Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - Dec 2022, Page 23

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga - Dec 2022, Page 23
23 „Hélt við værum komin lengra og værum meðvitaðri um mikilvægi andlega þáttarins,“ segir Jón Eiður Ármannsson en hann er með lungnasjúkdóminn PPFE sem aðeins um 100 manns í heiminum hafi greinst með Jón Eiður Ármannsson er 36 ára húsasmíðameistari frá Akureyri þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann átti erindi til Reykjavíkur núna í október og gaf sér tíma til að líta inn í bækistöðvar okkar í Borgartúninu og segja sína sögu. Þegar við höfum komið okkur fyrir inni á skrifstofu með kaffibolla, greindi hann frá því að hann hefði leitað til læknis fyrir þremur árum þar sem hann hefði byrjað að finna til einkenna sem voru ekki alveg eðlileg. Var oft að reyna að þjálfa öndunina „Ég hef eiginlega ekki unnið við annað en húsasmíðar þar til fyrir þremur árum,“ segir þessi grannvaxni, hægláti maður stillilega. „Ég er mikið að vinna í pöllum og fór kannski upp einn stillans og var punkteraður, eða með svima,“ heldur hann áfram og segist þá hafa gert sér grein fyrir að þetta væri ekki í lagi. Hann segir að vel geti verið að þetta ástand hafi verið búið að vera einhvern lengri tíma. „Ég fann fyrir mæði, var andstuttur og var oft að reyna að þjálfa öndunina með því að halda niðri í mér andanum og reyna með einhverju móti að þenja mig almennilega. Ég áttaði mig náttúrulega ekki á því þá að þetta væri alvarlegt.“ Sjúkdómurinn fyrst skilgreindur 2013 Jón Eiður fór svo í sýnatöku árið 2019 og var sýnið sent til Bandaríkjanna. Í desember sama ár kom niðurstaða þess efnis að yfirgnæfandi líkur væru á að þetta væri sjúkdómurinn PPFE. „Þessi sjúkdómur var fyrst skilgreindur árið 2013 og eitthvað um 100 manns í heiminum eru með með hann svo vitað sé,“ segir hann og bætir við að enn sé ekkert íslenskt heiti til yfir sjúkdóminn og að hann sé jafnframt eini Íslendingurinn sem hafi greinst með hann. PPFE – Pleuroparenchymal fibroelastosis „Helstu einkenni PPFE, eða pleuroparenchymal fibroelastosis, er trefjun í efri hluta lungnanna,“ segir Jón Eiður af sömu rósemi og fyrr. „Þau eru eiginlega smám saman að herpa sig saman, eins og ég skilgreini það. Teygjanleikinn er að verða lítill sem enginn í efri hluta lungnanna. Í flestum tilfellum byrjar þessi sjúkdómur í efri hlutanum og vinnur sig svo smám saman niður en ég er ekki klár á því hvort hann fari mikið niður í neðri hlutann.“ Hann segir að það sé ekki margt sem bendi til þess að hann sé með þennan sjúkdóm annað en mæðin og hve andstuttur hann sé. „Svo ef ég er búinn að ofreyna mig fæ ég verki,“ heldur hann áfram. „Ég get gert ýmislegt og reyndar mjög margt en það kemur alltaf í bakið á mér eftir á.“ Ráðlagt að skipta um vinnu Aðspurður hvað taki nú við þegar greiningin liggur fyrir segir Jón Eiður að það sé aðallega að sjá hvernig þetta muni þróast. „Þeir voru ekkert 100% vissir og vildu því sjá hvað myndi gerast á næstu mánuðum. Lungnasérfræðingurinn minn ráðlagði mér að skipta um vinnu og ég fór að hans ráðum,“ segir Jón Eiður stillilega. Hann fékk starf sem húsvörður í Síðuskóla á Akureyri og líkaði vel þessi tvö ár sem hann vann þar en hann lét af störfum í maí síðastliðnum. „Á fyrsta árinu, frá janúar til desember 2020, held ég að ég hafi hrapað í lungagetu frá tæpum 80% niður í eitthvað um 60%. Blástursprófið sem ég tók hríðféll á 2 árum. Núna eftir að ég hætti að vinna er ég hins vegar búinn að vera nokkuð stöðugur.“ Lyfjameðferð við lungnatrefjun Í janúar 2021 fékk Jón Eiður lyfið Ofev sem inniheldur virka efnið Nintedanib en það er notað til meðferðar við lungnatrefjun af óþekktri orsök. Slík trefjun veldur því að lungnavefurinn þykknar og verður stífari og ör myndast með tímanum. Örin draga svo úr

x

Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Samtaka lungnasjúklinga
https://timarit.is/publication/1564

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.