var
stórt skref stigið í þá átt að skilgreina eigendur, hirði, ábyrgðar-
aðila, gæslumenn að gæðum hafsins. En Evrópusambandið
steig síðan stórt skref aftur á bak, þegar það markaði fiskveiði-
stefnu sína [Common Fisheries Þolicy, CFÞ). Það kaus að líta á
fiskveiðilögsögur aðildarríkja sinna sem eina heild, sem gilda
ættu sömu reglur um og stjórna beint eða óbeint frá höfuð-
stöðvum Evrópusambandsins. Með þessu var verið að steypa
því saman, sem hefði einmitt átt að skipta frekar upp. Til dæm-
is eru fiskveiðar ólíks eðlis undan tveimur ströndum Skotlands.
Á austurströndinni, við Norðursjó, hefði kvótakerfi eins og hið ís-
lenska verið eðlilegt, en á vesturströndinni mætti skilgreina
svæðisbundin réttindi í höndum samtaka veiðimannanna. Ann-
að dæmi er fiskveiðar í lögsögu Spánar. Þær skiptast á þrjú haf-
svæði, undan norðurströndinni, í Miðjarðarhafi og sunnan af
Spáni, og hefði hvert svæði átt að eignast sína hirði, útgerðarfé-
lög og veiðimannasamtök, eftir efnum og ástæðum.
Ráðamenn Evrópusambandsins virðast ekki gera nægilega
strangan greinarmun á óheftum aðgangi að mörkuðum, sem
er æskilegur, enda neytendum til góðs, og óheftum aðgangi aó
auðlindum, sem er óæskilegur því að hann leiðir jafnan til ofnýt-
ingar. Auðlindum á að skipta upp, eftir því sem kostur er á, og
finna að þeim eigendur, svo að nýting þeirra verði sem hag-
kvæmust.
Fiskveiðistefna Evrópusambandsins er líka sjálfri sér ósam-
kvæm. Annars vegar er reynt að stuðla að nýsköpun og þróun
með styrkjum, hins vegar er reynt að auðvelda úreldingu flota
Evrópusambandsríkjanna, sem allir eru sammála um, að séu
allt of stórir. Þótt þessar aðgerðir vinni hvor gegn annarri, leg-
gst kostnaðurinn af þeim saman og er skattgreiðendum þung
byrði. Heildarkvótar í einstökum stofnum hafa verið ákveðnir
nneð margvíslegum hrossakaupum stjórnmálamanna og emb-
ættismanna. Ekki hefur heldur verið nægt samstarf á milli
stjórnvalda og hagsmunaaðila, en einn helsti kostur íslenska
kerfisins er einmitt, að þarfara sérhagsmunir útgerðarmanna
[hámarkshagnaður af auðlindinni til langs tíma litið] saman við
almannahagsmuni (viðunandi gæslu og ávöxtun auðlindarinn-
ar]. Enginn ágreiningur er um það, að fiskveiðistefna Evrópu-
sambandsins er óskynsamleg, enda á að endurskoða hana árið
2002. Eflaust verður þá reynt í meira mæli en nú er að nýta
kosti einkaeignarréttar í þeirri ófullkomnu mynd, sem kvóta-
kerfi í fiskveiðum er. Hollendingar hafa raunar um árabil úthlut-
að hlut sínum í heildarkvótum í Norðursjó sem framseljanleg-
um, ótímabundnum aflahlutdeildarkvótum. En íslendingar
geta varla hætt á að leggja fjöregg sitt í hendur mannanna í
Brussel, þar sem rödd smáríkisins hljómar eins og hvísl og
rödd stórveldanna, sérstaklega Frakklands og Þýskalands,
eins og öskur.
