Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 40
birtast þar. Hún yrkir um vor og haust. Nokkrar vísur um
þetta efni koma hér fyrir almenningssjónir:
Vorið heita vekur þrá
víst í hverju hjarta.
Himinglöð við hlustum á
heiðasvani bjarta.
Ljúfur blær um landið fer;
lœtur ísinn bresta.
Heim í dalinn hraðar sér
hópur sumargesta.
Tímann ekkert tafið fœr,
týnd er vorsins gleði.
Haustið innreið hélt í gær;
hnígur lauf að beði.
Angurvœran undirtón
eiga lóuhljóðin.
Finnst mér breytt um fossins róm;
farin þrastaljóðin.
En þó að hausti að og vetur karl boði komi sína, geym-
ast minningar í hugum okkar um vor og sumar og gleðja
okkur:
Vorsins mætu minningar
mega hugann gleðja.
Geymum þökk tilþess, sem var,
þegar vinir kveðja.
Ég þakka Guðrúnu kærlega vinasendinguna og vonast
eftir frekari viðskiptum.
Hagyrðingur aprílmánaðar er Höskuldur Ottó Guð-
mundsson, sem var Austfirðingur að uppruna, fæddur 9.
okt. 1910 að Streiti í Breiðdalshreppi í Suður- Múlasýslu.
Hann ólst að minnstu leyti upp hjá foreldrum sínum,
heldur hjá hjónunum er bjuggu á Krossi á Berufjarðar-
strönd. Hann var verkamaður eystra, svo og í Reykjavík
og á Suðumesjum.
Hér á eftir birtast nokkrar af vísum Höskuldar. Eru
nokkrar þeirra teknar úr ljóðasafninu STEFJAÞANKAR,
sem gefið var út af höfundi 1982.
Um konu eina, sem Höskuldur taldi að notaði sig í
neyð sem varaskeifu,
orti hann:
Ýmsir lesa örlög sín
oft í fáum línum.
Brigðul reyndust, baugalín,
bros á vörum þínum.
Aldrei heitt þú unnir mér,
iðkaðir taumlaust daður.
Síðan ég hœtti að þóknast þér
þyki ég annar maður.
Gæði þín ei gáfust mér;
glöpin réðu mestu.
Vildir þú ég væri þér
varaskeifa í flestu.
Til Ingibjargar Valdimarsdóttur konu sinnar orti Hösk-
uldur oft fagran óð. Hér skulu tilfærð tvö erindi til henn-
ar:
Á vörum leiftrar brosið bjarta;
blíðu lýsa augun þín.
Ég elska þig af öllu hjarta,
ó, þú kæra rósin mín.
Auðnudís um ævi langa,
aldrei sínum vini brást.
Heyr, mín rós með rjóða vanga,
rik ert þú af blíðu og ást.
Um ævikjör sín yrkir Höskuldur, og má greina gegnum
vísur hans, að þau hafi ekki alltaf verið hagstæð. Hann
segir:
Lýðsins hylli lítið mat,
lengdust vökur stríðar.
Brást mér allt, sem brugðist gat,
bæði fyrr og síðar.
Ei skal þrátta um ævikjör
eða þáttum snúa.
Ég hef mátt við misjöfn kjör
mjög ósáttur búa.
Föng við hœfi fundið hef
JÖnn þótt skœfi að hreysi.
Lágu ævi- skeikul- skref
skammt frá gæfuleysi.
Langt er síðan ég lærði vísuna hér á undan, sem ég tel
bestu vísu frá hendi Höskuldar. Sjálfur kynntist ég hon-
um sama og ekkert. Hitti hann, þegar ljóðabók hans var
nýútkomin og hann seldi mér eitt eintak af af henni.
Þá er þessi vísa Höskuldar hreint afbragð, og ætti fyrri
partur hennar vel við núna:
Eflir lesti aldarfar;
illa flestu varið.
Allt, sem best til í mér var,
er að mestu farið.
Og þessar stökur hefi ég valið úr ljóðasyrpum Hösk-
uldar Ottós:
1 80 Heima er bezt