Íslenska leiðin - 01.10.2001, Síða 55
Varnarsamstarf á nýrri öld
Ingvi Hrafn Oskarsson J
Að mörgu leyti er erfitt að fjalla um alþjóðamál um þessar
mundir. Hryðjuverkin sem framin voru í Bandaríkjunum þann
11. september síðastliðinn breyta framtíðarsýninni, þó enn eigi
eftir að skýrast betur hve breytingarnar verða miklar og djúp-
stæðar. Atburðirnir sýndu hins vegar Ijóslega fram á að þörfin
fyrir vamarsamstarf vestrænna ríkja er ekki síður knýjandi nú
en á tímum kalda stríðsins.
Með aðild sinni að Atlandshafsbandalaginu tóku fslendingar af
skarið um að þeir teldu rétt og mikilvægt að hafa ákveðna af-
stöðu í þeirri nýju skipan alþjóðamála sem var þá að mótast eft-
ir lok seinni heimstyrjaldarinnar. Með aðildinni og sérstökum
varnarsamningi við Bandarfkin tryggðu íslendingar öryggi þjóð-
arinnar á vályndum tímum og staðfestu stuðning sinn við fram-
gang lýðræðis og frelsis í heiminum. Þessi ákvörðun var til að
byrja með verulega umdeild meðal landsmanna en eftir því sem
stuðningsmönnum við helstefnu kommúnista fækkaði hér á
landi varð eðlilega betri sátt um aðildina að NATO. Frá stofnun
Atlandshafsbandalagsins hafa aðildarríkin búið við frið og þar
með hefur meginmarkmiði bandalagsins verið náð til þessa
dags. Tekist hefur að tryggja að hervaldi væri ekki beitt gegn
borgurum aðildarríkjanna og skapa með því grundvöll fyrir vel-
megun og lýðræðislega stjórnarhætti.
Með hruni kommúnismans breyttist heimsmyndin verulega og
þar með að sjálfsögðu áherslur og starfsemi NATO. Sú ógn
sem vestrænum lýðræðisríkjum stafaði af Sovétríkjunum sál-
ugu og bandamönnum þeirra var skyndilega úr sögunni.
Atlandshafsbandalagió taldi sig þó réttilega enn hafa hlutverki
að gegna og hefur með ýmsum hætti á liðnum árum stuðlað að
friði á átakasvæðum í heiminum. Nægir þar að nefna mikilvægt
framlag bandalagsins til friðargæslu en íslensk stjórnvöld hafa
nýlega ákveðið að leggja meira af mörkum á þeim vettvangi.
Hryðjuverkin í Bandaríkjunum kristalla hins vegar að ýmsar
hættur steðja enn að þótt „Veldi hins illa", sem Ronald Reagan
nefndi svo, hafi hrunið. Raunar hafa stríð geisað víða í heiminum
á liðnum áratugum, þóttfriðsælt hafi verið á Vesturlöndum. Um
það bil 50 milljónir manna hafa látist í átökum víða um heim eft-
ir lok fyrri heimstyrjaldarinnar. Vopnuð átök eru því ekki úr sög-
unni og þess er sjálfsagt ekki að vænta á næstunni.
Atlantshafsbandalagið hefur nú tekið þá tímamótaákvörðun að
jafna hryðjuverkunum í Bandaríkjunum við stríðsárás og fella at-
burðina undir 5. grein sáttmála bandalagsins. fsland, eins og
önnur aðildarríki, hefur því lýst yfir stríði gegn glæpaflokkunum
sem þar stóðu að verki. Þessi ákvörðun er eðlileg því Ijóst má
vera að hryðjuverkunum var ekki einvörðungu stefnt gegn því
saklausa fólki sem féll í valinn, heldur einnig vestrænni menn-
ingu og gildum. Til sanns vegar má færa þau orð George W.
Bush forseta að „sjálft frelsið" hafi orðið fyrir árás.
