Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 12
að við fáum ekki verkið, Sameinaðir
rafverktakar h/f. Tilboð okkar hljóð-
aði upp á 7,1 milljón Við urðum al-
deilis steinhissa á því, að við skyld-
um fá þetta en nú var ekki um annað
að ræða en bregðast við hart og títt.
Við hættum í rafmagninu, ég og
Haukur Ákason. Grímur tók að sér
raffnagnið, en við hinir vorum bara í
því allt sumarið að leggja hitaveitu
með okkar mönnum.
Ekki græddum við nú á þessu en
sluppum skaðlaust og það var
kannski eins gott fyrir mig því ég
setti húsið mitt, nýtt og stórt íbúðar-
hús, að veði til þess að við fengjum
fyrirgreiðslu í Samvinnubankanum.
En þetta tók semsagt eitt sumar og
um haustið var vatnið farið að renna
til Húsavíkur. Hitaveitan kom 1970
og er einhver sú mesta blessun sem
Húsavík hefur hlotnast.
Velti maður mörgu fyrir sér þykir
sumt af því dálítið ijarstæðukennt
stundum. Þá er oft brýnt að geta
svarað fyrir sig í snatri. Ég minnist
þess að haustið 1970 voru menn
samankomnir í Hlöðufelli á Húsavík
og áttu þar skemmtilega stund. Það
var verið að vígja hitaveituna. Ein-
hverra hluta vegna tók ég þarna til
máls og þar kom máli mínu að ég lét
hugann reika um afgangsvatnið sem
kæmi til Húsavíkur og notaðist ekki
til upphitunar á húsum. Mér þótti
ekki ólíklegt að við mundum nota
það til að ala upp silung og blóm og
fleira. Þá gellur við maður í salnum:
„En hvað ætlarðu að gera við alla
túlípanana?" Þá svaraði ég umsvifa-
laust: „Ég ætla að gefa silungunum
þá og rækta túlípanasilung.“ Þá var
hlegið um allan sal.
Ánægja og vonbrigði sitt á hvað
„Maður stóð í ýmsu, því er ekki að
neita. Ég var æði lengi formaður
sóknarnefndar á Húsavík og á þeim
tíma var ráðist í gagngerar endurbæt-
ur á kirkjunni og steingarðurinn
byggður um kirkjugarðinn. Ég átti nú
eiginlega frumkvæðið að garðhleðsl-
unni og er stoltur af því, satt að
segja. Þessi fallegi garður er sann-
kölluð bæjarprýði. Þegar ég kem
norður sem gestur finnst mér gaman
að virða hann fyrir mér. Það var nú
samt eins og oft vill verða, að sum-
um leist ekkert alltof vel á þessa
framkvæmd í upphafi.
Ég var í ritnefnd Árbókar Þingey-
inga og það var oft mjög skemmti-
legt. Frá fyrstu tíð var ég einnig í
byggingarnefnd Safnahússins með
Jóhanni Skaptasyni sýslumanni og
Sigurði Gissurarsyni seinna. Það var
sérlega lærdómsríkt og gefandi að
vinna með Jóhanni Skaptasyni því
áhugi hans fyrir safnamálunum var
svo mikill og einlægur að maður
hlaut að hrífast með.
En því fór fjarri að allt gengi upp
sem maður vildi. Ég varð fyrir mikl-
um vonbrigðum með það að hug-
mynd mín um trjákvoðuverksmiðju á
Húsavík náði ekki fram að ganga.
