Íslenska leiðin - 01.10.2001, Síða 47
öryggisgæslukerfi eiga að vera alþjóðlega bindandi sáttmálar
um vopnaviðskipti og skyldu til upplýsingagjafar, ásamt ströng-
um reglum um að tekið sé fyrir alla vopnasölu inn á óróleika-
svæði.
Utanríkis- og öryggismál ekki reikningsdæmi.
Spurningunni um það hvað vió íslendingar myndum „græða'' á
því að standa utan NATO er í raun erfitt að svara, auk þess að
út úr sjálfri spurningunni má lesa fullyrðingu sem ég er andvíg-
ur. Að mínu mati er rangt að stilla málum þannig upp að aðild að
hernaðarbandalagi eða almennt stefnumótun á sviði utanríkis-
og öryggismála sé spurning um hagsmuni í skilningnum krón-
ur og aurar. Sjálfsagt geta talnaglöggir menn reiknað út að fs-
lendingar græði einhverja milljaróa króna á veru Bandaríkja-
hers og aðild okkar að NATO umfram það litla sem við leggjum
þar af mörkum. Bandaríkjamenn uppfylla, eins og kunnugt er,
skyldur íslands gagnvart NATO á grundvelli herstöðvasamn-
ingsins. Grundvallarspurningin er hins vegar, eða ætti að
minnsta kosti að vera, hvaða pólitíska og siðferðilega afstöðu ís-
lendingar vilja hafa í þessum málaflokki? Hvernig viljum við
koma fram og fyrir hverju viljum við beita okkur á alþjóða vett-
vangi? Ég vísa til þess sem áður sagði að ísland á að mínu mati
að vera boðberi afvopnunar og friðsamlegra lausna í deilumál-
um. Við eigum að fylkja okkur með smærri ríkjum í svipaðri stöðu
og við erum sjálf, en ekki þeim stórveldum sem í krafti hernað-
arlegra yfirburða vilja drottna yfir sínum heimshluta eóa heim-
inum öllum. það er auðvitað hrein mótsögn að íslendingar, ein
minnsta sjálfstæða lýðræðisþjóð heimsins og án nokkurs hers,
séu jafnframt einhverjir dyggustu fylgjendur og aftaníossar
mesta herveldis heimsins, Bandaríkjanna.
Það sem ísland gæti hins vegar„grætt'f óbeinni merkingu
þess orðs, á því að hasla sér völl sem sjálfstæð, óháð smáþjóð,
boðberi friðar og mannréttinda með þá stefnu að leiðarljósi að
byggja upp svæðisbundið og alþjóðlegt öryggisgæslukerfi á
grundvelli alþjóðastofnana en ekki hernaðarbandalaga, er
margt. Slíkt gæti skapað þjóðinni jákvæða ímynd og gott orðspor
sem friðelskandi lýðræðisþjóðar með langa friðarhefð og arfleifð
að baki. Enginn hefurfram undir það síðasta a.m.k. átt nokkurra
harma að hefna gagnvart okkur og við ekkert sökótt við aðra. í
arfleifð slíkra samskipta við aðrar þjóðir eru fólgin söguleg og
pólitísk verðmæti og í því er fólgið öryggi svo lengi sem menn
kasta því ekki frá sér. íslendingar hafa aldrei farið með vopnum
gegn annarri þjóð í þau rúm ellefuhundruð ár sem við höfum
búið hér í landinu svo vitað sé fyrir utan þá ábyrgð sem við bár-
um á loftárásum NATO á Júgóslavíu. Vonandi stendur ekki til
nú að gera íslendinga að ennþá beinni þátttakendum í styrjald-
arátökum. Nefna má sem dæmi, í þessu sambandi, hvemig
sjálfstjórnarsvæðið á Álandseyjum sem er sérstakt griðasvæði
og óvopnað svæði hefur nýtt sér stöðu sína í pólitísku og við-
skiptalegu tilliti. Þar hefur verið efld, með dyggum stuðningi
stjórnvalda, friðarrannsóknarstofnun sem m.a. hefur þjónað
hlutverki í sjálfsæðisbaráttu þjóða og þjóðarbrota. Má sem
dæmi nefna að Álandseyingar veittu íbúum Austur-Tímor ráð-
gjöf í sinni sjálfstæðisbaráttu. ísland gæti haft hlutverki að
gegna sem virt lýðræðisþjóð í sambærilegum stellingum. Land-
ið sem slíkt gæti orðið griðastaður og vettvangur funda og ráð-
stefnuhalds þar sem að menn hittust á hlutlausum stað o.s.frv.
Hvað ber framtíðin í skauti sínu?
