Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.04.2002, Blaðsíða 24
Guðmundur Sœmundsson Öskjuferðin sumarið 1963 ► Gestabókin í Öskju er geymd í sér- stökum kassa í Knebelsvörðunni. T Austan Snœfells, 2001 HERPUBREIÐ MfVATN Greinarhöfundur kom fyrst í Öskju laugardaginn 10. ágúst 1963 og seint mun ég gleyma gönguferðinni frá bílnum síðasta spölinn inn að þessu dulúðuga, grœna gígvatni, fyrir 39 árum. Við vorum 14 saman á hálfsmánaðarferðalagi og höfðum komið sunnan yfir fjöll kvöldið áður, Gæsavatnaleiðina úr Nýjadal og slógum tjöldum í Drekagili, þar sem við sváfum af nóttin. Annars hófst ferðin frá Reykjavík 7. ágúst og var gist í Veiðivötnum fyrstu nóttina. Með okkur í för var fólk á tveim öðrum torfœrubílum og hélt hópurinn eftir ruddri slóð inn Öskjuop um hraunið sem rann í gosinu árið 1961. Bjart var í lofti þennan morgun og ijallasýn öll hin ákjósanlegasta. Eftir að við skyldum við bílana og hófum gönguna inn að vatninu var fátt sagt á leiðinni, aðeins marrið í vikursandinum undan fótum okkar var það eina sem rauf kyrrðina. Eng- inn fugl sást, ekki einu sinni fluga, allt virtist svo lífvana á þessum stað, það var því engin tilviljun að banda- rísku geimfararnir skyldu fá að kynn- ast þessu landslagi áður en þeir héldu til mánans nokkrum árum síðar. í suðri blasti Öskjudalurinn við oklcur göngufólki, þessi víði sigketill með græna gígvatninu, því dýpsta á íslandi (217 m.), hömrum girtu á alla vegu, sem Pálmi Hannesson, sá þekkti náttúruskoðari nefndi svo réttilega „Undranna dal.“ Eftir nokkra göngu stóðum við á barmi hins mikla sprengigígs, Víti, sem er við norðausturenda vatnsins er gaus svo ógurlega á páskum 1875 að ijöldi jarða í Norður-Múlasýslu A Ein úr hópnum, Lovísa Einarsdott- ir, á Mývatnsörœfum, 1963.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.