Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Page 33

Heima er bezt - 01.04.2002, Page 33
Hjörtur Þórarinsson HEYSKAPUR í REYKHÓLAEYJUM 1952 Undirbúningur eyjahey- skapar efðbundinn undirbún- ingur var ávallt í sam- bandi við eyjaheyskapinn. Legið var við í tjaldi og tjald- staður valinn þar sem sást til úr landi. Ef óskað var eftir að mannskapurinn kæmi í land, var hvítt lak breitt á áberandi stað á bæjarhúsum eða á hól- barð í landi. Lítinn hverfi- stein tókurn við með til að leggja á ljáina og að sjálf- sögðu allmörg orf og hrífur. A þessum tímum var orðið næsta erfitt að eiga nóg af reipum. Ullarreipin fóru best með hendurnar á okkur, þar næst hrosshársreipin, en þetta síðasta ár var mest not- ast við grannan kaðal úr aflagðri þorskalínu. Matföng höfðum við með okkur til ákveðins tíma. En þetta sumar tókum við það ráð að afla okkur fuglakjöts til drýginda. Teistukofan var fullbúin og lundakofan því sem næst tilbúin. Matreiðsl- an var einföld og þægileg. Ég reitti kofuna og sveið hana á prímus. Síðan var hún soðin í sjó og haframéli stráð út á soðið. Þar með var komin hin besta kjötsúpa. Kart- öflur voru líka soðnar og étnar með. Oftast tókst að geyma mjólk óskemmda á köldum stað. Einnig snæddum við hverabakað rúgbrauð, gott súrmeti, selshreifa og fleira. Vinnan var mikil og erfið og matarþörfin eftir því. Eyjaheyið var ígildi bestu túntöðu. Mest var slegið af língresi á þurrum bölum, en einnig stör í mýrasund- um. Melgresi var lítið sleg- ið. Þegar heyið var orðið vel grasþurrt var það sett upp í litla galta og látið standa þar í minnst viku- tíma og jafhvel upp í tvær vikur. Síðan var það bundið í hæfilega stórar sátur sem voru um það bil 50 kíló hver. Miðað var við að meðalknár karlmaður næði að sveifla sátunni upp á axlir og bera hana niður til sjávar, þar sem gott lægi var fyrir flutningabátinn. Þeir sem unnu við þessa heyöflun sem varð sú síð- asta í búskaparsögu Reyk- hóla voru sem hér segir: Hjörtur Þórarinsson, Sig- urgeir Tómasson, Tómas Sigurgeirsson og Þorsteinn Þórarinsson. Frá Bæjarheimilinu komu Páll Andrésson og Lúðvík Magnússon. Frá Tilraunastöðinni voru þeir Sig- urður Elíasson, Jóhann Jónsson, Jakob Jónsson og Ingólf- ur Pálsson. Inngangsorð Þetta sumar byrjaði heyskapur óvenju seint á Reyk- hólum. Þann 30. júlí var aðeins búið að slá Bogavalla- flötina sem er austan við kirkjugarðinn, en I vikulokin 2. ágúst var búið að slá og þurrka allt af heimatúninu og fylla votheystóttina sem tók um eitt kýrfóður. Hafa ber I huga að fram að þessum tíma var aðeins einn jjórði hluti heyjanna tekinn á rœktuðu landi á Reykhól- um, en hinn hlutinn var tekinn á útengjum og í eyjum. Nýrœktin var þá að komast á að tilhlutan Landnáms- ins. Undanfarin sumur var engjaheyskapur nauðsyn- legur til heyöflunar fyrir þann bústofn sem var á fóðr- um. Reynt var að nýta beit I eyjum frá hausti ogfram til jóla fyrir ásetningslömbin og stundum fyrir eldri ærnar og þau af hrossunum sem ekki voru notuð að vetrinum. Þetta sumar hófst engjaheysakpurinn mánudaginn 4. ágúst. Að honum stóðu þetta sumar þrír aðilar. Fóstri minn, Tómas Sigurgeirsson, bóndi á Reykhólum, Sig- urður Elíasson, tilraunastjóri Tilraunastöðvarinnar á Reykhólum, og Magnús Ingimundarson, bóndi í Bœ. Tómas lagði til mótorbát og jlutningabátinn Friðþjóf og alla verkstjórn sem hann síðan jól mér undirrituð- um. Að verki loknu var heyfeng skipt eftir þeim dags- verkafjölda sem hver um sig lagði fram. Tómas lagði fram 27 dagsverk, Magnús 26 dagsverk og Sigurður til- raunastjóri 19 dagsverk. Alls voru þetta 72 dagsverk og heyfengurinn varð 482 sátur af þurru og þægilegu bandi. Afköstin voru því 6,7 sátur á unnið dagsverk. Miðað var við að heyið vœri komið þurrt heim í hlöðu. Afköst þessi voru talin vera í góðu lagi. Aður var talið viðunandi aö fá jjórar sátur á hvert unnið dagsverk. Heima er bezt 173

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.