Það hefði getað breytt miklu um
framtíð Húsavíkur. Þetta mál kom nú
reyndar ekki til fyrr en eftir að af-
skiptum mínum af bæjarpólitík var
lokið, eða að mestu lokið, ef ég man
rétt. Það var í kringum 1980 sem far-
ið var að ræða um hugsanlega trjá-
kvoðuvinnslu á Islandi. Ég sá í hendi
mér að Húsavík mundi vera upplagð-
ur staður fyrir slíkt með alla þessa
orku við bæjardyrnar. Á Húsavík
vantaði iðnaðaruppbyggingu, það lá
alveg ljóst fyrir. Ég hafði því sam-
band við Baldur Líndal og í fram-
haldinu þróuðum við þetta mál og
komum því á framfæri við bæjaryfir-
völd á Húsavík. Þá var farið að vinna
í málinu og heilmikið gert. Meðal
annars fórum við með erindið fyrir
landsfeður. Erlent, ráðgefandi verk-
fræðifyrirtæki, EKONO, frá Finn-
landi var fengið til þess að vinna í
þessu með okkur, gera hagkvæmniat-
hugun og annað slíkt. í þetta var lögð
heilmikil vinna, en það fór sem fór.
Þarna var náttúrlega um stórfyrirtæki
að ræða á þessum tíma. Trjákvoða er
hráefni til pappírsframleiðslu. Talað
var um framleiðslu á dagblaðapappír
og pappírsþurrkum eða einhverju
slíku. Þetta átti að byggjast á gufu frá
háhitasvæðinu á Þeistareykjum.
Meiningin var að kaupa trjáboli úti
og flytja þá yfir hafið. Áætlað var að
fá efnið frá Kanada og austurströnd
Bandaríkjanna en einnig kom Finn-
land til greina og jafnvel Sovét.
Þarna hefðu tvö til þrjú hundruð
manns getað fengið atvinnu.
Ég hafði mjög sterka löngun til
þess að Húsavík gæti dafnað eins og
aðrir bæir og ekki síður. Hér er ég
með skýrslu um mannfjöldaþróun úr
Hagtíðindum ffá því í ágúst 1972. Á
árunum 1940 til 1970 fjölgaði Hús-
víkingum um tæplega 98%. Þeir fóru
úr 1007 upp í 1993. Á sama tíma
fjölgaði Akureyringum ekki nema
um 80%, Ólafsfirðingum um 46% og
Siglfirðingum fækkaði um 25%.
Hefði fólksijöldaþróunin orðið sú
sama út öldina, væru Húsvíkingar allt
að því 4000 núna, hvorki meira né
minna. Á áttunda áratugnum byggð-
ust allar mínar hugmyndir á þessum
rökum. Ég var fullur bjartsýni og leit
svo á að húsnæði og atvinnutækifæri
í bænum þyrfti að auka með tilliti til
þess að við yrðum fjögur þúsund við
aldamót. Að mínu mati hafði Húsa-
vík notið þess, þarna upp úr 1970, að
staðið var rétt að málum. Þá var unn-
ið markvisst á flestum sviðum bæði í
sambandi við byggingu á skólum og
sjúkrahúsi, gatnagerð og heilbrigðis-
málum og það var góður kostur að
setjast að á Húsavík.“
Togurum dreift eins
og áburði á vori
„Við vorum seinheppnir í þeim mál-
unr sem sneru að sjávarútveginum.
Það var blómleg smábátaútgerð á
Húsavík og menn stóðu í þeirri
meiningu að það væri eina útgerðin
sem passaði þar. Ég var hins vegar á
svolítið öðru máli. Þá var skuttogara-
væðingin brostin á og ég var alltaf
þeirrar skoðunar að við yrðum að
taka þátt í því ævintýri. Ég hóf nú
reyndar máls á því um 1970, að við
keyptum togara. Þá voru þeir tímar,
að hægt var að fá skuttogara, með
einu símtali við Lúðvík Jósepsson og
togurunum var dreift um allt ísland
eins og áburði á vorin. Meginrök mín
voru þau, að við misstum bara okkar
spón úr askinum ef við tækjum ekki
þátt í þessu. Þetta væri þess eðlis, að
við værum í raun skyldugir til þátt-
töku, fyrir bæjarfélagsins hönd. Ég
fann engan hljómgrunn fyrir þetta,
156 Heima er bezt