Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 44

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 44
um innan stofnanaramma ESB auk þess sem ESB réði yfir afli til að fylgja slíkri stefnu eftir. Frekara sknef í þessa átt van stigið á leiðtogafundi ESB í Köln í júní 1999 en í október það ár var Javier Solana, fyrrverandi framkvæmdastjóri NATD, skipaður til að fara meó utanríkis- og öryggismál í framkvæmdastjórn ESB og í nóvember 1999 varð hann síðan framkvæmdastjóri VES. Hefur síðan verið unnið að því aó færa flest verkefni VES inn í stofnanaramma ESB, þótt VES og þing þess starfi áfram. Herafli á vegum ESB Leiðtogar ESB-ríkjanna ákváðu á fundi sínum í Helsinki í desem- ber 1999, að á árinu 2003 skyldi sambandið ráða yfirfimmtíu til sextíu þúsund manna herliði, sem kalla mætti út með 60 daga fyrirvara og halda úti í að minnsta kosti eitt ár til að sinna þeim verkefnum, sem skilgreind eru í Petersberg-yfirlýsing- unni frá 1992. Jafnframt var ákveðið að í þjónustu ESB skyldi starfa stjórnmála- og hernðaðarleg stofnun til að gera sam- bandinu kleift að bregðast við á hættutímum og móta pólitísk og hernaðarleg viðbrögð af þess hálfu, sem hrundið yrði í fram- kvæmd að fengnu samþykki réttra yfirvalda sambandsins. Lögð var áhersla á náið samstarf og samráð við NATQ og auk þess yrði lagt á ráðin um það, hvernig unnt yrði að eiga samstarf við evrópsk NATO-ríki utan ESB, án þess að leggja bönd á sjálf- stætt ákvörðunarferli ESB. Frá því að Helsinki-ákvörðunin var tekin hefur verið unnið sam- kvæmt henni og komið á fót stjórnmála- og hernaðarlegri nefnd ESB-ríkjanna með nauðsynlegu starfsliði, einnig er hermála- nefnd starfandi innan ESB og þar hafa herforingjar verið ráðn- ir til starfa. Grunnatriði í öllum umræðum um þessi mál er, að ESB ætlar þá fyrst að láta til skarar skríða með hernaðaraðgerðum, þegar ákveðið er, að NATQ í heild skipti sér ekki af hættuástandi. ESB er víðtækari samstarfsvettvangur en NATQ og ESB getur látið að sér kveða við úrlausn mála á fyrri stigum þeirra en NATO og meó öðrum úrræðum en NATO. Ekki er ætlunin að koma á fót sérstökum ESB-herafla, heldur fær ESB aðgang að sömu her- sveitum í Evrópu og NATO, en boðleiðirnar undir merkjum ESB verða aðrar og mun vara-yfirhershöfðingi Evrópuherstjórnar NATO [D-SACEUR], sem er Evrópumaður, en SACEUR hefur ætíð verið Bandarfkjamaður, verða yfirhershöfðingi heraflans, þegar hann starfar undir merkjum ESB. Herafli undir merkjum ESB verður aðeins notaður til að sinna Petersberg-verkefnum, eins og áður er sagt. Mikið bil Hér skal ekki lagt mat á það, hvort ESB-ríkjunum takist að ná því markmiði sínu, að geta kallað út fimmtíu til sextíu þúsund manna herafla árið 2003 með 60 daga fyrirvara. Ríkin hafa dregið úr útgjöldum sínum til hermála um 22% að raunveru- legu verðmæti síðan 1992. Franski hagfræðingurinn Claude Lachaux minnir á fækkun barneigna og lægra hlutfall vinnandi fólks í V-Evrópu miðað við eftirlaunaþega. Segir hann, að auknar lífeyrisgreiðslur og kostnaður við heilsugæslu vegna eldri borg- ara valdi Evrópuríkjum erfióleikum við að auka útgjöld til varnar- mála. Viðhorf almennings í Vestur-Evrópu er ekki á þann veg um þessar mundir, að það sé brýnasta verkefni stjómvalda að nýta skattfé til að kaupa vopn, sem verða sífellt dýrari eftir því sem þau verða hátæknilægri. Þegar lagt er mat á Petersberg- verkefnin eru þau ekki þess eðlis, að auðvelt sé að sannfæra fólk um að forgangsraða eigi á