Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 37

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 37
Hagsmunir íslenskra sveitarfélaga í Evrópusamstarfi Þorsteinn Brynjar Björnsson Síðastliðið vor hélt stór hópur sveitarstjórnarmanna og fulltrúa félagsmálaráðuneytisins í kynnisferð til Brussel til að kynna sér Evrópusamstarfið og áhrif þess á íslenskt sveitarstjórnarstig. Segja má að þetta framtak Sambands sveitarfélaga hafi verið afar þarft, enda hefur EES-löggjöfin mun meiri áhrif á þetta stjórnsýslustig en marga grunar. í kjölfar ferðarinnar vann undirritaður skýrslu um þátttöku sveitarfélaganna í Evrópu- samstarfi og hér verður greint frá helstu niðurstöðum hennar. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur þó ekki mótað sér formlega afstöðu til inngöngu íslands í Evrópusambandið, en hefur hug á að fylgjast vel með Evrópuþróuninni á komandi árum. Eftir að Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) tók gildi, árið 1994, er óhætt að segja að íslenskt löggjafarumhverfi mótist að mjög miklu leyti innan stofnana Evrópusambandsins, með takmarkaðri aðkomu íslenskra stjórnvalda. Með undirritun samningsins skuldbundu landsmenn sig til að fella í lög stóran hluta þágildandi gerða sambandsins, auk fjölda reglugerða og tilskipana, sem settar skyldu á ýmsum sviðum í framtíðinni. Umrædd löggjöf hefur allar götur síðan haft mikil áhrif á ís- lenska samfélagsþætti, ekki síst á atvinnulífið og sveitarfélögin, en það vill oft gleymast í hérlendri umræðu um Evrópumál. Gott dæmi um áhrif Evrópulöggjafar á íslensk sveitarfélög er tilskipun um fráveitumál og hreinsun skólps, sem kostar þau gríðarlega fjármuni. Þótt áhrifin af þessu mikla átaki hafi að langmestu leyti verið jákvæð verður ekki fram hjá því litið að um- rædd tilskipun er ekki settfram með íslenskar aðstæður í huga. Líkt og margar gerðir Evrópusambandsins tekur hún fyrst og fremst mið af þéttbýlinu á meginlandi álfunnar, enda höfum við valið þann kost að taka ekki fullan þátt í ákvörðunartöku um mót- un löggjafar innan sambandsins. Leiða má að því líkur að draga megi töluvert úr kostnaði við aðgerðir sem þessar með virkri hagsmunagæslu og þátttöku í evrópsku samstarfi. Takmörkuð áhrif á EES-löggjöfina Framkvæmdarstjóm Evrópusambandsins er eina stofnunin, sem rétt hefur til að leggja fram nýjar tillögur til lagasetning- ar á Evrópska efnahagssvæðinu. Þegar undirbúningur aó slík- um tillögum er hafinn nýtur hún aðstoðar fjölda sérfræðinga- nefnda en í þeim hafa seturétt fulltrúar frá öllum ríkjum Evr- ópusambandsins, auk íslands, Noregs og Liechtenstein. Full- trúar fastanefndar EFTA skiptast jafnframt reglulega á skoð- unum við starfsmenn framkvæmdastjórnarinnar og koma þar sjónarmiðum ríkisstjórna sinna á framfæri. Þegar fram- kvæmdastjórnin hefur lokið við tillögugerðina eru þær sendartil náðherraráðsins og Evrópuþingsins en þar hafa íslendingar og hin EFTA-ríkin hins vegar enga formlega aðkomu. Innan þess- ara tveggja stofnana eru hinar pólitísku ákvarðanir teknar og þvf tekur málatilbúnaður framkvæmdastjórnarinnar þar oft miklum breytingum. Á undanförnum árum hefur þingið jafn- framt öðlast töluvert aukin völd með samákvörðunarferlinum svokallaða [co-decision], en ekki var gert ráð fyrir honum við gerð EES-samningsins. Með tilkomu samákvörðunarferilsins hefur þannig dregið úr áhrifum framkvæmdastjórnarinnar, sem aftur veldur því að íslensk stjórnvöld hafa enn takmarkaðri áhrif á þá löggjöf, sem sett er á Evrópska efnahagssvæðinu. Áður en þingið og ráðið taka ákvarðanir sínar er þeim skylt að hlusta á málflutning héraðanefndar Evrópusambandsins (Committee of the Regions), sem í sitja 222 kjörnir fulltrúar evrópskra sveitar- og héraðastjórna. Nefndinni var komið á fót árið 1994, í kjölfar gildistöki Maastricht-sáttmálans og er ætl- að að gæta hagsmuna sveitarfélaga og héraða við mótun lög- gjafar innan sambandsins. Á hún rætur sínar að rekja til þeirrar kröfu að ráðamenn sambandsins þyrftu að vera í beinni tengslum við borgara álfunnar eftir því sem Evrópusamruninn teygir sig inn á fleiri svið. Þar sem ekki er gert ráð fyrir tilvist nefndarinnar f EES-samningnum hafa íslensk sveitarfélög hins vegar enga aðkomu að henni, en nefndin hefur öðlast aukin völd á undanförnum árum. Þar sem fundir hennar eru haldnir fyr- ir opnum tjöldum getur hver sem er fylgst með störfum henn- ar og á þann hátt gætu íslensk stjórnvöld og sveitarstjórnar- stigið öðlast mikilvægar upplýsingar um hagsmunamál fs- lenskra sveitarfélaga á Evrópuvettvangi. Hér hefur verið sýnt fram á að íslensk sveitarfélög hafa afar takmörkuð áhrif á mótun löggjafar, sem þau þurfa að fylgja, en hvernig geta þau nýtt þá möguleika, sem þó standa til boða? Til eru ýmsar leiðir, en þó verða menn ávallt aó byrja á byrjun- inni. Þar sem þekking á innviðum og þýðingu Evrópusamstarfs- ins virðist heldur bágborin meðal íslenskra sveitarstjórnar- manna verður aó setja fræðslu og umfjöllun í öndvegi og nauð- synlegt er aó gera átak í þeim málum með fundahaldi og hnit- miðaðri upplýsingagjöf. Án slíkrar grunnvinnu verður aldrei hægt að skipuleggja árangursríka hagsmunagæslu eða nýta til fulls þau tækifæri, sem Evrópusamvinnan hefur upp á að bjóða. Fyrsta skrefið að raunverulegri hagsmunagæslu myndi felast í bættum samskiptum við einstök fagráðuneyti en fjöldi þeirra hefur fasta fulltrúa f Brussel, sem sinna samskiptum við emb- ættismenn sambandsins og koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri. Góður aðgangur að upplýsingum getur skipt höfuð- máli í Evrópusamvinnu, enda hefur reynslan sýnt að tekið er til- littil flestra sjónarmiða innan Evrópusambandsins svo framar- lega sem þau eru skynsamleg og vel rökstudd. Það stoðar hins vegar lítið að koma með athugasemdir þegar samningar eru á lokastigi, sérstaklega þegar ríkið sem í hlut á vill ekki gerast að- ili að sambandinu. Upplýsingarnar veita jafnframt skilning á innihaldi gerða og auðvelda framkvæmd þeirra hér á landi en vel mætti hugsa sér aukið samstarf milli einstakra ráðuneyta og sveitarstjórnarstigsins í þeim málum. Þorsteinn Brynjar Björnsson, stjórn- málafræðíngur og skrifar fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga. íslenska leiðin • Hagsmunir íslenskra sveitarfélaga í Evrópusamstarfi Bls. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.