Heima er bezt - 01.04.2002, Síða 31
þriðja degi var ekið aust-
ur yfir Ódáðahraun sunn-
an Trölladyngju, um
Gæsavötn og yfir urðar-
hálsana austur að Jök-
ulsá.
Kvöldsett var orðið
þegar við ókum síðasta
áfangann norður sand-
aurana að tjaldstað í
Drekagili, en á þeirri leið
blasti við okkur mikil
undrasýn norður yfir há-
sléttuna til Herðubreiðar
▲ Ferðahópurinn
við Jökulsá á
Fjöllum, sumarið
'63.
► Tveir úr hópn-
um frá '63, á vest-
urbrún Hrossa-
borgar.
A Hugað að bílaslóðum í
óbyggðum '63.
ekki lengur til.
Tröll og útilegu-
menn einnig á
brott. Ógnir og
hættur orðnar við-
ráðanlegri og leiðir
um hálendið greið-
færar nýjum farar-
tækjum, en þrátt
fyrir allt er mál ís-
undir eldlegum himni
norðursins. Eg man að
við stönsuðum góða
stund í sandauðninni og
dáðumst að útsýninu sem reyndar var
allt um kring meðan Jökulsá niðaði
þungt á næsta leiti. Langt í austri
blasti Snæfell við, laugað mildri
kvöldsól. Sömu sögu var að segja um
fjallasýn að baki okkar í suðri, ógnar-
bunga Vatnajökuls með Kverkfjöll,
sundurklofin og hrikaleg, en á næsta
leiti, í norðvestri, Dyngjufjöll, dular-
full og umfangsmikil yfir úfnu,
dökku hrauni og vikurbreiðum Öskju.
Stundum, þegar ég hugsa til
óbyggðaferða, verður þessi kvöld-
mynd mér ærið föst í huga, eins og
reyndar snilldarkvæði Jóns Helga-
sonar, Áfangar, gera einnig, eða hver
man ekki, sem ferðast um þessar
slóðir, eftirfarandi ljóðlínur:
til oft síðan, mér til
fróðleiks og
ánægju.
Fljótlega varð mér ljóst að óbyggðir
landsins voru næsta lítt kunnar allt
fram á 20. öld og því lengi í meðvit-
und alþýðu, heimkynni margs konar
dulúðar, ógna og háska, leyndardóms-
fullar og hættulegar. Upp frá mörgum
sveitadölum, bakvið efstu fjallabrúnir,
lágu þær óravíðar og viðsjálar, villu-
gjamar og voveiflegar, eins og sagan
greinir frá. En þær áttu einnig að vera
heimur margvíslegra gæða og frjó-
semda. Inn í ógöngum Ódáðahrauns
kváðu leynast djúpir dalir, gróðursæl-
ir og gjöfulir, athvarf þeirra er flýja
þurftu refsivönd laganna. Nægir þar
að nefna Fjalla-Eyvind og Höllu.
Jafnvel í skjóli jökla áttu að vera ið-
grænar vinjar, þar sem heimkynni
vætta og trölla voru talin vera.
Þannig urðu víðerni óbyggðanna
ótæmandi uppspretta hugmynda og
skáldskapar um aldir.
Með ferðum manna og kynnum
þeirra af óbyggðunum vék þessi
ímyndun smám saman fyrir aukinni
þekkingu. Gróðursælir jökladalir eru
horfnir. Búsældarsveitir Ódáðahrauns
▲ Brugðið á leik í Hrossaborgargíg
'64.
lenskra óbyggða máttugt, þegar þögn
þeirra og kyrrð sameinast sál ferða-
mannsins.
En sleppum frekari vangaveltum og
víkjum aftur að ferðinni sem nefnd er
í upphafi. Það var mikið ævintýri að
aka yfir Tungnaá á Hófsvaðinu og
gista í tjöldum við Veiðivötn.
Tungnaá var hinn mikli farartálmi á
Sprengisandsleið, allt þangað til tor-
færubílar urðu hér almenningseign
eftir lok síðari heimssfyrjaldarinnar.
Daginn eftir ókum við yfir Köldu-
kvísl og slógum tjöldum í Nýjadal. Á
Liggur við Kreppu lítil rúst,
leiðirnar ekki greiðar;
kyrja þar dimman kvæðasón
Kverkfjallavœttir reiðar;
fríð var í draumum fjallaþjófs
farsœldin norðan heiðar,
þegar hann sá eitt samfellt hjarn
sunnan til Herðubreiðar.
og:
Séð hef ég skrautleg suðrœn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og Ijós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Heima er bezt 171