Íslenska leiðin - 01.10.2001, Page 28
Þau kveða á um að skip verði að uppfylla a.m.k. eitt eftirtalinna
atriða til að geta fengið úthlutað kvóta í Bretlandi:
Skip verður að landa a.m.k. helmingi af afla í breskri höfn.
Meirihluti áhafnar verður að vera búsettur á Bretlandi.
Meirihluti veiðiferða verða að vera stundaðar frá Bretlandi eða
sýna verður fram á efnahagsleg tengsl með oðrum hætti, t.d.
með blöndu af þessum þremur skilyrðum.
Nýju lögin hafa verið í gildi frá 1. janúar 1999. í skýrslu, sem
unnin var af þingnefnd neðri deildar breska þingsins [House of
Commons] og gefin út 27. júlí 1999, segir að of snemmt sé að
meta áhrif laganna en samt séu „merki þess að kvótahopps-
skipum hafi fækkað" og „komi til með að fækka töluvert á næstu
tveimur árum". í þættinum Aldarhvörf, sem var á dagskrá Rík-
issjónvarpsins þann B. nóvember 2000, staðfesti Elliot Morley,
sjávarútvegsráðherra Bretlands, að „kvótahoppið" væri alls ekk-
ert vandamál.
Nokkrar staðreyndir varðandi „kvótahopp“
Eins og fram hefur komið höfðu bresku lögin, sem sett voru árið
1988, afdrifaríkar afleiðingar fyrir bresk-spænsk útgerðarfyrir-
tæki. Það er nokkur kaldhæðni fólgin í því að þessi bresk-spæn-
sku skip voru aóallega að falast eftir lýsingi og langhverfu;
hvort tveggja mikils metnar tegundir á Spáni en Bretar hafa
aftur á móti haft takmarkaðan áhuga á þessum tegundum.
Lýsingur er gríðarlega eftirsóttur á matarborði Spánverja og
stendurfyrir um 70% af heildarfiskneyslu þeirra. Hann veiðist
víða í fiskveiðilögsögum ríkja Evrópusambandsins og Spánverj-
ar eiga, ólíkt Bretum, langa og ríka veiðihefð hvað varðar þessa
tegund. Þegar Evrópusambandið færði efnahagslögsögu sína
út í 200 sjómílur árið 1977 urðu Spánverjar að hverfa frá
mörgum af sínum hefðbundnu lýsingsmiðum.2 Til þess að kom-
ast á þessi hefðbundnu mið gerðu Spánverjar skip sín út undir
breskum fánum og öllum stóð á sama. Það kann að hljóma ein-
kennilega en er engu að síður staðreynd að þessu framtaki
Spánverja var vel tekið af breskum yfirvöldum. Breski sjávarút-
vegsráóherrann veitti skipunum veiðileyfi glaður í bragði og fagn-
aði þessum frumherjum. Þetta var fyrir tíma kvótakerfis. Eftir
1983, þegar sjávarútvegsstefna ESB tók á sig þá mynd sem
hún hefurídag, þurftu Spánverjarað kaupa skip sem áðurvoru
í eigu Breta. Flest þessara skipa lágu bundin við bryggju með
veiðileyfi. Má því segja að „kvótahoppsvandi" Breta hafi að hluta
til verið heimatilbúinn. Fyrir tilstuðan þrýstihópa í Bretlandi,
Frakklandi og á írlandi var „kvótahoppið" gert að pólitísku máli
á vettvangi Evrópusambandsins. Þrýstihóparnir voru ósparir
á yfirlýsingar og töluðu um „innrás Spánverja". Það hefur löng-
um þótt þægileg undankomuleið að kenna öðrum um órækt í
eigin garði. Þannig hafa Bretar kennt Spánverjum um nánast
allt sem miður hefur farið í breskum sjávarútvegi og sakað þá
um að virða ekki leikreglur greinarinnar. f skýrslu, sem unnin
var af þingnefnd neðri deildar breska þingsins og vitnað var í
hér að ofan, kemur fram að þessar ásakanir eru ekki á rökum
reistar heldur sé um að ræða reyfarakenndan sálfræðihernað
af hálfu Breta. í skýrslu um „kvótahopp" sem unnin var við há-
skólann í Rortsmouth kemur fram að öllum breskum skipum
sé heimilt að sigla með afla. Árið 1996 var um 30% af kvóta
Breta landað erlendis. Uppistaðan kom frá skipum sem ekki
eru „kvótahopparar" og einungis 3,5% var landað á Spáni. Það
er því augljóst að „kvótahoppið" er ekki ástæða þess að fiski er
landað utan Bretlands. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niður-
stöðu að „kvótahoppið" sé ekki efnahagslegt vandamál heldur
sé um pólitískt og þjóðernislegttilfinningamál að ræða.
Eftir að ný lög um efnahagsleg tengsl gengu í gildi í Bretlandi
þurfa t.d. bresk-spænsk eða bresk-hollensk útgeróarfyrirtæki að
Bls. 28 „Björgum breska fiskinum"! • íslenska leiðin
semja við bresk stjórnvöld og hagsmunahópa um hvernig þau
ætla að uppfylla skilyrðin sem sett eru í lögunum.3
Sameiginlega stefnu eða ekki?
