Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.2002, Page 37

Heima er bezt - 01.04.2002, Page 37
Hjá honum dvaldist Ólafur um tíma og munkurinn spáði fyrir honum og kendi honum kristin fræði: „Fór þá Óláff annat sinn at finna þenna mann, talaði þá mart við hann, og spurði vendilega, hvaðan honum kom sú speki, er hann sagði fyrir um óorðna hluti. Einsetumaðr segir, at sjálfr guð kristinna manna lét hann vita allt þat, er hann forvitnaðisk, ok segir þá Óláfi mörg stórmerki guðs, ok af þeim fortölum játti Óláfr, at taka skím, ok svá var, at Óláfr var skírðr þar ok alt föruneyti hans. Dvalðisk hann þar mjök lengi ok nam rétta trú ok hafði það- an með sér presta ok aðra lærða menn.“ 10 í bókinni Víkingar í stríði og friði," segir svo frá: „Þann vetur (993-94) gerðist atburður, sem átti eftir að hafa talsverðar af- Systrafoss við leiðingar í Noregi og Kirkjubœjarklaustur. fleiri löndum norður frá. Ólafur Tryggvason, þessi harðsnúni og mikunnarlausi víkingur, snerist til kristni. Ótrúleg sögn hermir að einsetumaður nokkur á Scyllyeyj- um (Syllingum) hafi tumað honum, en í Engilsaxakróníku er staðhæft að biskupinn í Winchester hafi kennt honum kristin ffæði og Aðalráður konungur sjálfur gerist guðfaðir hans er hann var skírður í Andover.“ Hér ber nokkuð í milli í frásögnum og er lítill vafi á að báðar hafi mikið til síns máls, því tæpast er að þessi um- rædda frásögn Snorra Sturlusonar, sé ótrúverðugri en flest- ar aðrar. Þau stórbrotnu áform Ólafs Tryggvasonar að innleiða kristindóm yfir heilar þjóðir kröfðust meiri fræðslu og vígslu konungborins manns, en hægt var að fá af munkin- um í Syllingum. Eftir alla þessa örlagaríku atburði á Suður-Englandi, fer Ólafur Tryggvason norður til Dyflinnar á írlandi. Vorið 995 heldur svo Ólafur áfram ferð sinni áleiðis til Noregs, með viðkomu á Suðureyjum og Orkneyjum. Þar hittir hann fyrir Sigurð jarl Hlöðversson. Ólafur hefur engin um- svif með að hann setur jarli þá kosti að annað hvort játist hann þegar undir kristna trú og heiti honum tryggð sinni, ella verði hann drepinn. Þar með var hafinn sá ásetningur Ólafs Tryggvasonar, að kristna öll Norðurlönd. Eftir þetta siglir Ólafur til Þrándheims, til fúndar við Há- kon blótjarl Sigurðarson. En hann hafði verið einvaldur yfir Noregi frá 975, eftir að hafa unnið Noreg af Gunnhild- arsonum, (Eiríkssonum blóðaxar), banamönnum Tryggva konungs, föður Ólafs. En Tryggvi var sonur Ólafs, Har- aldssonar hárfagra. Þegar Ólafur kemur til Þrándheims, 9 Heimskringla, bls. 125. Finnur Jónsson 1911. 10 Konungsannál, 993, Óláfr Tryggvason skírðr í Syllingum. 11 Víkingar í stríði og friði, Magnús Magnússon 1981, bls. 270. Kálfafell í Fljótshverfi. verið í útlegð alla sína æfi frá því er hann var nýfætt bam, lengst af austur í Garðaríki.6 Þar ólst hann að mestu upp í yfirlæti og kærleika hjá Valdimar kon- ungi og hans drottningu. Strax þegar Ólafur hafði aldur til gerði konungur hann að yfirmanni yfir herliði sínu. En Ólafur Tryggvason hafði ekki gleymt því að hann var afkomandi Noregskonunga, og átti rétt til ríkis í Noregi. Hann sagði því fljótt skilið við Garðaríki og kom sér upp eigin her og var eftir það oftast í hernaði bæði á Eystrasalti og í löndum Eystrasalts. Hann hafði einnig herjað á Englandi, Skotlandi, írlandi og víðar og var jafnan sigursæll. Snorri segir einnig frá því að Ólafur hafi verið með Ótta (Ottó) keisara í hemaði á Dani við að kristna Harald blátann Gormsson og son hans Svein tjúguskegg.7 Flateyjarbók „Þess er og fyrr getið að Otto keisari kristnaði Danmörk. Fór Ólafur Tryggvason með honum í austurveg og var mikill ráðagerðar maður keisaranum til að kristna fólkið. Og í þeirri ferð er svo sagt af nokkmm mönnum að Ólafur hafi fundið Þorvald Koðránsson.“8 Þessar tvær frásagnir segja okkur að Ólafur Tryggvason hafi þá verið orðinn áhugasamur um kristindóminn þó að ekki sé á það minnst að hann hafi þá látið skírast til krist- innar trúar. Nokkrum árum áður en honum auðnaðist að venda aftur til síns gamla fósturlands (Noregs) hafði hann samkvæmt ffásögn Snorra, verið með í innrásarliði Sveins tjúgu- skeggs, (um 990 eða aðeins þar eftir) til suðurstrandar Englands. í þeirri ferð frétti hann af kristnum einsetu- manni, (eremít) sem var bæði spámaður og munkur, í Syll- ingum.9 (Schillyeyjar) lítilli eyju við suðurodda Englands. 6 Garðaríki. Nýlenda víkinga í Rússlandi. 7 Lögmannsannáll: „965 var kórónaður Ottó inn mikli keisari (af saxlandi). Hann braut Danavirki ok kúgaði Harald Gormsson at taka við kristni.“ Þetta gæti hafa gerst á síðustu árum Ottós mikla keisara. Lögmannsannáll: „984, Otta inn ungi ríkti þrettán ár.“ Líklegra er að það hafi verið Ottó yngri sem sagt er frá í Flateyjarbók, að Ólafur Tryggvason hafi verið í ráðagerð með að kristna fólkið. 8 Svart á hvítu, 1986. Þorvalds þáttur víðfórla, bls. 2332. Heima er bezt 177

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.