Um afleiðingar þess, til lengri tíma litið, að íslendingar segðu sig
úr hernaðarbandalaginu NATO og tækju upp þá stefnu í al-
þjóðastjómmálum sem hér á undan hefur verið rætt um er auð-
vitað erfitt að segja. Til að fullyrða um slíkt þyrfti að sjá fyrir óoró-
na hluti. Ég leyfi mér þó hiklaust að halda því fram að langlíkleg-
ast yrðu afleiðingarnar tiltölulega litlar og fyrst og fremst já-
kvæðar. Um væri að ræða pólitíska ákvörðun sem ekki hefði í
neinum viðamiklum mæli áhrif á stöðu íslands að öðru leyti. Við
yrðum að sjálfsögðu áfram á sama stað á hnettinum, mitt á milli
frændþjóða og vinveittra þjóða á Vesturlöndum. íslendingum
stafar engin ógn af annarri þjóð svo vitað sé og engum ógn af
okkur. í reynd gengur mönnum ákaflega erfiðlega að benda á
gegn hverju sé verið að verja, eins og það er kallað, íslendinga
með erlendri herstöð hér f landinu. Helst er nú talað um hryðju-
verkamenn [eða ofstækisfulla umhverfisverndarsinna, sbr. æf-
ingarnar frægu]. Að sjálfsögðu myndu menn hafa hér í landi
nægan viðbúnað lögreglu til þess að fáeinir ribbaldar með hand-
vopn gætu ekki tekið landið eins og á dögum Jörundar hunda-
dagakonungs.
Eins og hinir skelfilegu atburðir í Bandaríkjunum þann 11. sept-
ember sl. sýna stendur jafnvel mesta herveldi sögunnar ber-
skjaldað gagnvart sjálfsmorðsárásum hryðjuverkamanna sem
tilbúnir eru að beita þvílíkum aðferðum og virða líf og limu óbreyt-
tra borgara einskis. Varnir gegn slíku hljóta að beinast að því að
eyða þeim jarðvegi og uppræta þær aðstæður sem ala af sér
slíkt ofstækis- og haturshugarfar. Hins vegar sameiginlegum
og samstilltum aðgerðum allra þjóða til að uppræta hvers kyns
skipulagða hryðjuverka- og glæpastarfsemi og koma þeim sem
ábyrgð bera á slíku undir lás og slá. ísland myndi með skírum
og skilmerkilegum hætti, á alþjóðavettvangi, gera mönnum það
Ijóst að það stæði ekki til að hafa hér í landinu hernaðarmátt til
þess að verjast meiriháttar árás herveldis. Leitað yrði viðurkenn-
ingar á því að ísland vildi stuðla að þróun f átttil afvopnunar og
öryggisgæslu sem að byggði á öðrum grundvelli. Eðlilegur hluti
af slíku væri friðlýsing landsins fyrir hvers kyns tortímingar-
vopnum og sfðan vinna af okkar hálfu að því að afla slíkri friðlýs-
ingu og óháðri stöðu íslands viðurkenningar. Leita mætti eftir
skuldbingum nálægra ríkja að þau virtu og viðurkenndu slíka
stöðu íslands, sbr. dæmi frá Álandseyjum á nýjan leik. Engin
ástæða er til að ætla annað en að íslandi myndi vegna vel þótt
það tæki sér slíka stöðu í hópi þjóðanna. Enginn getur haldið því
fram að lönd eins og Svíþjóð, írland, Finnland og önnur slík séu
ekki fullgildir og virkir þátttakendur í samfélagi þjóðanna þó þau
hafi valið aðrar leiðir en þær að vera aðilar að hernaðarbandalög-
um.
Með því að láta erlendan her hverfa úr landinu [sem reyndar er
keppikefli manna víðast hvar á byggðu bóli þar sem svipað hátt-
ar til nema þeirra hér uppi á íslandi sem ríghalda í þennan arf
frá liðinni tíð] og með því að hverfa úr hernaðarbandalagi og
vinna að því að slík yrðu leyst upp myndu íslendingar „græða" ef
við notum það orð eitt mjög mikilsvert atriði. Þjóðin gæti á nýjan
leik sameinast um stefnu f utanríkis- og öryggis- og friðarmál-
um. Eins og kunnugt er hefur erlend herseta og aðild að hern-
aðarbandalagi verið fleinn í holdi þjóðarsálarinnar um hálfrar
aldar skeið og rúmlega það og þverklofið þjóðina í herðar niður.
Andstaða almennings hefur frá fyrstu tíð verið mikil og er enn
þvert ofan í linnulausar fullyrðingar áhrifamikilla fjölmiðla og
ráðamanna um hið gagnstæða. í mínum huga er spurningin
ekki hvort heldur hvenær og hvernig erlendri hersetu á íslandi
lýkur og einnig aðild okkar að hernaðarbandalaginu NATO.
Langlíklegast er að fyrr eða síðar leysist Nato upp og ef til vill
má nú þegar sjá vísi að því í tilraunum Evrópuríkja til að gerast
sjálfstæðari í eigin öryggismálum. Mikilvægast er að sjálfsögðu
að tryggja til frambúðar frið og stöðugleika á grundvelli lýðræðis-
legs og öflugs svæðisbundins og hnattræns öryggisgæslukerf-
íslenska leiðin • Nýtt alheimsöryggiskerfi í stað úreltra hernaðarbandalaga Bls. 47