Íslenska leiðin - 01.10.2001, Side 38

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Side 38
Mikil áhrif alþjóðlegra samtaka og þrýstihópa Afar mikilvægt er að hafa í huga að mikill vöxtur hefur verió f starfsemi þrýstihópa og alþjóðlegra samtaka á ýmsum af- mörkuðum sviðum (Evrópusamvinnunni. Þar sem margar mik- ilvægar ákvarðanir, sem óður voru teknar í einstaka ríkjum, eru nú tekar með alþjóðlegri samvinnu í Brussel hefur fjöldi aðila tekið höndum saman um að koma hagsmunum sínum á fram- færi á Evrópuvísu og leitar framkvæmdastjórnin í auknum mæli til slíkra félaga og samtaka við undirbúning gerða. Á sveit- arfélagasviðinu er einnig að finna slíkt samstarf og ættu íslensk sveitarfélög að huga alvarlega að þátttöku í tvennum samtök- um, CEMR og CEEP. CEEP [European Centre of Enterprises with public part- icipation] er, líkt og atvinnurekendasamtökin UNICE og laun- þegasamtökin ETUC, aðili að svokölluðu samráði aðila vinnumark- aðarins [social diologue), sem er einn af homsteinum félags- málastefnu Evrópusambandsins. Pegar framkvæmdastjórnin vinnur að nýjum lagasetningartillögum á sviði félags- og vinnu- markaðsmála er henni skylt að hafa samráó við umrædda aðila og stendur þeim til boða að gera sín á milli bindandi samninga um efni tillagnanna. Náist samningar þeirra á milli verður inni- hald samninganna tekið upp í tilskipun án aðkomu stjórnvalda f aðildarríkjunum en að öðrum kosti gefur framkvæmdastjórnin út reglugerð til samþykktar í þjóðþingum þeirra. Samráðsaðil- arnir hafa þ.a.l. töluverð áhrif og ekki síður mikilvægan aðgang að upplýsingum um frumvörp framkvæmdastjórnarinnar og taka þeir t.a.m. beinan þátt f ýmsu nefndarstarfi innan stofn- ana Evrópusambandsins. Þátttakan í samráðinu er hornsteinn að Evrópustarfi Samtaka atvinnulífsins í gegnum UNICE og ASÍ í gegnum ETUC. Samtök atvinnulífsins [áður VSÍ og Sl] hafa t.a.m. frá árinu 1993 rekið Evrópuskrifstofu atvinnulífsins í Brussel til að sinna umræddu starfi en ASÍ hefur sinnt slíkum samskiptum beint frá íslandi. CEMR [Council of European Municipalites and Regions] eru öflug regnhlífarsamtök fjölda sveitarfélaga og samtaka þeirra frá 29 Evrópuríkjum, og hefur Samband íslenskra sveitarfé- laga átt þar aðild en ekki tekið virkan þátt í starfseminni. Hafa samtökin töluverð áhrif innan Evrópusambandsins og þótt starfið sé margþætt felst stærsti hluti þess í samskiptum við sambandið og stofnanir þess. Samtökin taka m.a. þátt í ýmsu nefndarstarfi á vegum framkvæmdastjórnarinnar og þingsins og eiga fulltrúar þeirra oft í beinum samskiptum við háttsetta embættismenn. Innan 11 sérhæfðra vinnuhópa er skipst á skoðunum um málefni, sem á dagskrá eru innan sambandsins hverju sinni, og á slíkum fundum öðlast fundarmenn jafnframt dýrmætar upplýsingar um málefni er snerta sveitarfélög. Njóta þeir jafnframt þess sérfræðistarfs sem þar fer fram. Vinnuhóparnir leggja jafnframt grunn að álitsgerðum [position papers] sem oftast eru gefnar úttil að hafa áhrif á niðurstöður lagafrumvarpa. Töluverður hluti starfseminnar felst jafnframt í að koma á samstarfi milli einstakra sveitarfélaga í Evrópu og veitir Evrópusambandið m.a. styrki til slíks samstarfs. