Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 38

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 38
Mikil áhrif alþjóðlegra samtaka og þrýstihópa Afar mikilvægt er að hafa í huga að mikill vöxtur hefur verió f starfsemi þrýstihópa og alþjóðlegra samtaka á ýmsum af- mörkuðum sviðum (Evrópusamvinnunni. Þar sem margar mik- ilvægar ákvarðanir, sem óður voru teknar í einstaka ríkjum, eru nú tekar með alþjóðlegri samvinnu í Brussel hefur fjöldi aðila tekið höndum saman um að koma hagsmunum sínum á fram- færi á Evrópuvísu og leitar framkvæmdastjórnin í auknum mæli til slíkra félaga og samtaka við undirbúning gerða. Á sveit- arfélagasviðinu er einnig að finna slíkt samstarf og ættu íslensk sveitarfélög að huga alvarlega að þátttöku í tvennum samtök- um, CEMR og CEEP. CEEP [European Centre of Enterprises with public part- icipation] er, líkt og atvinnurekendasamtökin UNICE og laun- þegasamtökin ETUC, aðili að svokölluðu samráði aðila vinnumark- aðarins [social diologue), sem er einn af homsteinum félags- málastefnu Evrópusambandsins. Pegar framkvæmdastjórnin vinnur að nýjum lagasetningartillögum á sviði félags- og vinnu- markaðsmála er henni skylt að hafa samráó við umrædda aðila og stendur þeim til boða að gera sín á milli bindandi samninga um efni tillagnanna. Náist samningar þeirra á milli verður inni- hald samninganna tekið upp í tilskipun án aðkomu stjórnvalda f aðildarríkjunum en að öðrum kosti gefur framkvæmdastjórnin út reglugerð til samþykktar í þjóðþingum þeirra. Samráðsaðil- arnir hafa þ.a.l. töluverð áhrif og ekki síður mikilvægan aðgang að upplýsingum um frumvörp framkvæmdastjórnarinnar og taka þeir t.a.m. beinan þátt f ýmsu nefndarstarfi innan stofn- ana Evrópusambandsins. Þátttakan í samráðinu er hornsteinn að Evrópustarfi Samtaka atvinnulífsins í gegnum UNICE og ASÍ í gegnum ETUC. Samtök atvinnulífsins [áður VSÍ og Sl] hafa t.a.m. frá árinu 1993 rekið Evrópuskrifstofu atvinnulífsins í Brussel til að sinna umræddu starfi en ASÍ hefur sinnt slíkum samskiptum beint frá íslandi. CEMR [Council of European Municipalites and Regions] eru öflug regnhlífarsamtök fjölda sveitarfélaga og samtaka þeirra frá 29 Evrópuríkjum, og hefur Samband íslenskra sveitarfé- laga átt þar aðild en ekki tekið virkan þátt í starfseminni. Hafa samtökin töluverð áhrif innan Evrópusambandsins og þótt starfið sé margþætt felst stærsti hluti þess í samskiptum við sambandið og stofnanir þess. Samtökin taka m.a. þátt í ýmsu nefndarstarfi á vegum framkvæmdastjórnarinnar og þingsins og eiga fulltrúar þeirra oft í beinum samskiptum við háttsetta embættismenn. Innan 11 sérhæfðra vinnuhópa er skipst á skoðunum um málefni, sem á dagskrá eru innan sambandsins hverju sinni, og á slíkum fundum öðlast fundarmenn jafnframt dýrmætar upplýsingar um málefni er snerta sveitarfélög. Njóta þeir jafnframt þess sérfræðistarfs sem þar fer fram. Vinnuhóparnir leggja jafnframt grunn að álitsgerðum [position papers] sem oftast eru gefnar úttil að hafa áhrif á niðurstöður lagafrumvarpa. Töluverður hluti starfseminnar felst jafnframt í að koma á samstarfi milli einstakra sveitarfélaga í Evrópu og veitir Evrópusambandið m.a. styrki til slíks samstarfs. