Íslenska leiðin - 01.10.2001, Qupperneq 32

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Qupperneq 32
austur-Asíu, Suður Ameríku og Rússlandi sýna þetta glöggt. Á hinn bóginn er afskaplega mikilvægt fyrir lítið hagkerfi eins og það íslenska að hafa aðgang að erlendu fjármagni. Aðgangur að erlendu fjármagni gerir landinu kleift að skera á samtíma- tengslin milli þjóðartekna og þjóðarútgjalda. Hann gerir okkur því kleift að eyða meiru en við öflum þegar þjóðartekjur okkar eru af einhverjum sökum óvenju lágar og einnig þegar við væntum þess að þær hækki hratt í framtíðinni. Hann gerir okkur einnig kleift að spara meira en við fjárfestum þegar þjóðartekjur okkar eru óvenju háar og þegar fjárfestingartækifæri erlendis eru tímabundið vænlegri en fjárfestingartækifæri hér innanlands. Með öðrum orðum gerir aðgangur að erlendu fjármagni okkur kleift að búa við jafna og stöðuga aukningu þjóðarútgjalda [neyslu] þótt þjóðartekjur séu óstöðugar. Af þessum sökum er mikilvægt fyrir litla þjóó eins og okkur ís- lendinga að geta stundum haft viðskiptahalla og stundum við- skiptaafgang. f heimi frjálsra fjármagnsflutninga geta lönd með eigin mynt ekki nýtt sér kosti þess að búa við tímabundinn við- skiptahalla til fulls þar sem slíkur halli getur valdið miklum sveiflum í gengi gjaldmiðils landsins sem aftur getur stefnt stöðugleika fjármálakerfisins í hættu. Viðskiptahalli er því þjóó- hagslegt vandamál í ríkjum sem hafa eigin mynt. Viðskiptahalli svæðis gagnvart öðrum svæðum innan myntsvæð- isins sem það tilheyrir er þvert á móti ekki þjóðhagslegt vanda- mál. Þegar, til dæmis, New York borg býr við viðskiptahalla gagnvart öðrum svæðum innan Bandaríkjanna þýðir það ein- faldlega að einstaklingar og fyrirtæki í New York eru að safna skuldum annars staðar í Bandaríkjunum. Slík þróun getur vita- skuld valdið vandræðum ef fyrirtækin geta síðan ekki staðið í skil- um og erfiðleikar þeirra geta haft óbein neikvæð áhrif á svæðið í heild. Þessi áhrif eru hins vegar smámunir miðaó við þau nei- kvæðu ytri áhrif sem viðskiptahalli getur haft á íslandi. Ekki þarf annað en ótta erlendra fjárfesta um stöóu einstakra fyrirtækja á íslandi til þess að gengi krónunnar lækki. Slík lækkun hefur bein neikvæð áhrif á alla þá sem skulda í erlendri mynt. Hún hefur einnig bein áhrif á alla þá sem standa í inn- og útflutningi. Loks hefur hún bein áhrif á landsmenn alla með því að hækka verð innflutts varnings. Þessi beinu áhrif, sérstaklega þau fyrstu, geta leitt til gríðarlegra búsifja og jafnvel fjár- málakreppu. HEIMILDIR: Ásgeir Jónsson (2000a). Er krónan vöm gegn verðbólgu? Vísbending, 25. febrúar 2000. Ásgeir Jónsson (2000b). Þorskurinn, krónan og framtíóin. Vísbending, 28. apríl 2000. Ásgeir Jónsson (2000c). Kosió um evruna. Vísbenging, 22. september 2000. Buiter, W. H. (2000). Is lceland an Optimal Currency Area? Working Paper No. 10, Seólabanka íslands, ágúst 2000. Engel, C. og Rogers, J.H.(1996). How Wide is the Border? American Economic Review, 86, 1112-1125. Frankel, J. A. og Rose, A. K. (1998). The Endogeneity of the Optimum Currency Area Criterion. Economic Journal, 108, 1009-25. Frankel, J. A. Og Rose, A. K. (2000). Estimating the effect of Currency Union on Trade and Output. NBER Working Paper Nr. w7857, ágúst 2000. Krugman, P. R. (1991). Exchange Rate Arrangements in lceland: Optimal for Policy Decisions. Fjármálatíöindi, 38,175-85. Már Guómundsson, Þórarinn G. Pétursson og Amór Sighvatsson (2000). Optimal Exchange Rate Policy: The Case of lceland. Working Paper No. 8, Seólabanki íslands. maí 2000. Mundel, R. (1961). A Theory of Optimum Currency Areas. American Economic Review, 51,657-665. Stiglitz, J. E. (væntanleg). Monetary and Exchange Rate Policy in Small Open Economies: The Case of lceland. Birtist innan tíðar sem Working Paper hjá Seólabanka íslands. Einn mikilvægasti ábati