Íslenska leiðin - 01.10.2001, Síða 58

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Síða 58
Verum gagnrýnir þátttakendur I #w*si 1 i nf. i dlUluUdbdnIbbdl II J Katrín Júlíusdóttir íslendingar, sem hluti af alþjóðasamfélaginu eru og verða að vera þátttakendur í öflugu samstarfi meðal þjóðanna. Sam- starf við aðrar þjóðir er gríðarlega mikilvægt og ekki síst á þess- um tímum sem við lifum nú. Það skiptir okkur, eylandið fsland, afar miklu máli að vera í góðu samstarfi við aðrar þjóðir í efna- hagslegu, öryggislegu og félagslegu tilliti. Erum við nú þegar að- ilar að NATO og hefur það ætíð verið umdeild þátttaka. Ætla ég ekki í þessu greinarkorni að fara djúpt ofan í sögu þess sam- starfs en koma þó aðeins inn á hlutverk þess. Stærsta spurn- ingin og mikilvægasta spuming okkar íslendinga er hinsvegar sú hvort við ætlum og eigum að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu. Þessi spurning snertir öll svið íslensks þjóðlffs. EES er grundvöllur hagsældar síðustu ára Meðal þeirra samninga sem við erum þátttakendur í er samn- ingurinn um evrópska efnahagssvæðið [EES]. Sá samningur er grundvöllur þeirrar velsældar sem við höfum búið við undanfar- in ár . Við höfum notið heilmikils í gegnum þann samning í til dæmis efnahagslegu, félagslegu og menntalegu tilliti. íslend- ingar fengu þannig aðgang að innri markaði Evrópusambands- ins og aðgang að styrkjakerfum Evrópusambandsins á hinum ýmsu sviðum og þá sér í lagi að þeim styrkjum sem veittir eru til menntamála og nýsköpunar. Það er þó einn hængur á. Vegna EES-samningsins tekur ísland yfir um 85% af allri laga- setningu sambandsins á t.d. sviði neytenda- samkeppnis og menntamála. Þó hafa íslendingar ekkert um þessar lagasetn- ingar að segja vegna þess að við erum ekki fullgildir aðilar að sambandinu. Fulltrúar íslendinga geta komið sínum sjónarmið- um að í upphafi samþykktarferilsins en hann tekur yfirleitt gríó- arlegum breytingum eftir að hafa farið í gegnum allar stofnan- ir sambandsins. Ef íslendingar myndu ákveða að samþykkja ekki ákveðna tilskipun færi EES-samningurinn í uppnám. Þegar samningurinn var gerður var hann gerður við hina svokölluðu EFTA-blokk sem þá skipti töluverðu máli. Síðan þá eru eingöngu íslendingar, Norðmenn, Svisslendingar og Lichtenstein eftir í EFTA. Evrópusambandið er hins vegar að stækka til austurs og hafa nú 12 ný ríki sótt um aðild að sambandinu og munu þó nokkur þeirra ganga inn innan fárra ára. Samningsstaða hinn- ar fyrrum EFTA-blokkar er því gerbreytt. Það eru því draumór- ar hjá þeim stjórnmálamönnum á íslandi í dag sem halda að við getum útvíkkað, breytt eða styrkt samninginn á komandi árum í stað þess að ganga inn. Samningurinn tekur ekki til t.d. sjávar- útvegs, öryggis- og dómsmála eða peningamála. Áherslan á þessa þætti er hinsvegar að aukast innan sambandsins og því Ijóst að EES-samningurinn er að ganga sér til húðar. íslendingar eiga að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu Við í Ungum jafnaðarmönnum viljum að fsland sæki um aðild að Evrópusambandinu sem allra fyrst. í kjölfarið á aðildarumsókn hefjist aðildarviðræður þar sem samningsmarkmiðin eru að tryg- gja íslenska langtímahagsmuni sem best. Það sem er þó lykil- atriði varðandi umsóknaraðild er að í lok aðildarviðræóanna verði aðildarsamningurinn borinn undir þjóðaratkvæði og mun því ís- lenska þjóðin hafa síðasta orðið hvort af aðild íslands að Evrópu- sambandinu verður. íslenska þjóðin á að hafa síðasta orðið í þessum efnum því spurningin um aðild okkar aó Evrópusam- bandinu er langtíma fyrirkomulag. Eins og staðan er í dag erum við með forsætisráðherra sem ekki ertilbúinn til að ræða einu sinni hvort ganga eigi til samninga við Evrópusambandið. Engu að síður höfum við nýlegar kannanir þar sem sýnt er að íslenska þjóðin vill sækja um inngöngu að sambandinu. Það er ábyrgðahluti að íslenskir ráðamenn hlusti á þessar raddir. Við erum að missa af lestinni, gengi krónunnar er sveiflukennt, ís- lenskt efnahagslíf er sveiflukennt vegna þess að við erum að reka efnahagskerfi sem haldiö er uppi af 270.000 manns, auk sérstaks gjaldeyris fyrir þessa sömu tölu einstaklinga sem varla flokkast undir aó fylla borg á evrópskri grund. Gengjum við í Evrópusambandið myndi opnast 380.000* milljón manna markaður fyrir íslenskar afurðir. *innan fárra ára verður þessi tala orðin 500 milljónir þegar ný aðildarriki hafa verið tekin inn. Evrópusambandið og fullveldið Til að koma í veg fyrir að hörmungar síðari heimsstyrjaldarinn- ar gætu endurtekið sig fór af stað margs konar alþjóðlegt sam- starf í heiminum. Meðal annars jókst samvinna Evrópuríkjanna til muna. Hluti af hugmyndafræði Evrópusambandsins er að tengja saman hagsmuni Evrópuríkjanna þannig að ríkin lendi síður í ófriði við hvert annað. Ríki sambandsins vinna saman í mörgum málaflokkum, s.s. í mannréttinda-, atvinnu-, mennta-, viðskipta- og félagsmálum. EES-samningurinn var eins og áður sagði mjög stórt skref fram á við í íslensku samfélagi og má þakka honum stóran hluta af efnahagslegum uppgangi síðustu ára. EES-samningurinn gaf íslandi aðgang að svokölluðum innri markaði Evrópusambands- ins með fjórfrelsinu. ísland hefur mjög takmarkaða möguleika til að hafa áhrif á ákvaróanatöku sem snertir innri markaðinn og tekur ekki þátt í þeim þáttum Evrópusamstarfsins sem verða sífellt mikilvægari, svo sem í utanríkismálum, öryggis- og dómsmálum, byggðamálum, efnahags- og peningamálum. Evr- ópuþingið verður einnig sífellt mikilvægara en EES-samningur- inn veitir íslandi engan aðgang að störfum þess. Samningurinn veitir ekki heldur aðgang að störfum leiðtogafundar ESB né vinnunefndum ráðherraráðsins. í dag verða íslendingar að lögleiða allt að 85% af löggjöf Evrópu- sambandsins án þess að hafa áhrif á ákvarðanaferli ESB-lög- gjafarinnar. Aðild fslands að Evrópusambandinu er því hluti af sjálfstæðisbaráttu en er ekki fullveldisafsal. Þetta er spuming um að vera stoltur þátttakandi meðal þjóóanna, ekki eingöngu þiggjandi. Katrín Júlíusdóttir, formaður ungra jafnaðarmanna Bls. 58 Verum gagnrýnir þátttakendur í alþjóóasamstarfi • Islenska leiðin

x

Íslenska leiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.