Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Page 35

Heima er bezt - 01.04.2002, Page 35
A L D A F A R 4. hluti Trúboðsferðin / framhaldi af atburðum á Þvottá, segirfrá því í Njáls sögu, aó Síðu-Hallur, Þangbrandur og hans trúi iíf- vörður Guöleifur Arason, hefji kristniboðsferðir (vor- ið 998) með því aó fara vestur um Suðurland til Þing- valla. Fyrst liggur leið þeirra unt Lónsheiði. Þar á heiðinni segir Olavíus, að sé Preststeinn, og þar eigi Þangbrandur að hafa predikað. Fyrsti viðkomustaður þeirra sunnan heiðar var á Stafafelli í Lóni, þá bjó þar Þorkell. Ekki byrjaði sigurganga kristniboðsins vel því Þorkell brást hinn versti við trúboði og skoraði Þangbrand á hólm: „Þá bar Þangbrandr róðukross fyrir skjöldinn en þó lauk svá með þeim at Þangbrandr hafði sigr ok drap Þorkel.“ í þessari viðureign heíur Þangbrand- ur þó málsbætur með því að beita fyrst fyrir sig róðukrossinum. Fyrsti gististaður var í Borgarhöfn, fyrir vestan Heinabergssand. Þar tók fólk allt við trú. Þaðan fóru þeir til Fellshverfis og gistu að Kálfafelli. Þar bjó Kolur Þorsteinsson, bróðursonur Halls. Kolur tók við trú og hjón hans öll. Þaðan fóru þeir til Breiðár. Þar bjó Össur Hróaldsson frændi Halls og tók hann við prímsign- ing. Össur var afkomandi Hrollaugs landnámsmanns. Kolur Hallsson átti Ólöfu dóttur Össurar. Þeirra sonur var Oddur fræðimaður, heimildamaður Ara fróða um sögur Noregs- konunga o.f.l. Erfitt er fyrir þá sem leið eiga um Breiða- merkursand, að átta sig á hvar bærinn Breiðá,1 hafi verið því að ekki er nú búsældarlegt á þessum slóðum. En fleira hefúr tekið breytingum á þessum hluta landsins frá dögum Síðu-Halls, því að þá var nær samfelld blómleg byggð á öllu svæðinu frá Eystrahorni til Lómagnúps. Meðal hinna horfnu byggða má nefna Papýli, Breiðársveit, (vestasti bær þeirrar sveitar var Kvísker,) meirihluta Ingólfshöfða-hverf- is, (nú Öræfi) og Litlahérað, (vestan Skaftafells, Skeiðarár- sandur.) Á dögum Halls, hafa öll stórfljótin verið miklum mun minni en síðar varð vegna stækkunar jöklanna. Næsti áfangastaður var að Svínafelli hjá Flosa Þórðar- syni Freysgoða. Flosi átti fyrir konu, Steinvöru, laundóttur 1 „Um þaö bil 7 km austan viö Fjallsá er allmikil lægð og nokkuð gróið beggja megin við hana, Vestan við þessa lægð, stóð bærinn Breiðá. Ekki verður vitað með vissu hvar hann var því að jökull gekk yfir rústir bæjarins. Þar var búið til ársins 1698,-.“ ÁrbókFÍ 1979, bls. 119. Halls og Flosi átti soninn Kolbein, með Ólöíú systur Halls. Flosi vildi ekki taka skím, en lét prímsignast og hét að fylgja þeim á þing. Samkvæmt kristnum lögum mátti hann eftir prímsigningu hafa samneyti við kristna menn. Það hefur kanski ekki verið svo létt fyrir hina stoltu Freys- gyðlinga að afneita hofgyðjunni Freyju. Þaðan fóm þeir vestur til Skógahverfis og gistu í Kirkju- bæ. Ekki þarf að efa að þeir hafi fengið góðar viðtökur þar hjá vinum og trúbræðmm. Eftir það fóru þeir til Höfða- brekku. „Þá spurðist allt um ferð þeira. Maðr hét Galdra-Héðinn, er bjó í Kerlingardal. Þar keyptu heiðnir menn at honum, at hann skyldi deyða Þangbrand ok föru- neyti hans. Hann fór upp á Arnar- stakksheiði ok elfdi þar blót mikit. Þá er Þangbrandr reið austan, þá brast í sundr jörðin undir hesti hans, en jörðin svalg hestinn með öllum reið- ingi, ok sáu þeir hann aldri síðan. Þá lofaði Þangbrandr guð. Guðleifr leitar Galdra-Héðins ok finnur hann á heiðinni ok eltir hann ofan at Kerlingardal ok komst í skotfæri við hann ok skítr spjótinu til hans ok í gegnum hann.“ Þaðan fóm þeir til Dyrhólma,2 3 áttu þar fúnd með mönn- um og kristnuðu nokkra. Næst lá leið þeirra til Fljótshlíðar og boðuðu þar trú. „Þar mæltu mest í móti Veturliði skáld ok Ari, sonr hans, ok fyrir það vógu þeir Veturliða. Þaðan fór Þangbrandr til Bergþórshváls, ok tók Njáll við trú ok öll hjú hans, en þeir Mörðr ok Valgarðr gengu mjök í móti trú. Fóru þeir þaðan vestr yfir ár. Þeir fóru í Haukadal ok skírðu þar Hall, ok var hann þá þrévetr.“ Hér er verið að tala um Hall Þórar- insson í Haukadal. Samkvæmt þessari frásögn hefur hann verið fæddur 995. (d. 1089.) Frá þeirri athöfn að telja kemst Haukadalur á bókfell íslenskrar kristnisögu.’ Og Ari fróði segir: „Teit (ísleifsson) fæddi (fóstraði) Hallr í Haukadal, sá maðr, er þat var almælt at mildastr væri ok ágæstr at góðu á landi hér ólærðra manna. Ek kom til Halls sjau vetra 2 í Mýrdal cr ömefnið Þangbrandslækur. Ferðabók Sveins Pálssonar, dagbók 1793, bls. 319. 3 Fyrsta mentasetur á íslandi. Teitur ísleifsson (Gissurarsonar hvíta) prestur í Hauka- dal, stofnaði þar prestaskóla á síðarihluta elleftu aldar. Ari Þorgilsson fróði ólst upp með Teiti við þann skóla frá 7 ára aldri, f. 1067/68 d. 1148. Móðir Ara var Jóreiður, dóttir Gyðríðar Þorsteinsdóttur Síðu-Hallssonar. Kona Teits ísleifssonar, var Jómnn, hennar móðir Þórdís Þorvarðardóttir Síðu-Hallssonar. Þorgeir Guðmundsson frá Melrakkanesi Heima er bezt 175

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.