I þeim átökum sem framundan hljóta að vera við hermdar-
verkamenn munu sem fyrr aðildarríki NATO fara fyrir öðrum
lýðræðisþjóðum. Þó að framlag íslendinga til þeirrar baráttu
muni ekki ríða baggamuninn getur það ekki annað en styrkt
hana og það eitt er nægileg ástæða að mínum dómi fyrir þátt-
töku. Okkur íslendingum ætti að sjálfsögðu að vera kappsmál að
skipa okkur í sveit með þeim þjóðum sem varðveita vilja frið og
lýðræði í heiminum. Það var okkur kappsmál þegar við gengum
í Atlantshafsbandalagið og ætti ekki að vera okkur minna
kappsmál nú.
ísland er herlaust smáríki, en á þó fulla aðild að Atlandshafs-
bandalaginu. Varla þarf að hafa mörg orð um hve mikið þessi að-
ild eykur vægi íslendinga á alþjóðavettvangi. Aðildin tryggir að
rödd okkar heyrist þar sem ákvarðanir eru teknar um öryggis-
og varnarmál í heiminum. Engin skynsamleg rök hafa verið
færð fyrir því að íslendingum sé kleift aó hafa viðlíka áhrif utan
bandalagsins.
Frumskylda ríkisvaldsins er að tryggja landvarnir og öryggi
borgaranna. íslendingar hafa kosið að koma ekki á fót eigin her
og eiga því þann kost einan að eiga samstarf við bandamenn
sína um að tryggja varnir landsins. Nokkuð hefur borið á því
sjónarmiði eftir lok kalda stríðsins að fslendingar þurfi ekkert að
óttast, aðildin að NATO og vera varnarliósins hér sé því í besta
falli óþörf. Rétt er að hernaður gegn fslandi hefur ekki verið tal-
inn sérstaklega líklegur, en atburðirnir í Bandaríkjunum hljóta
þó að leiða til þess að ýmsir þættir öryggismála okkar verði
endurskoðaðir. Jafnvel þótt niðurstaðan verði sú, að hér sé fátt
að óttast eins og margir hafa talið hingað til, er fyllsta ástæða til
þess að halda uppi þeim landvörnum sem kostur er á. Hið fjar-
læga og fráleita á það nefnilega til að verða á svipstundu að köld-
um veruleik. Þann lærdóm höfum við dregið af atburðunum
þann 11. september sl.
Evrópusamstarf
íslendingar eiga á mörgum sviðum mikilvægt samstarf við önn-
ur Evrópuríki. Hér að ofan hefur verið fjallað um aðild íslands að
Atlandshafsbandalaginu sem er hornsteinn stefnu okkar í ör-
yggis- og varnarmálum. fslendingar eiga aðild að Evrópuráðinu
og hafa fært í lög Mannréttindasáttmála Evrópu sem nú hef-
ur mikla þýóingu í allri íslenskri lagaframkvæmd. fsland er hluti
af hinu Evrópska efnahagssvæði sem tryggir viðskiptahags-
muni okkar í ríkjum Evrópusambandsins. Nýlega gekk aðild ís-
lands að Schengen samkomulaginu í gildi og höfum við því lagt
niður landmæraeftirlit [persónueftirlit] gagnvart borgurum í
aðildarríkjum samkomulagsins. Á grundvelli þess höfum við
gert sérstakan samstarfssamning við EUROÞOL, löggæslu-
stofnun Evrópu, en mikil lögreglusamvinna leiðir af Schengen
samstarfinu.
Hér að ofan eru raktir mikilvægir þættir þeirrar Evrópusam-
vinnu sem íslendingartaka þátt í, sem nýtur að mestu leyti ein-
dregins stuðnings landsmanna. Þegar rætt er um hugsanlega
aðild íslands að ESB vill þetta vfðtæka samstarf sem við tökum
Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður Sambands
mk ungra sjálfstæðismanna
íslenska leiðin • Varnarsamstarf á nýrri öld Bls. 55