Íslenska leiðin - 01.10.2001, Side 31

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Side 31
I öðru lagi benda þeir á að í gegnum tíðina hafi engin fylgni ver- ið milli íslensku hagsveiflunnar ag hagsveiflu evrusvæðisins. Þeir benda einnig á að orsakir hagsveiflna hafi verið allt aðrar á íslandi en á evrusvæóinu þar sem íslenska hagsveifian hafi að stærstum hluta ráðist af sveiflum f viðskiptakjörum. Niðurstaða þeirra er því að ísland uppfylli ekki annað skilyrði kenningarinnar fyrir upptöku evrunnar. Þvert á móti benda niðurstöður þeirra til þess að fljótandi gengi sé heppilegasta gengisstefnan fyrir krónuna þar sem sú stefna geri hagkerfinu auðveldar en ella að takast á við sveiflur í ytri aðstæðum. í þriðja lagi benda þeir á að þótt raunlaun hafi verið sveigjanleg í gegnum tíðina sé ólíklegt að þau haldi áfram að vera það ef verðstöðugleiki festist í sessi til langframa á íslandi. Þar að auki komast þeir að þeirri niðurstöðu að flæði vinnuafls til og frá land- inu sé ekki nægjanlegt til þess aó unnt sé aó segja að ísland uppfylli þriðja skilyrði kenningarinnar um hagkvæm myntsvæði fyrir upptöku evrunnar. Að teknu tilliti til þessara þriggja þátta komast Már og félagar [2000] að þeirri niðurstöðu að ísland sé ekki vel til þess fallið að taka upp evruna.3 Gagngrýni á kenninguna um hagkvæm myntsvæði Kenningin um hagkvæm myntsvæði hefur verið gagnrýnd á marga lund og jafnvel verið nefnd „einn af lágpunktum peninga- málahagfræði eftir seinna stríð" (Buiter, 2000]. Það er nú kannski of djúpt í árinni tekið. En ófullkomin er hún. Ein alvarleg- asta brotalömin við kenninguna er að hún tekur ekki tillit til þeir- ra breytinga sem innganga í myntsvæðið orsakar á hagkerfinu sem inn gengur. Ásgeir Jónsson hefur í nokkrum greinum í Vísbendingu reynt að leggja mat á þessar breytingar (Ásgeir Jónsson, 2000a,b,c). Mikilvægasta framlag þessara greina er ef til vill sú ábending að fyrsta skilyrði kenningarinnar um hagkvæm myntsvæði missi að miklu leyti marks vegna þess að það tekur ekki tillit til ábatans við upptöku evrunnar sem felst í greióari aðgangi að mörkuðum evrusvæóisins. Einn af Akkelisarhælum lítilla hag- kerfa á jaðrinum er að aógangur þeirra að mörkuðum stærri hagkerfa er takmarkaður á ýmsa lund. Einn mikilvægasti tak- markandi þátturinn er gjaldmiðillinn sem eykur áhættu milli- landaviðskipta til muna. Ásgeir líkir myntsamvinnu við þjóðveg milli landa þar sem hindrunum, svo sem gengisáhættu, er rutt úr vegi. Lagning hraðbrauta skiptir litlu máli fyrin þá sem búa hlið við hlið. Beinir og breiðir vegir skipta hins vegar miklu máli fyrir þá sem búa í fjarlægð, hvort sem vegalengdimar eru mældar í landfræðilegum skilningi eða sem bil á milli menning- arheima. Reynslurannsóknir benda til þess að gjaldmiðill lands sé veru- leg viðskiptahindrun. Þannig eru til dæmis viðskipti héraða í Kanada sem eiga landamæri að Bandaríkjunum margfalt minni vió nágranna sína sunnan landamæranna en viðskipti þeirra við önnur héruð innan Kanada sem þó eru mun fjær landfræðilega [Engel og Rogers, 199B). Rannsóknir Frankel og Rose (2000) benda til þess að myntbandalag hafi jákvæð áhrif á viðskipti milli landa sem aftur hafi jákvæð áhrif á hagvöxt. Niðurstöður þeirra benda til þess að viðskipti milli landa þrefald- ist vió að ganga í myntbandalag og að þessi aukning viðskipta leiði til aukins hagvaxtar sem nemur um þriðjungi aukningarinn- ar. Að þeirra mati eru þetta sterkustu rökin fyrir inngöngu í myntbandalag. Ásgeir fjallar einnig um stöðu íslands með tilliti til þess hvort ís- lenska hagkerfið og hagkerfi evrusvæðisins