Eins og áður sagði hefur sjávarútvegsstefnan verið umdeild og
dæmi eru um þrýstihópa sem berjastfyrir því aö sjávarútvegs-
mál verði alfarið færð til aðildarríkjanna. Aðildarríkin myndu þá
einhliða ákveða hámarksafla innan lögsögu sinnar og hverjir
hefóu rétt til veiða þar. Á Bretlandi eru t.d. starfandi samtök
sem hafa þetta að markmiði og beita fyrir sig slagorðinu „björg-
um breska fiskinum" (Save Britain's Fish]. Þessi stefna hljóm-
ar göfuglega í eyrum íslendinga sem háðu harða baráttu við
breska heimsveldið í þorskastríðunum. Það er hins vegar mikil
einföldun á flóknu úrlausnarefni að halda því fram að öll vanda-
mál Breta í sjávarútvegi myndu heyra sögunni til við það eitt að
þeir gætu tekið einhliða ákvarðanir um ofangreind mál. Samt
sem áður sá breski íhaldsflokkurinn sér leik á borði og tók upp
slagorðið „björgum breska fiskinum" í aðdraganda síðustu kosn-
ingabaráttu. William Hague, þáverandi leiðtogi flokksins, lýsti
því yfir að kæmist flokkurinn til valda yrði farið alla leið í þessu
máli. íhaldsmenn gáfu hins vegar mjög misvísandi svör þegar
á þá var gengið og krafist skýringa á hvað fælist í yfirlýsingunni
og slagorðinu. Ýmist vartalað um að gera Bretland alfarið óháð
sjávarútvegsstefnunni eða að vinna ætti að endurbótum á
henni. íhaldsmenn urðu fyrir harðri gagnrýni, m.a. frá George
MacRae, ritara samtaka skoskra fiskframleiðenda, og Alex
Smith, leiðtoga skoskra sjómanna. Gagnrýnin beindist m.a. að
því að íhaldsmenn færðu ekki sannfærandi rök fyrir því hvernig
þeir ætluðu að segja skilið við sjávarútvegsstefnuna eina og sér
en standa að öðru leyti innan sambandsins. Þeir gátu heldur
ekki sýnt fram á með sannfærandi hætti að slík ráðstöfun yrði
breskum sjávarútvegi til hagsbóta. Úrsögn myndi ekki fjölga
fiskunum í sjónum, Eftir sem áður þyrftu Bretar að semja við ná-
granna sína í Evrópusambandinu og Norðmenn um nýtingu
sameiginlegra fiskistofna og gagnkvæman aðgang að lögsög-
um. Það er mjög mikilvægt fyrir Breta að samkomulag ríki um
þessi atriði. Evrópusambandið og sameiginleg sjávarútvegs-
stefna í einhverri mynd virðist vera besti vettvangurinn til að
semja um þessi mál. Það hefur a.m.k. ekki tekist að sýna fram
á annað með afgerandi hætti. Niðurstaðan er því sú að slagorðið
„björgum breska fiskinum", og það sem það stendurfyrir, bygg-
irá og höfðartil þjóðernistilfinningar en ekki til heilbrigðrarskyn-
semi. John Shepheard, prófessor við haffræðimiðstöð háskól-
ans í Southampton, telur það mikla einföldun að kenna sameig-
inlegu sjávarútvegsstefnunni alfarið um ófarir sjávarútvegsins
og hnignun fiskistofna. Þvert á móti heldur hann því fram að
sameiginleg stefna sé eina von sjávarútvegsins; allar tilraunir
í þá veru að stjórna nýtingu fiskistofna í Norðaustur-Atlantshafi
með einhliða aðgerðum strandríkja sé dæmd til að mistakast.
Slíkt fyrirkomulag yrði ávísun á stjórnlausar veiðar og hruna-
dansinn yrði stiginn til enda. Þráttfyrir að tilkoma sjávarútvegs-
stefnunnar hafi á sínum tíma verið liður í pólitískri refskák er al-
veg Ijóst að aðstæóurnar eins og þær eru núna kalla á sam-
vinnu ríkja á milli. Ef sameiginleg sjávarútvegsstefna hefði ekki
komið til á sínum tíma hefði verið óhjákvæmilegt að stofna til
hennar seinna.
f nýlegri skýrslu, sem unnin var af nefnd á vegum efri deildar
breska þingsins (House of Lords] kemur fram hörð gagnrýni á
sjávarútvegsstefnuna. Þar segir að stefnan hafi ekki náð því
grundvallarmarkmiði sínu að tryggja sjálfbæra nýtingu fiski-
stofna og að afrakstursgeta þeirra sé ekki í neinu samræmi við
afkastagetu fiskiskipaflotans. Þetta sé staöreynd þrátt fyrir
margítrekaðar viðvaranir og ráðleggingar vísindamanna um aó
draga úr sókn í stofnana. Athyglisvert er að þrátt fyrir þessa