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur hingað til ekki átt aðild að CEEP og ekki tekið mikinn þátt í starfsemi CEMR heldur, a.m.k. ekki í málefnum er snerta Evrópusambandið. Að sögn fulltrúa norsku sveitarfélagasamtakanna KS, er þátttaka í þessum tvennum samtökum homsteinninn að Evrópustefnu þeirra og besta leiðin til að afla sér upplýsinga og láta rödd sína heyrast á Evrópuvettvangi. Fengu þau fulla aðild að CEEP í mars árið 2001 vegna aðildar Noregs að EES-samningnum og innri markaðnum og ættu því sömu rök að gilda vegna íslenskr- ar þátttöku. Ef íslensk sveitarfélög hyggja á aukna þátttöku í Evrópusamstarfi hljóta þau að taka aukinn þátt í CEMR og skoða mögulega inngöngu í CEEP einnig, því innan þessara samtaka má öðlast upplýsingar og jafnvel áhrif sem erfitt yrði að fá annars staðar. Telja norsku sveitarfélagasamtökin sig jafnframt fá mikilvægar Evrópuupplýsingar í gegnum ráðgjaf- arnefnd EFTA, sem þau hafa nýlega fengið aðild að, og ætti Samband sveitarfélaga jafnframt að skoða þátttökumöguleika sína þar. í ráðgjafarnefndinni sitja m.a. fulltrúar frá ASÍ, SA, BSRB og Verslunarráði, og hefur nefndin það hlutverk að veiti stjórnvöldum ráðgjöf um þróun EFTA- og EES-samstarfsins. Brýnt er að nýta betur tækifæri EES-samningsins Ef Samband sveitarfélaga hefur hug á að efla þátttöku sína í Evrópusamstarfi hlýtur það jafnframt að skoða þann möguleika að opna sérstaka hagsmunagæsluskrifstofu í Brussel, líkt og flest sambærileg samtök í Evrópu hafa þegar gert, en jóst er að það kæmi til með að kosta verulega fjármuni. í fyrrnefndri ferð fulltrúa sveitarfélaganna og félagsmálaráðuneytisins var skrifstofa sænsku sveitarfélagasamtakanna heimsótt en í sama húnsæði er einnig að finna skrifstofur finnsku, dönsku og norsku samtakanna. Sambandi íslenskra sveitarfélaga er án efa mögulegt að taka upp nánari samvinnu við þessar skrifstof- ur eða fulltrúa einstakra ráðuneytanna í íslenska sendiráðinu og Ijóst er að slíkt samstarf yrði afar gagnlegt. Myndi það a.m.k auðvelda Sambandinu að fylgjast með hagsmunamálum sveit- arfélaganna, sinna alþjóðlegu samstarfi og koma upplýsingum á framfæri við fulltrúa Evrópusambandsins, sem og íslenskt sendiráðfólk. Eins og hér hefur fram komið hafa íslensk sveitarfélög mikilla hagsmuna að gæta í Evrópusamstarfi og fara þeir einungis vaxandi. Þótt íslendingar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu eru ýmis tækifæri í boði til að verja þessa hagsmuni og há- marka hag hérlendra sveitarfélaga Evrópusamvinnu. Þar sem við íslendingar höfum ekki fulltrúa í helstu stofnunum sam- bandsins, sem þó taka ákvarðanir um mikilvæg hagsmunamál- efni okkar, ber okkur að nýta þau tækifæri sem fyrir hendi eru og hér hefur að hluta verið lýst. Á það jafnt við um ríki og sveit- arfélög sem og atvinnurekendur, launþega og aðra. Við verðum að vera meðvituð um að mikil tækifæri eru enn ónýtt í EES-sam- starfinu en huga þarf að þeim áður en við gerum upp hug okk- ar um inngöngu landsins í Evrópusambandið. Það er því brýnt að loka ekki augunum fyrir skyldum okkar og tækifærum í evr- ópsku samstarfi, en Evrópumálin eru íslendingum afar mikil- væg og snerta okkur á fleiri sviðum en flesta grunar, óháó því hvemig okkur líkar það sem frá Brussel kemur. Samband ís- lenskra sveitarfélaga mun áfram kanna möguleika á því hvern- ig hagsmunum íslenskra sveitarfélaga í Evrópusamvinnunni verði betur gætt í framtíðinni. Bls. 38 Hagsmunir íslenskra sveitarfélaga í Evrópusamstarfi • íslenska leiðin

x

Íslenska leiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.