Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Síða 29

Heima er bezt - 01.04.2002, Síða 29
lögðust í eyði vegna gjóskulags og margir Norðmýlingar fluttust þess vegna til Vesturheims. Gígurinn er talinn vera um 150 metrar í þvermál og um 60 metra djúpur niður að brúngulu vatnsborð- inu í botni hans. Síðar átti ég eftir að fá mér sundsprett á þessum undar- lega stað ásamt fleirum, en það er önnur saga. Frá Víti röltum við vestur að Knebelsvörðunni svonefndu, sem Þjóðverjarnir, þau Viktorina von Grumbkow og Flans Reck, hlóðu þarna sumarið 1908, til minningar um tvo landa sína, þá Max Rudloff og Walter von Knebel, er fórust þarna við rannsóknarstörf sumarið áður og var talið að þeir hefðu drukknað í vatninu, en sá síðarnefndi var heitbundinn ungfrú Grumbkow. Erindi þýsku stúlkunnar að Öskjuvatni þessa sumardaga 1908 var að sjá staðinn og leit- ast við að afla upplýsinga um afdrif unnustans, sem var þó árangurslaust. Sagt var að stúlkan hefði sökkt litlum kistli í vatnið er hafði að geyma sam- eiginlegar minjar hennar og Walter von Knebels. Eftir að hafa klappað nöfn þeirra Max Rudloffs og Walter von Rnebels á grágrýtishellu í vörð- unni, sem enn var sjá- anleg 1963, yfirgáfu þau ungfrú Grumbkow og Flans Reck síðan Öskju og héldu heim- leiðis aftur. Síðar skrifaði Vikt- orina von Grumbkow bók um Islandsferð- ina sem hún nefndi ísafold og kom út í Berlín 1910. Þarna sagði hún skilið við fortíð sína og giftist síðar Hans Reck, sem var fylgdarmaður hennar í íslandsferðinni. Bókin Isafold var gefin út á ís- lensku árið 1982 í ágætri þýðingu ◄ Frá Vikra- borgum í Öskju 1964. T Spjallað um jarðfræði við Öskjuvatn sumarið '63. ◄ Litið ofan i Viti við Öskju og gönguleiðin niður að vatninu ligg- ur eftir gjánni beint á móti og sumarið '63 lá bílaslóð upp á gíg- barminn að norðan- verðu. T Þarna er hópur fólks að búa sig til sunds í gígvatninu sumarið '64. ◄ Knebels- I varðan, sem þau Viktorina von Grumb- kow og Hans Reck hlóðu á norðurbakka Öskjuvatns sumarið 1908. Haralds urðssonar. Haft er fyrir satt að flestir þeir þýsku ferðantenn sem til íslands koma og um landið Heima er bezt 169

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.