sveiflist í takt. í því sambandi bendir hann á tvennt. í fyrsta lagi að líklega verða sveiflur í sjávarútvegi mun minni í framtíðinni en í fortíðinni þar sem nú sé sókn stjórnað og sótt í fleiri stofna en áður. Þær kröppu sveiflur sem dundu á hagkerfinu á síóustu 50 árum heyri þvf líklega sögunni til. í öðru lagi bendir hann á að á síðustu 10 árum hafa orðið til virkir fjármagnsmarkaðir hér á landi. Þá er búið að gefa fjármagnsflutninga til og frá landinu frjálsa. Með þessu hefur að stórum hluta verið skorið á það sterka samband sem forðum var milli útflutningstekna og almennrar eftir- spurnar hér á landi. Því er líklegt að íslenska hagsveiflan muni í framtíðinni eiga upptök sín á eftirspumarhlið hagkerfisins í mun meira mæli en áður var. Segja má aó fyrsta dæmið um þessa þróun sé núverandi uppsveifla. Að svo miklu leyti sem hagsveiflur eiga upptök sín í þeirri peningamálastefnu sem hagkerfið býr við leiðir myntsamruni til þess að hagkerfið sveifl- ast í auknum mæli í takt við önnur svæði þess myntsvæðis sem það gengur í. Þar að auki benda rannsóknir Frankel og Rose [1998, 2000) til þess að hagsveiflur landa verði samhverfari eftir að þau ganga í myntbandalag þar sem viðskipti milli þeirra aukast. Sú skoðun margra að ósveigjanleiki vinnumarkaðarins á íslandi verði vandamál ef við tökum upp evruna er ekki heldur sérlega sannfærandi. Eitt af einkennum ósveigjanlegs vinnumarkaðar er hátt atvinnuleysisstig. Atvinnuleysi á íslandi hefur alltaf ver- ið lágt. Reyndar var því lengi vel markvisst haldið lágu af stjóm- völdum. Það hélt samt sem áður áfram að vera lágt á síðasta áratug þrátt fyrir að stefna stjórnvalda tæki algerum stakka- skiptum. Þar að auki sýnir reynsla síðustu ára að vinnuafl getur flætt til og frá landinu í mun meira mæli og mun hraðar en áður vartalið. Fjármálastöðuleiki Á undanfömum misserum hefur umræða um efnahagsmál á íslandi litast annars vegar af gríðarháum viðskiptahalla lands- ins og hins vegar af miklum sveiflum í gengi krónunnar. Skipt- ar skoðanir eru um hvort viðskiptahallinn er sjálfbær, þ.e. til kominn vegna arðbærrar fjárfestingar og réttmætra vænt- inga um hækkandi framtíðartekjur landsmanna, eða ósjálfbær vegna of mikillar bjartsýni neytenda og þeirrar fölsku öryggis- kenndar sem vikmörk fyrri gengisstefnu Seðlabankans kunna að hafa veitt einhverjum fjárfestum. Þetta er hins vegar ekki mikilvægasta spurningin varðandi viðskiptahallann. Mikilvæg- asta spurningin er með hvaða hætti hann lækkar í jafnvægi. Mun það gerast án vandkvæða þegar eftirspumarhlið hagkerf- isins kemst í jafnvægi eða mun það leiða til fjármálakreppu?4 Viðskiptahalli er eðli málsins samkvæmt alltaf fjármagnaður með innflæði erlends fjármagns. Sá mikli viðskiptahalli sem við höfum búið við undanfarin ár hefur gert okkur háð stöðugu inn- streymi erlends fjármagns. Ef þetta innstreymi hætti skyndi- lega myndi það hafa verulega áhrif á gengi krónunnar og gæti leitttil fjármálakreppu. Gengi krónunnar hefur raunar nú þeg- ar lækkað um 25% á 12 mánuðum. Sú lækkun endurspeglar þá staóreynd að erfiðara hefur reynst að afla erlends fjármagns til þess að fjármagna viðskiptahallann á undanfömum mánuð- um en það var fyrr í uppsveiflunni. Á undanförnum árum hefur komió betur og betur í Ijós að flæói fjármagns milli landa getur tekið örum breytingum. Slíkar breytingar geta haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þau hag- kerfi sem eiga í hlut. Nýleg dæmi um fjármálakreppur í Suð- Islenska leiðin • Hvers vegna evru ? Bls. 31

x

Íslenska leiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.