Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Side 14

Heima er bezt - 01.04.2002, Side 14
Úr garðinum á Hjarðarhóli 16 á Húsavík. I baksýn á efri myndinni má sjá Kinnarjjöll og skemmtiferðaskip á flóanum. gám miðsvæðis á Suðurlandsundir- lendinu og síðan verður þetta sent með flugvélum beint á markað í Evr- ópu. Beint samband við Keflavíkur- flugvöll með Suðurstrandarvegi gerir þetta kleift.“ Ánægður með mína samferðamenn „Ég hef verið afskaplega ánægður með lífið og samferðamennina. Ég á engan óvildarmann svo mér sé kunn- ugt um. Yæri ég hins vegar orðinn ungur aftur rnundi ég líklega haga lífinu eitthvað öðruvísi. í sem fæst- um orðum þá mundi ég gegna föður mínum en það gerði ég ekki í æsku. Hann var um margt merkilegur mað- ur og á undan sinni samtíð. Þegar ég byrjaði að reykja þá ræddi hann við mig um skaðsemi reykinga en slíkar umvandanir áttu ekki upp á pallborð- ið hjá mörgum í þá daga. Þá þótti fínt að reykja. Hann eggjaði mig einnig til meira náms en á það vildi ég ekki hlusta, strákurinn. Nú finnst mér að ég hefði átt að hlusta betur og til- einka mér það sem hann sagði og afla mér meiri menntunar á unga aldri. Á imbrudögum 2001 mig trúaðan, en ég trúi nú fyrst og fremst á hið góða í manninum og Hallgrímur Pétursson styrkir mig í þeirri trú. I fyrstu ferð minni á Keili var ég einhverra hluta vegna með Passíusálmana á mér og las sálm þarna uppi. Síðan fór ég að ganga á Keili reglulega og hafði þá fyrir venju að lesa einn sálm í hverri ferð. Þetta gat verið skemmtilegt stundum því ég gekk í misjöfnum veðrum á fjallið eins og gefur að skilja og stundum var æði hvasst þarna uppi. Þá var áreiðanlega dálítið spaugilegt að sjá til mín því ég sló bara opinni bókinni og las upp í veðrið heyranda hljóði, þann sálm sem fyrir varð og fór ævinlega með hann allan, alveg sama hvað hann var langur og ef ég hitti á virkilega langan sálm gat þetta orðið býsna snúið í roki. í gegnum árin hef ég farið ákaflega margar ferðir að Kleifarvatni. Ég geng afar oft á svo- kallað Vatnshlíðar- hom, síðdegis á góðum dögum. Á öllu þessu svæði er hvergi betra að hlusta á þögnina, hlusta á friðinn, þennan djúpa frið, en við Kleifar- vatn. Hitt er svo annað mál, að eftir jarðskjálftana síðustu hefur þögnin verið rofin af fossi sem er neðan- vatns í Kleifarvatni. Ef maður fer á tangann suður af Lambatjörninni þá er þar gríðarlega mikil sprunga í bergið, sem hefur opnast meira við jarðskjálftana. Þar er heilmikill foss, sem gengur inn í bergið. Maður sér hann nánast ekki heldur heyrir bara í honum. Hann steypist bara þarna niður í hraunið og er aðalframrásin fyrir vatnið sem er að týnast úr Kleif- arvatni þessar vikurnar og mánuðina. Lítið fyrir að liggja á sólarströnd „Ég hef ekki gert mjög víðreist um dagana. Ég hef þó komist til Hawaii, þvert yfir Ameríku og vestur í mitt Kyrrahaf. Það er mín mesta og lengsta reisa. Mína fyrstu ferð um Evrópu fór ég árið 1956. Þá fór ég sex vikna ferð suður um Evrópu frá Danmörku og suður á Ítalíu og til Frakklands aftur en frá París flaug ég heim til íslands. Síðan höfum við verið að fara svona af og til hjónin. Ég hef ekki farið margar sólar- strandaferðir. Ég er ekki mikið fyrir að liggja á sólarströnd. Ég fer gjarn- an að labba þegar aðrir liggja. Það hefur stundum þótt dálítið slæmt þegar ég hef verið að týnast í svo- leiðis ferðum. Ég hef gaman af að ferðast innan- lands en fer þó ekki mikið í fjalla- ferðir. Þó fór ég nú inn að Veiðivötn- um á síðastliðnu sumri og hafði gam- an af. En mér er landið hugleikið með kostum sínum og göllum. Það er langt síðan mér varð ljóst að svæðið frá Kambabrún austur að Eyjafjöll- um er nrikið Gósenland litið til fram- tíðar fyrir ísland. Ég er alltaf að sjá það betur og betur. Þarna verður kraftmesti búskapurinn um alla fram- tíð. í framtíðinni verður kjöti, græn- meti og blómum skilað daglega í 158 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.