Heima er bezt - 01.04.2002, Blaðsíða 50
dýrð kvöldsins óendanleg, hvert sem mannsaugað lítur.
Hver bekkur kirkjunnar er íullskipaður, gleði og eftir-
vænting ljóma á hverri brá. Presturinn stendur skrýddur
fyrir altarinu og hefur boðun sína. Hann flytur kirkjugest-
um þann dýrmætasta boðskap sem hljómað hefur á þess-
ari jörð: „Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur
Drottinn í borg Davíðs.“ Næst fyllir hljóðfærasláttur og
sálmasöngur helgidóminn, allir, sem kunna, taka undir
„Hin fegursta rósin er fundin, ... Eg held minni rós og ei
kvíði.“
Söngurinn hljóðnar, presturinn stígur í stólinn. Hann
ávarpar söfnuð sinn með ósk um gleðilega jólahátíð og
heldur svo áfram máli sínu:
- Okkur, sem hér erum saman komin á helgum stað í
þessu friðsæla byggðarlagi, þar sem velmegun virðist
ríkja meðal flestra, er gott að minnast þess á fæðingarhá-
tíð frelsarans, hvaða gildi hann gaf okkur að leiðarljósi
um lífsins vegu í villugjömum heimi. Hann elskar alla
menn, hvar sem þeim er skákað í mannlegu samfélagi og
hann sagði: „Af því skulu allir þekkja, að þér eruð mínir
lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ Á þessari
ljóssins hátíð, sem við hér fáum að njóta svo ríkulega, eru
þeir meðbræður okkar óteljandi um víða veröld sem í
myrkri sitja, eiga hvergi skjól, hvorki fæði né klæði, fella
brennheit tár dýpsta vonleysis, á meðan fögnuður jólanna
fyllir hjörtu okkar. Margir þeirra hafa aldrei fengið að
heyra gleðiboðskap jólanna, sem í aldaraðir hefur hljóm-
að í landi okkar, „Yður er í dag frelsari fæddur.“ Hann,
sem bauð sínum lærisveinum, allra tíma: „Farið og boðið
öllum þjóðum iðrun og syndafyrirgefningu." „Og sjá, ég
er með yður alla daga, allt til enda veraldar.“ Hann, sem
líknar, mettar, frelsar og endurreisir þann sem fallið hef-
ur. Hann, sem forðum sagði lögvitringi nokkrum er vildi
freista hans, dæmisöguna sígildu á öllum tímum, um mis-
kunnsama Samverjann, en hana þekkjum við öll frá barn-
æsku og hann sagði þá og segir enn: „Far þú og gjör slíkt
hið sama.“ Og þeir eru margir nú á okkar dögum, sem í
ýmsum skilningi hafa lent í ræningahöndum og liggja
sárir utan vegar. Hlýðum boði frelsarans, förum og reyn-
umst þeim hinn miskunnsami „náungi“ dæmisögunnar.
Minnug þeirra forréttinda sem fallið hafa okkur í skaut,
að við skulum mega í þessu frjálsa landi halda kristin,
heilög jól. í Jesú nafni, amen.
Hátíðarguðsþjónustunni er lokið. Kirkjugestir ganga út
í lognkyrrt, svalt vetrarkvöldið og halda til síns heima,
þar sem ilmandi jólasteikin bíður þeirra.
Kjell Eyvik og fjölskylda hans hraða för heim á leið.
Friður og helgi jólanna umlykur allt og þau ganga hljóð
um stund og njóta þessara unaðssemda. En skyndilega
rýfur litli Jensen þögnina og spyr með bamslegum ákafa í
rómi:
- Af hverju situr maðurinn þarna einn undir trénu á
jólakvöldið?
- Situr hver? Um hvað ertu að tala, Jensen minn? svar-
ar faðir hans þýðlega.
- Manninn undir stóra trénu, sérðu, þarna, pabbi, segir
drengurinn og bendir upp í skógarþykknið skammt fyrir
ofan veginn. Þau nema öll staðar og rýna í áttina þangað
sem drengurinn bendir og brátt koma þau auga á þúst
undir einu trénu, sem líkist einna helst mannveru.
- Þú hefur skarpa sjón og athyglisgáfu, nafni minn,
verður afa Jensen fyrst að orði. - Að þú skyldir taka eftir
þessu sem ekkert okkar hinna kom auga á og ég hygg að
þetta fyrirbæri þurfi nánari athugunar við.
- Já, pabbi, svarar Kjell. - Ég held það líka. Við ættum
að ganga þama upp eftir og vita hvað um er að vera.
- Við förum öll, segir Asbjörg festulega og drengirnir
taka undir með móður sinni.
Þau hraða sér af stað í áttina til skógar og eftir nokkra
göngu tekur þetta sjónarspil á sig skýra mynd. Undir há-
vöxnu barrtré situr mannvera, hniprar sig saman og felur
andlitið í höndum sér og þama er auðsjáanlega ekki allt
með felldu.
Ferðafólkið nemur staðar hjá mannveru þessari og virð-
ir hana fyrir sér andartak en ber engin kennsl á viðkom-
andi.
Kjell hefur orð fyrir hópnum, býður gott kvöld og
gleðileg jól. Mannveran dregur hendumar seinlega frá
andlitinu, gýtur augunum á þetta óvænta aðkomufólk og
hniprar sig enn meira saman í kút, en svarar svo lágum
rómi:
- Gott kvöld.
Eftir útliti að dæma er þetta unglingspiltur, andlitið
skinhorað og fölt og augun rauð og þrútin eins og eftir
langvarandi grát.
- Hvað heitir þú, vinur? spyr Kjell vingjarnlega.
- Andre Rekdal, svarar pilturinn hljómlausri röddu.
- Hvar áttu heima? er næsta spurning, sem Kjell beinir
til piltsins.
- Hvergi, er hans stutta svar.
- En áður fyrr? spyr Kjell rólega.
- Ég átti heima í sjóbúðinni niðri við höfnina. Torvald
rak mig út í dag og sagði að ég gæti séð um mig sjálfur.
Hann byrjaði að drekka vín strax í morgun, er svarið.
- Torvald? Hver er hann? spyr Kjell þýðlega.
- Karlinn sem bjó með mömmu, en hún dó í haust
skömmu eftir að við fluttum hingað, svarar pilturinn
raunalega.
- Þetta var sorglegt, vinur, segir Kjell samúðarfullum
rómi. - En nú kemur þú heim með okkur og heldur þar
jólin.
- Ég er svo illa til fara, svarar pilturinn og fer allur hjá
sér.
- Ekki eitt orð um slíka hluti. Það hljóta að vera til föt
handa þér á heimili mínu, sem hægt er að nota til bráða-
brigða, segir Kjell hressilega, réttir piltinum höndina og
hjálpar honum, köldum og stirðum, að rísa á fætur, eftir
langa setu við snæviþaktar rætur trésins.
Afi Jensen hefur enn ekkert lagt til mála og látið son
sinn einan um samræður við piltinn, en nú snarar hann af
sér þykkum vetrarfrakka, sem hann ber ystan klæða og
færir piltinn í frakkann.
190 Heima er bezt