Íslenska leiðin - 01.10.2001, Síða 34

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Síða 34
íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum KmJ Hannes Frímann Hrólfsson Undanfarið ár hefur verið vióburðaríkt á innlendum gjaldeyris- markaði. Fram til ársins 2000 hafði krónan verið nokkuð stöðug allt frá gengisfellingunni árið 1993 þegar ríksstjórnin felldi krónuna um 8%. Frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar og íslenskur fjármagnsmarkaður breyst mikið. Á árinu 1993 voru gjaIdeyrisviðskipti gefin frjáls en fram að því var það einhliða ákvörðun Seðlabanka íslands á hverjum tíma hvert gengi krónunnar gagnvart erlendum myntum skyldi vera á hverjum degi. Því var breytt þann 28. maí 1993 þegar viðskipti með gjaldeyri á millibankamarkaði hófust. Síðar voru fjár- magnsflutningar gefnir frjálsir og raunverulegur verðbréfa- markaður byrjaði að myndast á íslandi. Allt frá árinu 1992 hefur Seðlabankinn fylgt ákveðinni fastgeng- isstefnu. Formleg vikmörk hafa verið viðhöfð sem geta til um að gengi íslensku krónunn- ar skuli ekki fara út fyrir ákveðin mörk sem sett eru. í byrjun voru vik- mörkin mjög þröng eða aðeins 21/4 frá mið- gildi Seðlabankans sem var 115,01. Þessi vik- mörk hafa síðan verið víkkuð með árunum og voru orðin 6% 1995 og síðan 9% snemma árs 2000. Þann 27.mars þessa árs varð svo aft- ur breyting á stjórnun peningamála á fslandi þegar tekin var sú ákvörðun að halda gengi krónunnar ekki lengur innan ákveðinnar vik- marka heldur að leyfa henni að fljóta og leggja megin áherslu á að halda veróbólgu innan ákveðinna marka. í afnámi vikmarka felst að Seðlabankinn mun ekki lengur miða peningastefnuna við að halda gengi krónunnar stöðugu. Gengi krónunnar mun því ráðast í meginatriðum á markaði án sér- stakrar íhlutunar Seðlabankans. ísland er hins vegar lítið opið hagkerfi og því skiptir gengi gjaldmiðils töluverðu máli fyrir inn- lenda verðlagsþróun og efnahagslífið almennt. Því má segja að þrátt fyrir þessar breytingar mun Seólabankinn eftír sem áður fylgjast náið með þróun gengisins og bregðast við gengisþróun aó því leyti sem bankinn telur það nauðsynlegttil að ná markmið- um sínum. Á meðfylgjandi mynd sést þróun krónunnar allt frá árinu 1993 fram í september 2001. Mesta athygli vekur óneitanlega sú mikla veiking sem átt hefur sér stað síðan um mitt ár 2000. dráttar í vissum málum en getur einnig verið okkur til vand- ræða. Það hrjáir óneitanlega gjaldeyrismarkaðinn hér hve hag- kerfið er lítið. Einungis fjórir bankar eru aðilar að millibanka- markaði og þegar mikil viðskipti eiga sér stað á markaðnum get- ur það leitt til þess að eins konar spýrall myndast sem getur leitttil þess að sveifla krónunnar verður meiri heldur en við höf- um fengið að kynnast hingað til. Áður fyrr var það venja þegar út- lit var fyrir miklar sveiflur á krónunni aó Seólabankinn kæmi inn á markaðinn til að mæta þeim sveiflum sem voru á markaðn- um. Ekki skal gert lítið úr þeim gengisfellingum sem voru hér á níunda áratugnum en Ijóst er að krónan hefur aldrei veikst jafn hratt á eins skömmum tíma og síðastliðið ár. Frá því í júní árið 2000 þar til í júní árið 2001 veiktist krónan um 30% og er Ijóst að það mun bitna harkalega á innflutningsfyrirtækjum og einstaklingum. Þróun krónunnar ræðst hverju sinni afð því greiðsluflæði sem á sér stað milli ís- lensku krónunnar og erlendra mynta. Vió neikvæóan vöru- skiptajöfnuð er meira flutt inn til landsins heldur en út og þar af leiðandi þarf að fjár- magna kaup á er- lendum vörum sem er gert með því aó kaupa gjaldeyri og við aukna eftirspurn eftir gjaldeyri hækka erlendar myntir í verði og krónan veik- ist þar af leiðandi. Við þaó hækkar innkaups- verð innfluttra vara og innflyjendur svara með því að hækka end- ursöluverð sitt sem síðan leiðir til aukinnar verðbólgu. Ljóst er að þá miklu aukningu á verðbólgunni sem átt hefur sér stað undanfarin misseri má að miklu leyti tengja við veikingu krón- unnar þar sem innkaupsverð innfluttra vara hefur að meðaltali hækkað um 30% frá miðju ári 2000. Á uppgjörum fyrirtækja fyrir síðasta ár auk fyrstu 6 mánuði þessa árs mátti glögglega sjá áhrif veikingar krónunnar. Erlendar skuldir fyrirtækja hækka í takt við hækkun gjaldeyris og vel flest fyrirtæki skiluðu miklu gengistapi vegna þessa. Hér er ekki síst verið að tala um fyrirtæki sem eru með tekjur í íslenskum krónum og fá þannig Gengisvísitala íslensku krónunnar Eitt af því sem gerðist þegar Seólabankinn felldi niður vikmörk sín var að afskipti hans af þróun krónunnar minnkaði og má segja að lögmálinu um framboð og eftirspurn sé leyft að ráða. Eins og okkur er Ijóst getur smæð landsins verið okkurtil fram- Hannes Frímann Hrólfsson, viðskiptafræðin- gur, fjárstýringarsviði Kaupþings. Bls. 34 Staóa íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum • fslenska leiðin

x

Íslenska leiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.