þjóðfélagsins af því að taka upp evru er að viðskiptahalli landsins hættir aó vera þjóðhagslegt vandamál. Það hættir að skipta máli fyrir íslensku þjóðina í heild hver við- skiptahalli þjóðarinnar er. Vitaskuld skiptir enn máli fyrir þá aö- ila sem taka lánin hvort þeir geta endurgreitt þau þegar þess er krafist. Hins vegar hverfa ytri áhrif viðskiptahallans. Evruað- ild mun því auka möguleika okkar til að jafna neyslu okkar yfir tíma. Hún mun auka möguleika okkar til þess að fjármagna fjárfestingar umfram innlendan spamað þegar það á við eða safna eignum erlendis þegar það á við. Peningamálastjórn Saga peningamála á íslandi er ekki glæsileg. Allt fram á síó- asta áratug var verðstöðugleiki algerlega framandi hugtak. Veróbólga var áratugum saman yfir 20% á ári og fór þegar verst lét upp í 80-130%. Af pólitískri umræðu að dæma virðist hafa verið lítill skilningur á eðli verðbólgu á íslandi á þessum tíma. Annað hvort það eða víðtæk afneitun á meðal stjórnmála- manna. Raunar var lítill skilningur á meðal almennings á því að hlutverk Seðlabankans væri allt annars eðlis en hlutverk við- skiptabankanna. Almenningi þótti heldur ekkerttiltökumál þótt bankastjórastöður í Seðlabankanum væru mannaðar af stjórn- málamönnum á leið út úr pólitík án tillits til menntunar og/eóa reynslu á sviði peningamála. Á síðustu fimmtán árum hefur mikið vatn runnið til sjávar í þess- um málum. Verðstöðugleika hefur að mestu verið náð. Vextir hafa verið gefnir frjálsir, svo og gengið og fjármagnshreyfingar milli landa. Seðlabankinn hefur smátt og smátt byrjað að hegða sér eins og aðrir seðlabankar, þ.e. nota vexti og peningamagn til þess að hafa áhrif á eftirspurn í hagkerfinu. Nú síðast var markmiðum Seðlabankans breytt í eiginlegt verðbólgumarkmið og bankanum loks veitt lagalegt sjálfstæði til þess að fram- kvæma stefnu sína án afskipta stjórnvalda. Lagalega á Seðla- bankanum því ekki að vera neitt að vanbúnaði í dag að haga stjóm peningamála eins og best verður á kosið. Þráttfyrir þessar miklu breytingar er af tvennum sökum líklegt að stjórn peningamála á íslandi verði á næstu árum ekki eins góð og hún gæti verið. í fyrsta lagi býr Seðlabankinn vegna sögu sinnar við lítinn trúverðugleika. Þetta gerir honum erfiðara fyrir en ella. Hann mun á næstu árum þurfa að halda vöxtum hærri en ella til þess að byggja upp trúverðugleika. * Höfundurvill þakka Ásgeiri Jónssyni, Guórúnu Siguróardóttur, Má Guómundssyni og Þór- arni G. Péturssyni fyrir hjálplegar ábendingar við vinnslu greinarinnar og Amóri Sighvats- syni fyrir samræóur sem juku til muna skilning höfundar á viöfangsefni greinarinnar. _ Economics Department, Harvard University, Cambridge MA 02138, steinss@fas.har- vard.edu. 1 Fyrir þá sem hafa áhuga á því aö nota einfalda mælikvaróa um gagnsemi mynta væri mun eölilegra aó líta á gengi þeirra gagnvart vörum og þjónustu á því svæói sem þeir eru notaóir, þ.e. veróstöóugleika á myntsvæóum þeirra. Sá mælikvarói er hins vegar einnig á margan hátt ófullkominn. 2 Færa má rök fyrir því aó hluti núverandi vaxtamunar sé tilkominn vegna áhættuálags sem fylgir því aó eiga eignir í íslenskum krónum. Slíku áhættuálagi fylgir vitaskuld nokkur kostnaóur. Ólíklegt veróur aó teljast aó stór hluti þess vaxtamunar sem vió íslendingar höf- um búió vió undanfarin ár sé tilkominn vegna áhættuálags. 3 Þess ber aó geta aó Már og félagar (2000) eru ekki algjörlega fráhverfir upptöku evr- unnar þó svo aó þeir telji kenninguna um hagkvæm myntsvæói mæla gegn henni. Grein þeirra inniheldur kafla sem fjallar um þaó sem finna má að kenningunni um hagkvæm myntsvæói, m.a. margt af því sem fjallaó er um hér aó neöan. 4 Sjá Stiglitz (væntanleg) þessu til stuónings. Bls. 32 Hvers vegna evru ? • Islenska leiðin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Íslenska leiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.