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur hingað til ekki átt aðild að CEEP og ekki tekið mikinn þátt í starfsemi CEMR heldur, a.m.k. ekki í málefnum er snerta Evrópusambandið. Að sögn fulltrúa norsku sveitarfélagasamtakanna KS, er þátttaka í þessum tvennum samtökum homsteinninn að Evrópustefnu þeirra og besta leiðin til að afla sér upplýsinga og láta rödd sína heyrast á Evrópuvettvangi. Fengu þau fulla aðild að CEEP í mars árið 2001 vegna aðildar Noregs að EES-samningnum og innri markaðnum og ættu því sömu rök að gilda vegna íslenskr- ar þátttöku. Ef íslensk sveitarfélög hyggja á aukna þátttöku í Evrópusamstarfi hljóta þau að taka aukinn þátt í CEMR og skoða mögulega inngöngu í CEEP einnig, því innan þessara samtaka má öðlast upplýsingar og jafnvel áhrif sem erfitt yrði að fá annars staðar. Telja norsku sveitarfélagasamtökin sig jafnframt fá mikilvægar Evrópuupplýsingar í gegnum ráðgjaf- arnefnd EFTA, sem þau hafa nýlega fengið aðild að, og ætti Samband sveitarfélaga jafnframt að skoða þátttökumöguleika sína þar. í ráðgjafarnefndinni sitja m.a. fulltrúar frá ASÍ, SA, BSRB og Verslunarráði, og hefur nefndin það hlutverk að veiti stjórnvöldum ráðgjöf um þróun EFTA- og EES-samstarfsins. Brýnt er að nýta betur tækifæri EES-samningsins Ef Samband sveitarfélaga hefur hug á að efla þátttöku sína í Evrópusamstarfi hlýtur það jafnframt að skoða þann möguleika að opna sérstaka hagsmunagæsluskrifstofu í Brussel, líkt og flest sambærileg samtök í Evrópu hafa þegar gert, en jóst er að það kæmi til með að kosta verulega fjármuni. í fyrrnefndri ferð fulltrúa sveitarfélaganna og félagsmálaráðuneytisins var skrifstofa sænsku sveitarfélagasamtakanna heimsótt en í sama húnsæði er einnig að finna skrifstofur finnsku, dönsku og norsku samtakanna. Sambandi íslenskra sveitarfélaga er án efa mögulegt að taka upp nánari samvinnu við þessar skrifstof- ur eða fulltrúa einstakra ráðuneytanna í íslenska sendiráðinu og Ijóst er að slíkt samstarf yrði afar gagnlegt. Myndi það a.m.k auðvelda Sambandinu að fylgjast með hagsmunamálum sveit- arfélaganna, sinna alþjóðlegu samstarfi og koma upplýsingum á framfæri við fulltrúa Evrópusambandsins, sem og íslenskt sendiráðfólk. Eins og hér hefur fram komið hafa íslensk sveitarfélög mikilla hagsmuna að gæta í Evrópusamstarfi og fara þeir einungis vaxandi. Þótt íslendingar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu eru ýmis tækifæri í boði til að verja þessa hagsmuni og há- marka hag hérlendra sveitarfélaga Evrópusamvinnu. Þar sem við íslendingar höfum ekki fulltrúa í helstu stofnunum sam- bandsins, sem þó taka ákvarðanir um mikilvæg hagsmunamál- efni okkar, ber okkur að nýta þau tækifæri sem fyrir hendi eru og hér hefur að hluta verið lýst. Á það jafnt við um ríki og sveit- arfélög sem og atvinnurekendur, launþega og aðra. Við verðum að vera meðvituð um að mikil tækifæri eru enn ónýtt í EES-sam- starfinu en huga þarf að þeim áður en við gerum upp hug okk- ar um inngöngu landsins í Evrópusambandið. Það er því brýnt að loka ekki augunum fyrir skyldum okkar og tækifærum í evr- ópsku samstarfi, en Evrópumálin eru íslendingum afar mikil- væg og snerta okkur á fleiri sviðum en flesta grunar, óháó því hvemig okkur líkar það sem frá Brussel kemur. Samband ís- lenskra sveitarfélaga mun áfram kanna möguleika á því hvern- ig hagsmunum íslenskra sveitarfélaga í Evrópusamvinnunni verði betur gætt í framtíðinni. Bls. 38 Hagsmunir íslenskra sveitarfélaga í Evrópusamstarfi • íslenska leiðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.