Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - dec. 2022, Side 3
3
Markmiðið var að fræðast um ÖBÍ, hvaða hlutverki það
gegnir í samfélaginu og þá þýðingu sem það hefur fyrir
aðildarfélög á borð við Lungnasamtökin að vera innan
vébanda þess.
Fyrst vildum við þó fá að heyra af Þuríði sjálfri og hvað hafi orðið
til þess að hún gerðist formaður bandalagsins. “Ég hef eins og
margir aðrir farið í gegnum lífið á þægilegan og einfaldan máta,
glímdi hvorki við sjúkdóma né annað, þannig að ég hafði aldrei
sett mig inn í þennan málaflokk,” segir Þuríður þegar við höfum
komið okkur fyrir á skrifstofunni hennar. “Svo var það árið 2007
að ég varð fyrir því að detta af hestbaki og var svo óheppin að
lenda með bakið beint ofan á steinnibbu og brjóta þrjá hryggjar-
liði, fjölda rifbeina og skaddast á mænu, með þeim afleiðingum
að ég hreyfði fæturna aldrei aftur. Þetta er nú eiginlega for-
sagan,” segir hún blátt áfram þar sem hún situr í hjólastól við
skrifborðið sitt.
Þuríður bjó í Skagafirði, menntuð sem grafískur hönnuður og var
á þessum tíma framkvæmdastjóri prentsmiðju. Hún hafði verið í
vinnunni en skotist frá til að hjálpa til við að koma hrossum í
sumarhaga en ætlaði svo að snúa aftur til vinnu að því loknu.
“Ég bað samferðamann minn að hringja í 112 og fá sjúkrabíl eins
og skot og svo var mér flogið á Borgarspítalann þar sem ég fór í
uppskurð strax morguninn eftir, var spengd og meðhöndluð eins
og þurfti. Ég fór svo í endurhæfingu inn á Grensásdeild, þrem
vikum seinna.”
Slysið átti sér stað 26. apríl þegar Þuríður var rétt nýorðin fertug.
Hún er þriggja barna móðir og voru börnin öll orðin stálpuð, tólf
ára stelpa, 14 ára strákur, nýfermdur og einn tvítugur. “Þetta
breytti náttúrulega alveg gríðarlega miklu fyrir þau,” heldur hún
áfram, atburðurinn greinilega ljóslifandi fyrir henni. Hún bætir
við að öll fjölskyldan og margir í kringum hana hafi orðið fyrir
áfalli og upplifað miklar breytingar líka. Hún kemur úr stórum
systkinahópi, er elst 6 systkina og foreldrar hennar voru báðir
á lífi á þessum tíma.
Ætlaði að gera allt aðra hluti í lífinu
Þuríður sneri ekki heim fyrr en í október eftir að hafa verið yfir
sumartímann í endurhæfingu. Þarna var hún farin að nota
hjólastól og var búin að læra að keyra og taka stólinn inn í bílinn
og verða sjálfbjarga sem hún átti að vísu eftir að öðlast meiri
færni í. “Ég ætlaði að fara að gera allt aðra hluti í lífinu, en það
kúventist og ég þurfti að skilja í hvaða lífi ég væri allt í einu lent
en var nú tiltölulega fljót að átta mig á því, þó það tæki tíma að
sættast við það,” bætir við hálfbrosandi.
"Ég bjó við mikil forréttindi. Ég var á vinnustað sem var á einni
hæð, aðgengið að honum var bætt svo að auðvelt var að komast
inn. Ég hafði unnið við tölvur frá því ég útskrifaðist úr námi og
gat tekið á móti viðskiptavinum mínum áfram. Í rauninni var
þetta því eins lítil breyting eins og hægt var í mínu starfsumhverfi,
það eru fæstir svo heppnir.” Þuríður segir að reyndar hafi sér
liðið mun skár á vinnustaðnum á þessum tíma heldur en heima.
Ekkert eðlilegt né réttlátt við að fatlað fólk
sé með 25% lægri laun en lágmarkslaunin kveða á um
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, veitti okkur viðtal nú á haustdögum í
björtum og notalegum vistarverum bandalagsins í Sigtúni.