Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - dec 2022, Qupperneq 2

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - dec 2022, Qupperneq 2
2 Formannsspjall Kæru félagar Lungnasamtökin eiga 25 ára afmæli um þessar mundir og því ber að fagna með öflugu félag- starfi á komandi vetri. Eftir nokkur misseri með mismiklum hömlum af völdum Covid sjáum við nú fram á að geta hist oftar og haft meira gaman saman. Undanfarið ár hefur verið undirlagt af Covid en samt tókst okkur að halda einn félagsfund þar sem skemmtikrafturinn og stórsöngvarinn Eyþór Ingi kom og skemmti okkur með söng og gamanmáli. Var af hin besta skemmtun og tóku viðstaddir þátt í söngnum í nokkrum lögum. Lungnasamtökin – nýtt nafn Aðalfund tókst okkur svo að halda í maí, nokkurn veginn á réttum tíma. Þar bar helst til tíðinda að nafni samtakanna var breytt og munu þau framvegis heita Lungnasamtökin. Þessi breyting var fyrst og fremst gerð til að leggja áherslu á að samtökin séu ekki eingöngu fyrir lungnasjúka, heldur alla þá sem vilja vinna að velferð og hagsmunamálum lungnasjúkra. Mæltist tillagan mjög vel fyrir og var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Lögum Lungnasamtakanna var jafnframt breytt til samræmis við nafnabreytinguna, auk þess sem gerðar voru lagfæringar til að tryggja skráningu félagsins í Almannaheillaskrá og Almannheillafélagaskrá. Stjórnarbreytingar Breytingar urðu á stjórn Lungnasamtakanna þar sem Aldís Jónsdóttir, fyrrum formaður og Ólöf Sigurjónsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og þökkum við þeim langt og ötult starf fyrir samtökin. Þrátt fyrir brotthvarf þeirra úr stjórninni eru þær áfram fúsar til að leggja okkur hjálparhönd sem við höfum nú þegar notið góðs af. Þá féll Kristín Eiríksdóttir frá á síðasta ári og voru því þrjú laus sæti í stjórn. Ný í stjórnina komu þau Fjóla Grímsdóttir, Helga S. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Óskarsson. Áfram í stjórn voru kjörin þau Andrjes Guðmundsson, formaður, Gunnhildur Hlöðversdóttir, varaformaður og meðstjórnendur þau Eyjólfur Guðmundsson og Ragnhildur Steingrímsdóttir. Verkefnin framundan Þau málefni sem brenna á stjórn samtakanna á komandi mánuðum tengjast möguleikum lungnasjúklinga á að ferðast óheft um heimsbyggðina. Ber þar hæst þau tækifæri sem aðild okkar að Evrópusambandinu veita okkur. Auk þess viljum við gjarnan breyta viðhorfi fólks til lungnasjúklinga og fordómum í þeirra garð. Lungnasjúkdómar eru ekki einu sjúkdómarnir sem tengja má óheilbrigðum lífstíl. Það má heldur ekki gleyma að lungnasjúkdómar eru af mismunandi toga og 30% lungnasjúklinga hafa aldrei reykt. Allir, þar með talið heilbrigðisstarfsfólk og ekki síst við sjálf, verða að hætta að fordæma lungnasjúka. Aðrir sjúklingahópar búa ekki við sömu aðstæður og eiga heldur ekki að gera það. Stjórn Lungnasamtakanna vonast eftir góðu og öflugu vetrarstarfi og óskar þess að sem flestir láti sjá sig og eigi skemmtilegar stundir með okkur á komandi mánuðum. Jafnframt bindum við vonir við að okkur takist að ná sem bestum árangri í sameiginlegum réttindamálum okkar. Andrjes Guðmundsson, formaður Lungnasamtakanna. Minningarorð um Kjartan Mogensen, fyrrum formann Samtaka lungnasjúklinga Kjartan Mogensen var formaður Samtaka lungnasjúklinga árið 2018. Hann lést í apríl síðastliðnum 75 ára að aldri. Kjartan var menntaður landslagsarkítekt en gekk til liðs við samtökin eftir að hann greindist með lungnaþembu árið 2010. Hann var virkur félagi í SLS og öflugur talsmaður þess að lungnasjúklingar fengju aukið ferðafrelsi með því að hafa greiðari aðgang að súrefnissíum. Kjartan fór á þing ERS (European Respiratory Society) á vegum SLS til Parísar árið 2018, þar sem hann hélt fyrirlestur, fyrstur Íslendinga. Tekið var viðtal við hann á vegum Evrópsku lungnastofnunarinnar, ELF sem birtist í fréttablaði SLS sama ár. Í því viðtali nefndi Kjartan sérstaklega mikilvægi þess fyrir lungnasjúklinga að vera virkir og einangra sig ekki, taka þátt í félagsstarfi og umfram allt að halda í gleðina. Við í stjórn Lungnasamtakanna tökum heilshugar undir þessi hvatningarorð Kjartans og þökkum hans góða og mikilvæga starf í þágu félagsins. Stjórn Samtaka lungnasjúklinga

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.