Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Page 32

Heima er bezt - 01.04.2002, Page 32
▲ Hópmynd af ferðafélögunum úr Öskjuferðinni 1963, í tilefni komu frönsku hjónanna Renée og Marc Henriet frá París, til Islands sumarið 2000 eða 37 árum eftir að Öskjuförin var farin. Þeir eru frá vinstri: Valdimar Samúelsson Ritchie, Börkur Arnljótsson, Lovísa Einarsdóttir, Sigmundur Karl Ríkarðsson, Marc Henriet, Renée Henriet, Axel Guðmundsson, Þorsteinn Hjaltason, Guð- mundur Hervinsson, Örn Proppé, Guðrún B. Tómasdóttir, Guðmundur Sœ- mundsson og Þórður Henríksson. Fjórða dag ferðarinnar, sunnudag- inn 11. ágúst, hvíldumst við í Herðu- breiðarlindum, en þar var þá komið sæluhúsið Þorsteinsskáli. Þar héldum við kveðjukvöldvöku fyir samferða- fólk okkar norður yfir öræfin, sem áður er nefnt, því næsta dag ætlaði það að halda heimleiðis aftur, þjóð- veg til Reykjavíkur. Svo bar til að Steindór Steindórs- son frá Hlöðum, var staddur í Þor- steinsskála þessa helgi og varð hann góðfúslega við bón okkar að segja nokkuð frá óbyggðunum og kynnum sínum af þeim. Best þótti okkur að heyra reimleikasögur hans úr fjalla- kofum og sæluhúsum, eins og til dæmis frá sæluhúsinu við Jökulsá, Hálsakofa undir Snæfelli, sæluhús- inu í Hvítárnesi og víðar. Mánudaginn 12. ágúst héldum við brott úr Herðubreiðarlindum austur til Egilsstaða með viðkomu á Gríms- stöðum, í Möðrudalskirkju og eyði- býlum á Jökuldalsheiði. Fyrr um daginn hafði verið gerður stuttur stans í dalverpi eða gíg Hrossaborg- arinnar, því þar var einstaklega gott að ná talstöðvarsambandi úr bílnum við Gufunesradíó og Reykjavík. Næstu daga ferðuðumst við í ein- stakri veðurblíðu um Austfirði, Norður- og Austurland og ókum loks Kjalveg úr Blöndudal til Suðurlands. Annars voru gististaðir okkar síðari hluta ferðarinnar á eftirtöldum stöð- um: Atlavík, Norðfirði, Egilsstöðum, Raufarhöfn, Hólmatungum, Reykja- hlíð, Akureyri og Hvítárnesi, en það- an lögðum við upp í síðasta áfangann til Reykjavíkur um Gullfoss, Lyngdalsheiði og Þingvöll, þann 20. ágúst. Mikið er allt orðið breytt í vega- málum landsins, eins og til dæmis Norður- og Austurlands frá þessari síðsumarsferð 1963. Þá skein sól sunnan þegar við ókum um hlað á Grímsstöðum og í Möðrudal, en nú hafa þessir bæir báðir horfið úr þjóð- braut og sömu sögu er að segja um Jökuldalsheiðina, þar sem þjóðveg- urinn lá áður um túnfót í Rangárlóni við norðurenda Sænautavatns en er nú marga kílómetra í burtu. Allgóður vegur er nú kominn upp að Snæfelli, bæði úr Hrafnkelsdal og Fljótsdal enda mikil umferð á þessum slóðum, svo mikil að draugurinn úr Hálsa- kofa kvað vera fluttur þaðan, að kunnugra sögn. Síðsumarsdagar á hálendi íslands eiga sér oft töfra lognværðar og heið- ríkju sem óvíða er að finna annars Öskju skal bent á bækur Ólafs Jóns- sonar, Ódáðahraun I-III, Árbók Ferðafélags íslands 1981 (Ódáða- hraun) eftir Guðmund Gunnarsson, Landið okkar eftir Pálma Hannesson, Isafold eftir Viktorinu von Grumbkow og Eldur í Öskju, eftir Sigurð Þórarinsson. — A Jón bóndi Stefánsson í kirkju sinni í Möðrudal. Hjá honum stendur Hall- grímur Jónasson kennari. staðar í víðri veröld og svo var einnig þessa ágústdaga fyrir nær fjórum áratugum og reyndar í fleiri ferðum mínum um landið á síðari helmingi þeirrar aldar sem nú hefur kvatt, því upp úr óbyggðaferðinni 1963 varð til óformlegur ferða- klúbbur sem starfaði í nokkur ógleymanleg ár undir forystu Péturs Pét- urssonar. Hér verður brugðið upp nokkrum svipmyndum úr þessum ferðum, sem eru frá ýms- um tímum og stöðum árin 1963- 2001. Þeir sem vilja fræðast nánar um 172 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.