Heima er bezt - 01.04.2002, Page 46
4. hluti
Fuglar á íslandi
Gildvaxin, belgmikil og nefstutt,
greinilega minni en tjaldur og
spói. í varpbúningi er hún
auðgreind á því að hún er gullgul að
ofan en svört og hvít að neðan. Þess-
um einkennum deilir hún með sjaldséðum ættingjum frá
Ameríku og Síbiríu. Ungfuglar og fuglar í vetrarbúningi
eru ekki svartir að neðan.
Flugið er hratt og öruggt og vængimir nokkuð
langir. Á flugi er hún einlit að ofan ef undan-
skilið er mjótt vængbelti sem sumir ein-
staklingar hafa. Að neðan ber sér-
staklega að líta eftir hvítum
vængkrikafjöðrum á annars
ljósum undirvæng.
Flug- og aðvörunarkallið er
mjúkt og angurblítt flaut „pyuh,'
en söngurinn er öllu flóknari.
Lóan er einn algengasti fuglinn í þurm mólendi, frá
íslandi í vestri og austur í miðja N-Síbiríu. Norðar, t.d.
á A-Grænlandi, er hún aðeins fáliðaður gestur og sunnar
finnst hún verpandi í litlum mæli í Englandi og S-
Skandinavíu. Langstærsti stofninn er á Islandi, yfir
100.000 pör.
Fuglar á eyjasvæðinu fara að safnast saman
í hópa í sumarlok en endanleg brottför
verður ekki fyrr en seint, þeir síðustu í
nóvember. Nokkrir fuglar fara ekki
lengra en til N-Skotlands, en mikilvæg-
ustu vetrarstövamar eru á Irlandi og sunnar í
V-Evrópu. Þær fyrstu mæta aftur á varpstaðina
þegar í byrjun apríl.
Einkenni fugla af lóuætt er að þeir eru meðalstórir vað-
fuglar, gildvaxnir með nokkuð stuttan háls og stutt nef en
frekar langa vængi. Flestir leita fæðu uppi á landi og beita
við það sérstökum aðferðum. Þeir hlaupa stutta vegalengd,
leita fæðu í stuttan tíma og hlaupa svo af stað aftur, gjarn-
an í nýja átt. Þeir lifa á ýmsum smádýrum sem þeir ná úr
jarðvegi með stuttu nefinu.
Um 64 tegundir tilheyra ættinni en 3 verpa á eyjasvæð-
inu og 7 að auki era meira eða minna sjaldséðar þar.
(Handbók Sören Sörensen og Doreta Bloch).
Af lóuætt verpir að staðaldri á íslandi aðeins ein tegund,
auk heiðlóunnar, þ.e.a.s. sandlóa. Nokkrar fleiri koma þó
árlega sem flækingar. Má hér nefna grálóu, sem á heim-
kynni nyrst í Rússlandi, Síberíu og Alaska, og einnig
vepju, sem er mjög algeng um alla Evrópu og Asíu og hef-
ur reyndar verpt hér á landi í nokk-
ur skipti. Auk þeirra hafa gulllóa
og skræklóa komið hingað, en þó
sjaldan.
Islenska heiðlóan er eindreginn
farfugl, sem er þegar farinn að
koma til landsins í marslok, en
stærstu hópamir birtast þó ekki
fyrr en liðið er á aprílmánuð. í góðu vori
halda fúglamir strax inn til landsins, en
að öðrum kosti halda þeir sig mest í fjör-
um eða leita á náðir þéttbýlisins í von um
æti í ófreðinni jörð á milli húsa. Lóan er
félagslynd árið um kring, en hóparnir taka
að þynnast er líður að varptíma.
Heiðlóan byrjar varp sitt alla jafna í hálfnuð-
um maí eða svo og er kjörlendi hennar þurrlendi, með
strjálum, kyrkingslegum gróðri, bæði á lág-
lendi og til fjalla.
Erfitt er að segja með nákvæmni hvenær
fyrstu lóumar hverfa á brott, en trúlega er
það í ágústmánuði. í september er þeim
greinlega tekið að fækka mikið og í venju-
legu árferði er allur þorri fuglanna horfinn í
byrjun nóvember.
Fyrr á öldum var talið að heiðlóan færi aldrei
héðan af landi burt heldur lægi í vetrardvala í kletta-
sprangum með laufblað eða birkiviðaranga í
nefinu, eins og álitið var um svöluna hjá
öðrum þjóðum. En nú vita menn betur, hún
er eindreginn farfúgl eins og áður var
minnst á.
I Ferðabók Eggerts Olafssonar og Bjama Pálssonar
(1772) kemur fram að menn virðast hafa nýtt sér heiðlóuna
eitthvað til matar. En þar segir t.d. orðrétt, í kaflanum um
Dalasýslu og Vestfirði: „Heylóan er feit og ket hennar ljúf-
fengt og egg hennar sömuleiðis.” Sumstaðar erlendis er
þessi iðja enn við lýði.
í íslenskri þjóðtrú var heiðlóan talin næstbestur söng-
fugla og mælt, að hún gerðist þögul á undan illviðram á
vorin en syngi tveim röddum, vissi hún sólbráð á næstu
grösum. Ef lóur hópuðu sig í fjöru boðaði það votviðri, en
leituðu þær til fjalla var kuldi í vændum. Og ef margar lóur
hnöppuðu sig áður en þær byijuðu flugæfingar á haustin,
vissi það á brok, storm og úrfelli.
Heimild:
ÍSFYGLA (íslenskir fuglar, Aves Islandicœ)
eftir Sigurð Ægisson, Grenjaðarstaður 1996.
Yfirlestur og ábendingar: Örnólfur Thorlacius.
Heidlóa
186 Heima er bezt