Heima er bezt - 01.04.2002, Page 13
ekki einu sinni hjá flokksbræðram
mínum. Ég lét samt á það reyna og
flutti tillögu um efnið og hún var
kolfelld. Svo liðu nokkur ár og þá fór
ekki framhjá neinum að þessi togara-
útgerð var orðin staðreynd hvarvetna
á íslandi. Þá fyrst fórum við að líta í
kringum okkur og áttum nú fárra
kosta völ. Síðast lentum við í því að
kaupa fjölveiðiskip, sem Vestmanna-
eyingar voru að láta smíða fyrir sig á
Akranesi, en hættu við. Við létum
síðan ljúka þeirri smíði og það var
skipið Júlíus Hafstein. En þrátt fyrir
allt voru margir á móti þessu og
málsmetandi maður sakaði mig um
að vilja innleiða togarasvall í bæinn.
Ég man að ég hrökk ónotalega við.
En staðreyndin er sú að við fórum of
seint af stað, Húsvíkingar lentu aftar-
lega á merinni í þessu og ég held að
þeir hafi aldrei náð sínum hlut.“
Enginn veit hvað undir
annars stakki býr
„Þegar ég kom hér suður gerðist ég
tækjavörður hjá Líffræðistofnun Há-
skóla íslands. Það var mjög fjöl-
breytt starf. Eg sá um innkaup og
uppsetningu og viðhald tækja. Enn
fremur sá ég um smíði á alla vega
áhöldum og tólum til notkunar þar í
stofnuninni. Starfið var skemmtilegt,
ekki síst vegna þess að maður kynnt-
ist fjölmörgu ágætu fólki. Ég átti að
hætta þarna þegar ég varð sjötugur
en var endurráðinn með einfaldri
bókun. Nú er eitt ár liðið frá mínum
starfslokum. Þá hafði ég unnið þarna
í fimmtán ár.
Enda þótt rafvirkjunin hafi orðið
mitt ævistarf finnst mér að tækni-
sviðið hafi ekki verið minn heima-
völlur, þegar allt kemur til alls.
Áhuginn hefur meira beinst að ýms-
um sviðum hugvísinda. Frá fyrstu tíð
hef ég verið að glugga í eitt og ann-
að, en varast samt að festast í nokkru
sérstöku. Ég hef til dæmis aldrei orð-
ið heltekinn af einhverjum ákveðn-
um höfundi og setið fastur í verkum
hans. Frekar hef ég farið vítt og
breitt og vel má vera að þannig hafi
ég öðlast einhverja yfirsýn.
Aftur á móti eru það þín orð að ég
hafi staðið mig vel í einhverjum
spurningakeppnum. Satt að segja
finnst mér ég vita ákaflega lítið og
því minna sem ég les meira. Allir
sem lesa og grúska komast áreiðan-
lega að sömu niðurstöðu.
Eins og þú sérð þá á ég töluvert
bókasafn. Þar fer lítið fyrir skáldsög-
unum. í hillunum eru fræðibækur,
einkum sagnfræði og þess háttar svo
og ljóð. Ljóðin eru í uppáhaldi hjá
mér. Svolítið hef ég bundið inn sjálf-
ur af mínum bókum.
Fræðagrúsk hefur lengi átt hug
minn allan. Ég byrjaði snemma að
velta fyrir mér gamalli stafagerð og
gömlum textum. Ég kann ekki að
skýra hvernig áhuginn vaknaði fyrir
því. Ég hef í nokkrum mæli viðað að
mér fornum skáldskap og eytt tals-
verðum tíma í að brjóta hann til
mergjar mér til mikillar ánægju.
Þessa stundina er ég að fara yfir
gamlar sálmaþýðingar og gamla
sálmatexta frá sextándu og sautjándu
öld. Það veitir mér ómælda ánægju.
Þessi vinna er unnin fyrir ákveðna
aðila hér í borginni, ef þetta dund
getur á annað borð kallast vinna.
