Íslenska leiðin - 01.10.2001, Síða 43

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Síða 43
Viðleitni Evrópuríkja til að styrkja eigin herafla innan NATO Björn Bjarnason Lengi hefur verið ályktað um það á ráðherrafundum Atlantshafs- bandalagsins [NATO], að eðlilegt sé fyrir evrópsk aðildarríki bandalagsins að gæta sérgreindra öyggishagsmuna sinna. Orðalag um þetta hefur þróast í ályktunum ráðherrafundanna í áranna rás og notið stuðnings allra bandalagsþjóðanna, enda er engin pólitísk ákvörðun tekin innan NATO nema með sam- þykki fulltrúa allra þjóðanna. Þótt viðurkennt sé, að evrópsk aðildarríki NATO hafi sérstakra hagsmuna að gæta, sem skilja megi frá heildarhagsmunum bandalagsþjóðanna, er jafnan lögð áhersla á gildi Atlantshafs- tengslanna og nauðsyn þess að draga ekki skil í varnarmálum milli Evrópuríkjanna annars vegar og Bandaríkjanna og Kanada hins vegar. Kjarninn í öryggiskerfi NATO er að tengsl séu á milli varnar- hagsmuna Evrópuríkja þess og ríkjanna í Norður-Ameríku, ekki síst, að tryggt sé, að andstæðingur NATO-ríkjanna átti sig á því, að hann stendur að lokum frammi fyrir kjamorkuherafla Bandaríkjanna. Á níunda áratugnum snérist baráttan um með- aldrægar, bandarískar kjarnaflaugar í Evrópu um það, hvort Sovétmönnum ætti að líðast að ógna V-Evrópuríkjum með SS- 20 kjarnaflaugunum, án þess að þessari ógn væri svarað með samsvarandi vopnum, sem tryggðu stigmögnun innan banda- ríska kjarnorkuvarnakerfisins. IMý varnarstefna NATO Eftir hrun Sovétríkjanna og brotthvarf Varsjárbandalagsins hefur NATO endurskoðað vamarstefnu sína. Öryggi aðildarþjóð- anna er ógnað á annan hátt en áður og hvorki er lengur talin þörf fyrir mikinn viðbúnað við austur landamæri bandalagssvæð- isins né varnaráætlanir, sem byggjast á því, að með skömmum fyrirvara sé unnt að kalla út mikinn herafla til að verja þessi landamæri. Jafnframt hefur náðst samkomulag um það innan NATO, að til að tryggja öryggi bandalagsríkjanna sé nauðsynlegt að líta út fyrir landamæri þeirra og grípa þar til aðgerða í nafni bandalagsins í því skyni að stilla til friðar eða koma í veg fyrir, að strið verði. Eru aðgerðir í nafni NATO í Júgóslavíu fyrrverandi til marks um, hvemig staðið hefur verið að því að framkvæma þessa nýju stefnu. Þegar á reyndi í Júgóslavíu fyrrverandi og beita átti herafla í nafni NATO, kom í Ijós, að það voru aðeins Bandaríkjamenn, sem höfðu verulega burði til að láta að sér kveða með herafla sínum. Er óhætt að segja, að margir hafi vaknað upp við vondan draum, þegar í Ijós kom, að það átti ekki síður við undir lok 20. aldarinnar en í heimsstyrjöldunum fyrri og síðari, að Evrópuþjóð- itnar höfðu ekki afl til að binda enda á átök í álfu sinni án hjálp- ar frá Bandaríkjunum. Hvatti þetta mjög til þess, að talsmenn þess, að evrópsk NATO-ríki gættu sérgreindra öryggishags- muna sinna, tóku að ræða leiðirtil að sinna þessari hagsmuna- gæslu með sérstökum evrópskum herafla. Á tímum kalda stríðsins völdu Frakkar sér sérstöðu innan NATO með því að standa utan við hið sameiginlega varnarkerfi. Mótaðist þessi afstaða af hugmyndafræði Charles de Gaulles Frakklandsforseta, sem vildi ekki, að Bandaríkjamenn hefðu tögl og hagldir í evrópskum öryggismálum. Oft myndaðist nokk- ur spenna, að minnsta kosti í fjölmiðlum, vegna þess að menn töldu, að á hinum eða þessum leiðtoga- eða ráðherrafundi NATO mundi loksins koma í Ijós, að óbrúanleg gjá hefði myndast milli Evrópuþjóða annars vegar og Bandaríkjamanna hins vegar. Slíkar hrakspár gengu aldrei eftir. Bandaríkjamenn hvöttu til þess, að Evrópuþjóðirnar treystu eigin varnir, því að slíkt myndi stuðla að æskilegri verkaskiptingu innan NATO og draga úr þörfinni fyrir bandarískan herafla í Evrópu. Innan NATO hafa ávallt verið Evrópuþjóðir, sem hafa ekki mátt heyra á það minnst, að gildi Atlantshafstengslanna við Bandaríkin sé dregið í efa. Á þetta ekki sístvið um Þortúgali, Hollendinga, Dani, Norð- menn og fslendinga auk Breta. VES vaknar og hverfur Eftir lyktir kalda stríðsins var nýju lífi blásið í Vestur-Evrópusam- bandið [VES], en það hafði sofið einskonar Þyrnirósarsvefni, þótt ávallt hafi verið nokkur pólitísk starfsemi á þess vegum meðal annars með þingmannasamtökum. Var litið á VES sem æski- legan vettvang fyrir evrópsk NATO-ríki til að ráða ráðum sínum. í því skyni að styrkja VES í sessi var ákveðið að bjóða evrópskum NATO-ríkjum utan ESB aukaaðild að VES og tók íslenska ríkis- stjórnin því boði árið 1992. Voru all harðar deilur um málið á al- þingi, þegar aukaaðildin var samþykkt. Leiðtogar ESB-ríkjanna ákváðu í Maastricht árið 1991, að VES skyldi verða vettvangur ESB til að sinna verkefnum í varnar- og öryggismálum. í samræmi við niðurstöðuna í Maastricht var tekið til við að skilgreina verkefni, sem skyldu falla undir VES og var það gert með svonefndri Þetersberg-yfirlýsingu VES frá 1992. Þar er lögð áhersla á björgunaraðgerðir í þágu almennra borgara, friðargæslu og hlut bardagasveita á hættutímum [crisis management] og til að koma á friði. Ég sat nokkra evrópska þingmannafundi á fyrri hluta tíunda áratugarins, þegar rætt var um þróun VES og tengslin við Bandaríkin í öryggismálum. Minnist ég þess vel, hve mikla áherslu breskir þingmenn lögðu á það, að ekkert mætti gera, sem minnkaði hlut Bandaríkjanna við gæslu evrópskra öryggis- hagsmuna. Þótti mér það því marka þáttaskil á leió ESB-ríkjanna til að koma á fót eigin herafla, að Jacques Chirac Frakklands- forseti og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, rituðu í St. Malo í Frakklandi í desember 1998 undir yfirlýsingu um, að ríki þeirra myndu vinna saman að því að fylgja eftir samþykkt leiðtogafundar ESB-ríkjanna í Amsterdam í júní 1997 um þró- un sameiginlegrar evrópskrar stefnu í öryggis- og varnarmál- Bjöm Bjarnason, menntamálaráðherra íslenska leiðin • Viðleitni Evrópuríkja til að styrkja eigin herafla innan NATO Bls. 43

x

Íslenska leiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.