fjárlögum í þágu þeirra. Þau snerta ekki skýra öryggishagsmuni þjóða heldur lúta að því, að stjórn- völd eða ráðamenn í Brussel geti látið að sér kveða utan vamar- svæðis NATO, ef þeir telja það nauðsynlegt. í einu orði sagt virðist útilokað fyrir Evrópusambandið að ná sama hernaðarstyrk og Bandaríkin. Bilió á milli ESB-herafla og bandarísks herafla virðist óbrúanlegt, þegar litið er til sókn- arafls og tækjakosts á öllum sviðum. Vitund Evrópubúa um nauðsyn þess að leggja nokkuð af mörkum til að styrkja hervam- ir er ekki eins skörp og hjá Bandaríkjamönnum og nægir í því efni að minna á umræðurnar um eldflaugavarnir í geimnum. Bandaríkjaforseti hikar ekki við að kynna áætlun um slíkar varn- ir en evrópskir forystumenn hafa ekkert sem nálgast hana á prjónunum. Staða íslands Meginröksemd fyrirtilvistEvrópusambandsins erviðleitni aðild- arþjóðanna til að koma í veg fyrir hernaðarátök á meginlandi Evrópu. Ef litið er til reynslu íslands af slíkum átökum, hafa þau vissulega snert þjóðina á einn eða annan hátt. Á þeim hættu- tímum eiga fslendingar á hinn bóginn mest undir þeim þjóðum, sem hafa mestan styrk á Norður-Atlantshafi. Sannaðist þetta best í síðari heimsstyrjöldinni, þegar Bretar komu hingað til að verja okkurfyrir útþenslustefnu evrópsks meginlandsveldis, en Bandaríkjamenn leystu þá síðan af hólmi og í rúm 60 ár hefur ísland notið öflugrar verndar Bandaríkjamanna. Á níunda áratug 20. aldar sóttu Sovétmenn af miklum þunga út á Norður-Atlantshaf frá Kóla-skaganum með herflota og flugvélum. Ekkert Evrópuríki stóðst þeim þar snúning en Bandaríkjamenn gripu til samræmdra og öflugra gagnráðstaf- ana og mótuðu varnarstefnu, sem miðaði að því að stöðva útrás Sovétmanna eins nærri heimahöfnum þeirra og flugvöllum og unnt væri, þaó er fyrir norðan ísland, auk þess sem höfuðá- hersla var lögð á að geta lokað GIUK-hliðinu frá Grænlandi um ís- land til Skotlands. Þrátt fyrir hnattstöðuna og hið nána og einstæða samstarf, sem íslendingar eiga við Bandaríkjamenn í varnarmálum, mót- ast afstaða íslendinga, einkum þeirra, sem vilja aðild að Evrópu- sambandinu, í öryggis- og vamarmálum mjög af sömu eða svipuðum forsendum og þær þjóðir gefa sér, sem skilgreina ör- yggishagsmuni sína einkum með tilliti til meginlands Evrópu. Reynslan ætti þó að hafa kennt íslendingum, að öryggi þeirra er best tryggt í samvinnu við öflugt ríki við Norður-Atlantshaf og þess vegna er besti kostur þeirra að eiga varnarsamstarf við Bandaríkin. Er enginn vafi á því, aó þetta samstarf dregur úr þörf íslendinga fyrir aðild að ESB. Gildi varnarsamnings Banda- ríkjanna og íslands vex fyrir báða aðila í réttu hlutfalli við óvissu í varnarmálum á meginlandi Evrópu. Á hinn bóginn er ekki unnt að leggja á ráðin um trúverðuga varnarstefnu Evrópusam- bandsins nema í henni felist tengsl eða dýpt út á Norður-Atl- antshaf og þess vegna hlýtur ísland að koma inn í þá mynd, þó ekki væri nema vegna landafræðinnar. Stjórnvöld evrópskra NATO-ríkja utan ESB hafa áhyggjur af því, að aukið samstarf ESB-ríkjanna um varnir og öryggismál leiði til þess, að ríkin verði í reynd áhrifalaus á milli tveggja stórvelda, og sömu sögu er að segja um Kanada. Leitast hefur verið við að koma í veg fyrir þessa stöðu með samráðs- og ákvarðanaferli innan NATO og hafa íslendingar verulega látið að sér kveða í Bls. 44 Viðleitni Evrópuríkja til að styrkja eigin herafla innan NATO • íslenska leiðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.