Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 51

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 51
r-*' ^ |r * x ' i ■ / Sipi tQr^pniQni iriQinn wjOil DyCCUiD! I Uí UOJU1 I 21. aldarinnar Finnur Þór Birgisson „Allar byggingar þarf að reisa á traustum grunni og á það einnig við um framtíð okkar í hnattvæddum heimi.“, Úr ræðu utanríkisráðherra um utanríkismál á Alþinqi, 29. mars 2001. I. Framtíð íslands. Kannski hefur aldrei verið jafn erfitt að svara spurningum um framtíð íslands, ESB og Nató eins og einmitt núna. Þegar þessi grein er skrifuð er aðeins liðin ein vika frá því að árásir hryðjuverkamanna í New York og Washington skóku allan heiminn. Þessir sorglegu atburðir eru ekki aðeins sönnun þess að við lifum á viðsjárverðum tímum heldur knýja þeir okkur til þess að leita svara við þeirri spurningu hver sé staða okkar sem sjálfstæð þjóð í alþjóðasamfélaginu. Þessir atburðir snerta okkur nefnilega ekki aðeins sem manneskjur heldur skipta þeir miklu máli fyrir jafnt efnahags- sem öryggishagsmuni okkar. Þegar íslendingar lýstu yfir sjálfstæði þjóðarinnar þann 17. júní árið 1944 var það gert í skugga mestu hernaðarátaka sögunn- ar. Með lýðveldisstofnuninni rættist sú hugsjón sjálfstæðisbar- áttunnar að íslendingar væru eigin þjóð í eigin landi. Það er mik- ilvægt að hafa í huga að sú ákvörðun að losa okkur við elsta tákn hinna erlendu yfirráða, danska kónginn, var aðeins einn þáttur í þeirri ákvörðun að stofna hér lýðveldi. Afdrifaríkasti þáttur lýð- veldisstofnunarinnar var sá að íslendingar tóku upp sjálfstæða utanríkisstefnu. Það má með nokkrum rökum halda því fram að sjálfstæóishug- sjónin hafi öðrum fremur mótað afstöðu okkartil utanríkismála. Sjálfstæðishugsjón 19. aldar má í sem fæstum orðum skil- greina sem þá hugmynd að íslenska þjóðin ætti að fá að ráða sér sjálf og lúta ekki erlendu yfirvaldi. Eftir lýðveldisstofnunina hafa íslendingar almennt verið fremur varfæmir þegar kemur að þátttöku í erlendu samstarfi, sérstaklega þegar slíkt samstarf hefur í för með sér víðtækar skuldbindingar af hálfu þjóðarinnar eða takmörkun á fullveldi landsins. Iðulega hefur verið gripið til orðtaks og orðfæris sjálfstæðisbaráttunnar í deilum um utan- ríkismál hér á landi. Þannig hafa þeir sem hafa viljað náið sam- starf við aðrar þjóóir oftar en ekki verið sakaðir um þýlyndi gagn- vart erlendum valdsherrum. Það má því segja að hinn hugmyndafræðilegi grunnur íslenskr- ar utanríkisstefnu hafi verið sjálf sjálfstæðishugsjónin. Það er hins vegar mikilvægt að gera sér grein fyrir að sjálfstæði þjóða verður alltaf þeim takmörkunum háð sem leiða af alþjóðakerfinu. Þannig erum við íslendingar sjálfstæð og fullvalda þjóð í dag fyrst og fremst vegna þess að fullveldi ríkja nýtur almennrar viðurkenningar. Sjálfstæðishugsjón okkar íslendinga var hluti af þjóðfrelsishugmyndum 19. aldar og má finna margar hlið- stæður hennar, t.d. í Risorgimento hreyfingunni á Ítalíu. Hug- myndin um þjóðríkið er afkvæmi þessara hugmyndastrauma og hvað sem má annars um þjóðríkið segja þá hefur það reynst líf- seigt. Enn í dag eru fullvalda ríki undirstaða alþjóðakerfisins. En tímarnir hafa breyst. Heimsmynd kalda stríðsins leið undir lok með falli Berlínarmúrsins. í dag er tískuorðið hnattvæðing. Það er vissulega fremur óljóst hugtak en er engu að síður það besta sem við höfum til að lýsa þeirri þróun sem átt hefur sér stað á undanförnum árum og einkennist af sífellt auknum við- skiptum þvert á öll landamæri, frjálsu flæði upplýsinga um heim allan og aukinni menningarlegri einsleitni. Samstarf ríkja verður sífellt nánara og vald alþjóðastofna eykst. Andspænis þessari þróun standa allar þjóðir heims. Vió eigum hins vegar val um það, hvernig við viljum bregðast við hnattvæðingunni. Þannig eru vísbendingar um að atburðirnir í New York og Washington hafi öðrum þræði verið atlaga að efnahagskerfi hnattvæðingarinnar. Qg hafi einhver haldið að íbúar hins vestræna heims séu á eitt sáttir við hnattvæðinguna nægir að telja glerbrotin í Gautaborg eftir síðasta leiðtogafund ESB til þess að afsanna þá hugmynd. Raunar höfum við íslendingar verið nokkuð tvístígandi í afstöðu okkar gagnvart hnattvæðingunni. Á meðan við höfum af mikilli lyst gætt okkur á sumum ávöxtum hnattvæðingarinnar höfum við fúlsað við öðrum, jafnvel talið þá forboðna. Enn í dag erum við hikandi þegar kemur að því að axla ábyrgð og takast á hendur skuldbindingar í alþjóðlegu samstarfi. í upphafi greinarinnar vitnaði ég tii þeirra orða Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráð- herra og formanns Framsóknarflokksins, að allar byggingar þyrfti að reisa á traustum grunni og að það ætti einnig við um framtíð okkar í hnattvæddum heimi. Það er hverju orði sann- ara. Eins og vikið var að hér að framan hefur sjálfstæðishug- sjónin verið fram til þessa hinn hugmyndafræðilegi grunnur að utanríkisstefnu þjóðarinnar. í dag þurfum við að spyrja okkur, hversu traustur er sá grunnur á öld hnattvæðingar? Á 19. öld var draumurinn sá að íslendingar stæðu jafnfætis öðr- um þjóðum og réðu sínum eigin málum sjálfir. í dag er hins veg- ar Ijóst að ákvarðanir sem eru teknar af alþjóðastofnunum munu hafa gríðarleg áhrif á framtíðarhagsmuni okkar. Þessi staðreynd er samt ekki ástæða til þess að varpa sjálfstæðishug- sjóninni fyrir róða. Við verðum hins vegar að gera okkur grein fyrir því að ef við ætlum að standa jafnfætis gagnvart öðrum þjóð- um verðum við að vera tilbúin til þess að hlíta sömu leikreglum og aðrar þjóðir. Við verðum einfaldlega að átta okkur á því að leik- reglur alþjóðasamfélagsins hafa breyst. f dag hefur fullveldið ekki sömu merkingu og það hafði áður. Ef við ætlum að ríghalda í gamlar hugmyndir um sjálfstæði þjóðarinnar þá erum við um leió búin að mála okkur út í horn í samfélagi þjóðanna og dæma okkur til áhrifaleysis á eigin framtíð. Þá hefur sjálfstæðishug- sjónin snúist upp í andhverfu sína. Á tímum þegar ríki hafa kosið að taka ákvarðanir um framtíð Finnur Þór Birgisson, í stjórn ungra fram- sóknarmanna og ritstjóri Maddömunnar Islenska leiðin • Sjálfstæðishugsjón 21. aldarinnar Bls. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Íslenska leiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.