Heima er bezt - 01.04.2002, Qupperneq 41
Dvínar megin, magnast þraut,
munann beygir ergi.
Til að sveigja böls hjá braut
bjargráð eygi hvergi.
Bilar traust og bresta vé,
bátur í naust er dreginn.
Og ekki laust við að ég sé
ævihausti feginn.
Hvað helst tefur manninn mest
mun ég eflaust dylja.
Oft mér hefuryljað best
óðarstef að þylja.
Man ég fagra blómabyggð;
björt voru jyrirheitin.
Oft mér finnst í kvöldsins kyrrð
kalla til mín sveitin.
Ljóma slœr á landsins byggð;
litskrúð prýðir hjalla.
Oft mér vakti traust og tryggð
tignin blárra fjalla.
Reyndist þrár við arman óð;
œfði dára gaman.
Sem þrjózkur klár á þrældómsslóð
þvælst hef árum saman.
Að lokum eru stökur sem lúta að ævikjörum Höskuld-
ar Ottós:
Hlotnast smátt, sem heillar geð;
heppnast fátt að muna.
Ólund þrátt ég af mér kveð;
einn um þátttökuna.
Mest það dái, er síst fœ séð;
sefast þrá í önnum.
Sjálfsagt á ég samleið með
sárafáum mönnum.
Höskuldur Ottó Guðmundsson lést 1993.
Dægurljóð
Sumarið er komið enn á ný til okkar. Ársins hringur
endurtekst sífellt.
Við förum býsna marga hringi, ef við náum háum aldri.
Sagt er, að enginn vilji verða gamall, en lifa sem lengst.
Undarleg þversögn, ekki satt?
Ég bað um ljóðið “Ég fór á ball hér í bænum” og fékk
góð viðbrögð við því. Ljóðið heitir það raunar ekki, held-
ur ber það yfirskriftina “Og sorgin flaug.” Það fékk ég
ljósritað frá einum ágætum vini þáttarins, sem ekki lætur
nafns síns getið. Jónbjörg Eyjólfsdóttir sendir mér ljóðið
einnig.
Þetta eru nokkur erindi, sem hér fara á eftir :
Eg fór á ball hér í bœnum
og bjó mig þannig út:
I vaspelanum vænum
var wiský upp í stút.
Sú fyrsta, sem þar ég mætti,
var Magga með pilsaslætti,
en músikin í því hœtti,
er ég gekk inn.
Hún kipraði augnahvarminn
og klappaði mér á arminn
og kippti mér upp í barminn,
já, barminn sinn.
Mitt hjarta hoppaði' af gleði
og hló af sœlu þá,
því allt, sem inni þar skeði,
var yndislegt að sjá.
Hún Magga lófann sinn lagði
á litla kollinn minn.
Hún brosti blítt, er hún sagði:
“Ég býð þig velkominn. “
Svo gengum við inn í glauminn
og gleðinnar sæludrauminn,
og gœfunnar fundum strauminn
í hverri taug.
Tra la la la la la la la la.
Og sorgin flaug.
Um loftið tónarnir titra
og tíminn líður fljótt.
I augum glamparnir glitra,
og gaman er í nótt.
En íþví byrjaði ballið
með “Boomsa Daisey ” á ný.
Og sú var nú klár í knallið
og knallar pelann í.
Nei, áttu þá líka snabba,
æ, elskan mín, segðu' ei pabba.
En eigum við ekki ' að labba
hér út í krók.
Þar kallaði hún mig kappann;
í hvelli ég dró úr tappann.
En, kœri minn, láttu' ei nappa 'ann!
Ó, gefðu smók!
I króknum Möggu ég kyssti
við “Commander ” og vín.
Heima er bezt 181