Heima er bezt - 01.04.2002, Side 42
Og ekki marks ég missti,
því Magga er konan mín!
Undir þessu ljóði standa stafirnir G. S. , sem mér dettur
í hug, að muni vera Guðmundur Sigurðsson, oft nefndur
vísnaskáld. Hann var fæddur 1912 og lést í Reykjavík
sextugur að aldri.
Margir hafa gaman af að neyta víns, það er að segja, ef
þeir kunna sér hóf, en eru ekki háðir því. Það gerir nefni-
lega gæfumuninn. Hér er ég með fyrir framan mig ljósrit
af ljóði, sem margir hafa sjálfsagt heyrt og ef til vill
sungið, þegar þeir voru komnir í “kippinn.” Og hér er
ljóðið:
Skál, skál, skál, meira vín,
því skapið er hreint ekki' of gott.
Skál, skál, skál, meira vín,
því það feykir áhyggjum brott.
Vín er það besta í heimi hér;
heilög er þessi stund.
Það er svo gott að gleyma sér
við glasið með töfrandi sprund.
Skál, skál, skál, meira vín,
skeiða þá sorgirnar burt!
Skál, skál, skál, meira vín;
skapið er allt of þurrt.
Vín er það besta í heimi hér;
heilög er þessi stund.
Það er svo gaman að gleyma sér
við glasið og töfrandi sprund.
Þegar ég var nemandi á Reykjaskóla í Hrútafirði fyrir
löngu, var margt sungið. Ungt fólk hefur öðru fremur
yndi af söng og tónlist alls konar. Annað væri raunar
óeðlilegt. Ungt fólk er rómantískt í hugsun og dáir feg-
urð. Erindið um stúlkuna, sem sungið var á Reykjaskóla
forðum, er sjálfsagt kunnugt fólki, sem nú er á efri árum,
og rifjast nú ljóð og lag vonandi upp. Þá kemur ljóðið:
Hún var svo ung ogfögur,
og cettuð ofan úr sveit,
með œskubros á vörum;
mátulega feit.
Hún átti börn og bú, en enga kú,
og brúkaði skó númer, já, gettu nú?
Fjörutíu og þrjú, fjörutíu og þrjú,
fjörutíu og þrjú, fjörutíu og þrjú!
Að lokum kemur hér ljóð, sem í strangasta skilningi er
ekki dægurljóð, þó að það megi syngja við lagboða, eins
og t. d. Álafossbraginn. Sigurður Júlíus Jóhannesson
(1868-1956) læknir og skáld í Winnipeg, fór af íslandi
sem ungur maður. Hann orti fögur og hefluð ljóð. Hann
var dýra- og mannvinur, eins og glöggt kemur í ljós í
ljóði hans um fuglinn, sem fastur sat í snörunni, er menn
höfðu væntanlega lagt.
I snörunni fuglinn sat fastur
og fóturinn þrútinn og sár.
Hann titraði' af angist og ótta;
í augunum glitruðu tár.
Og tíminn var leiður og langur,
hann langaði frelsi að ná,
því brúði og börn átti' hann heima;
og best var að dvelja þeim hjá.
Hann flaug út að afla þeim fœðu,
hann flýtti sér eins og hann gat,
því aumingja ungarnir litlu
þeir æptu og báðu um mat.
Að æti hann leitaði lengi,
og lúinn og þreyttur hann var,
í jjörunni hann fann það um síðir
og fagnandi settist hann þar.
Hann bita með nefinu náði,
og nú vildi' hann flýta sér heim,
en snörurnar fjötruðu fætur;
hannfékk ekki losnað úr þeim.
Hann neytti þess afls, sem hann átti;
af engum er heimtandi meir,
en kraftarnir voru svo veikir,
æ, vesalings fuglinn hann deyr!
Nú Fúsi íflörunni gengur
ogfuglinn í lífshættu sér,
þá hjarta' hans af meðaumkun hrærist;
hann hníf sinn á snöruna ber.
O, hugsið, hvað fuglinn varð feginn,
er frelsaður leitaði' hann heim,
og Fúsi með fögnuði starir
á ferðir hans langt út í geim.
En guð sér af himninum háa,
hvað hjálpsamur drengurinn er,
semfuglinn úr lífshættu leysti;
hann letrar því nafn hans hjá sér.
Lesendur góðir, lifið heilir.
Auðunn Bragi Sveinsson.
Hjarðarhaga 28, 107, Reykjavík
netfang: audbras@simnet.is
182 Heima er bezt