Endurskoðun kvótakerfisins
Að sjálfsögðu er kvótakerfið íslenska ekki fullkomið. Megingall-
arnir á því eru, að hætt er við brottkasti (þar sem smáfiskurinn
er ekki eins verðmætur og fiskur af venjulegri stærð], að fram-
salið er ekki að fullu frjálst (til dæmis eru allir kvótar bundnir við
skip, en geta ekki gengið kaupum og sölum einir sér] og að nýt-
ingarréttur útgerðarmanna er ekki verndaður nægilega, svo að
óvissa er innan sjávarútvegs um framtíðina. Minnka mætti
brottkastið með því að úthluta tvenns konar kvótum í
fisktegundum, þar sem þess gætir, öðrum fyrir smáfisk, hin-
um fyrir stærri fisk. Þá myndu veiðimenn ekki sjá sér hag í að
kasta brott afla, nema kostnaðurinn af því að flytja hann f land
væri hærri en næmi verðmæti aflans. Enn fremur væri mjög til
bóta að gera framsal kvótanna að fullu frjálst, óbundið við skip.
En mestu máli myndi skipta að treysta sem best nýtingarrétt-
indi útgerðarmanna, svo að þau líktust venjulegum eignarétt-
indum. Enn eiga hin fornu sannindi við: Það, sem allir eiga, hirð-
ir enginn um, og menn fara betur með eigið fé en annarra.
En umræður á íslandi núast nú því miður ekki um þessa galla
og hvernig bæta megi úr þeim. Hópur menntamanna, sérstak-
lega nokkurra prófessora í Háskóla íslands, en líka áhrifamik-
illa blaðamanna, hefur haldið uppi römmum áróðri gegn íslensk-
um útgerðarmönnum, sem þeir kalla oftast sægreifa. Þessir
áróðursmenn vilja leggja á sérstakan auðlindaskatt, sem þeir
kalla að vísu veiðigjald, með þeim rökum að ríkið eigi fiskistofn-
ana. En skökku skýtur við. Sömu mennirnir og hafa allt á horn-
um sér um stjórnmálamenn, vilja ólmir stækka tekjustofna rík-
isins og bæta þannig við eyðslueyri stjórnmálamanna! Sömu
mennirnir og mæra markaðskerfið í ræðu og riti, vilja skyndi-
lega sameignarrétt á einni helstu auðlind okkar íslendinga!
Virðast stjómvöld ætla að láta undan þessu fólki og leggja slíkt
gjald á, þótt því sé lofað, að það verði hóflegt.
íslendingar eiga ekki erindi í Evrópusambandið
Hvað sem því líður, eiga íslendingar að svo stöddu ekkert erindi
í Evrópusambandið. Þeir hafa samið við Bandaríkin um ábyrgð á
öryggi landsins, ólíkt sumum öðrum smáríkjum Evrópu, sem
búa óþægilega nálægt voldugum ríkjum með misjafna sögu.
Gengju íslendingar í Evrópusambandið, myndu þeir hafa sára-
lítil eða nánast engin áhrif á stefnu þess og starfsemi. Þar eð
íslendingar eru rík þjóð, myndu þeir þá Kka þurfa að greiða miklu
meira til Evrópusambandsins en þeir myndu þiggja frá
því. Og síðast, en ekki síst, geta íslendingar ekki tekið áhættuna
af fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, þótt vonir standi til, að
hún komist í skynsamlegra horf á næstu árum. íslendingar
þurfa ekki auðlindaskatt eða aðild að Evrópusambandinu, heldur
eiga þeir að nýta sér aðstöðuna hér úti í miðju Norður-Atlants-
hafi með aðgangi að stórum mörkuóum austan hafs og vestan.
Ef ríkið lækkar skatta myndarlega á fyrirtæki, þá kann fjöldi er-
lendra aðila að flytja fjármagn sitt og fyrirtæki til íslands, og að
minnsta kosti myndi það mjög örva íslenskt atvinnulíf til dáða.
íslenska leiðin • Fiskveióistefna íslendinga og Evrópusambandsins Bls. 25