Hér er ég með tvær spjaldskrár í
kössum. Það hefur farið drjúgur tími
í að gera þær. Önnur þeirra er rita-
skrá Þingeyinga. Ég byrjaði á henni
um 1970 og reyndar hefur nú verið
fjallað um hana á prenti áður. Ég
hugsaði mér að koma í spjaldskrá
öllu því sem skrifað hefur verið af
Þingeyingum frá fyrstu tíð til okkar
daga. Ég hef aflað mér upplýsinga
ansi víða og nú eru einir þúsund ein-
staklingar komnir á spjöld. Þeir eru
Þingeyingar flestir, margir skáld og
sumir rithöfundar.
Enn fremur er hér spjaldskrá um
Guðmund Hannesson lækni. Það var
einu sinni meiningin að einhver fær
maður fengi hana til afnota og skrif-
aði bók um Guðmund Hannesson.
Einhverra hluta vegna hefur aldrei
orðið neitt úr því. Satt best að segja
skil ég ekkert í læknasamtökunum að
hafa ekki látið gera bók um þennan
merka mann fyrir löngu. En hvað
sem því líður þá á ég spjaldskrána og
hún sýnir svart á hvítu að þessi Hún-
vetningur var einhver mikilhæfasti
íslendingur, sem uppi hefur verið.
Passíusálmarnir lesnir á Keili
„Þegar við fluttum hér suður þótti
mér slæmt hvað ég var ókunnugur á
svæðinu. Mig langaði til að verða
bærilegur heimamaður sem allra
fyrst og greip til minna ráða í því
sambandi. Ég tók herforingja-
ráðskortið og skráði upp úr því öll
fjöll og hæðir sem eru tvö hundruð
metrar yfir sjó á Reykjanesi, alveg
inn að Skálafelli, sunnan Hellisheið-
ar, að Skálafelli við Esju með línu
um Þingvallavatn. Þegar skráningu
lauk reyndust hæðirnar vera á annað
hundrað. Við svo búið fór ég að
ganga á kollana og krossaði við á
listanum mínum eftir hverja ferð. Ég
gekk gjarnan á tvær eða þrjár hæðir
sömu helgina og las mér til um þær
og nágrenni þeirra bæði á undan og
eftir og hafði af þessu hina mestu
ánægju. Þegar ég var farinn að átta
mig á staðháttum og vissi hvaða leið-
ir mér þóttu athyglisverðastar og
hvar útsýnið var fegurst hafði ég öðl-
ast býsna mikla þekkingu á svæðinu.
Þegar ég talaði við staðkunnuga
menn varð mér ljóst að ég var að
verða manna fróðastur um eitt og
annað. Þegar ég benti þeim á hin
ýmsu kennileiti urðu sumir afar
undrandi og sögðu: „Nei, hvað seg-
irðu, heitir þetta nú eitthvað sérstakt?
Það höfðum við ekki hugmynd um.“
Undir niðri þótti mér mjög skemmti-
legt að vera allt í einu orðinn sér-
fræðingurinn í hópnum. En að öllu
gamni slepptu þá veitti þetta mér þá
tilfinningu, að ég væri orðinn heima-
maður hér syðra og það hafði ótrú-
lega mikla þýðingu fyrir mig.
Þegar spor mín lágu orðið vítt og
breitt um landsvæðið, sem afmarkað
var á kortinu, tók ég einskonar ást-
fóstri við fjallið Keili. Hann er mjög
fallegt fjall, stendur þarna einn sér
og minnir vel á sig enda eitt helsta
kennileiti á Reykjanesskaga fyrir sjó-
menn áður fyrr. Ég er æði lengi bú-
inn að vera í góðu sambandi við
Passíusálmana og Hallgrím Péturs-
son, hef safnað sálmunum í ýmsum
útgáfum og reynt að komast yfir sem
flest um Hallgrím Pétursson og eftir
hann. Ekki veit ég hvort þessi áhugi
stafar af trúhneigð. Reyndar tel ég
Heima er bezt 157